Enski boltinn

Enski boltinn: Sumarið hjá Stoke City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stuðningsmenn Stoke binda miklar vonir við Mame Biram Diouf.
Stuðningsmenn Stoke binda miklar vonir við Mame Biram Diouf. Vísir/Getty
Stoke City náði fínum árangri í fyrra. Mark Hughes og lærisveinar hans enduðu í 9. sæti með 50 stig, en Stoke hafði ekki endað jafn ofarlega í efstu deild frá tímabilinu 1974-75.

Stoke skoraði hins vegar aðeins 45 mörk í 38 leikjum í fyrra og Hughes hefur leitast við að styrkja sóknarlínu liðsins í sumar.

Senegalinn Mame Biram Diouf kom á frjálsri sölu frá Hannover 96, en Stoke hafði verið á eftir honum í nokkurn tíma. Þá var Bojan Krkic keyptur frá Barcelona, en það verður áhugavert að sjá hvort Hughes takist að blása lífi í feril hans á nýjan leik.

Phil Bardsley og Steve Sidwell komu báðir á frjálsri sölu en þeir munu auka breiddina í liði Stoke. Þá var brasilíski miðvörðurinn Dionatan Teixeira keyptur frá Banska Bystrica í Slóvakíu.

Enn er óljóst hvort Oussama Assaidi muni vera áfram í herbúðum Stoke, en hann lék sem lánsmaður með liðinu á síðustu leiktíð.

Nokkrir leikmenn gætu verið á förum frá Stoke, en í því samhengi hefur m.a. verið rætt um Wilson Palcios, Brek Shea, Cameron Jerome og Jamie Ness.

Komnir:

Phil Bardsley frá Sunderland

Steve Sidwell frá Fulham

Mame Biram Diouf frá Hannover 96

Bojan Krkic frá Barcelona

Dionatan Teixeira frá Banska Bystrica

Farnir:

Michael Kightly til Burnley

Mattew Etherington samningslaus

Juan Agudelo samningslaus


Tengdar fréttir

Enski boltinn: Sumarið hjá QPR

Harry Redknapp og lærisveinar hans í Queens Park Rangers komust á dramatískan hátt upp í ensku úrvalsdeildina eftir sigur á Derby County í úrslitaleik á Wembley.

Sidwell til Stoke

Steve Sidwell er genginn í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Stoke City. Hann gerði tveggja ára samning við Stoke, en hann kemur á frjálsri sölu frá Fulham sem féll niður um deild í vor.

Enski boltinn: Sumarið hjá Chelsea

Jose Mourinho hefur haft í nógu að snúast í sumar, en talsverðar berytingar hafa orðið liði Chelsea sem hafnaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Enski boltinn: Sumarið hjá Southampton

Sumarið hjá Southampton hefur verið ein sorgarsaga, en í kjölfarið á frábærum árangri síðustu leiktíðar hefur hver skrautfjöðurin á fætur verið plokkuð af liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×