Enski boltinn

Enski boltinn: Sumarið hjá Sunderland

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gus Poyet stýrði Sunderland frá falli á síðustu leiktíð.
Gus Poyet stýrði Sunderland frá falli á síðustu leiktíð. Vísir/Getty
Sunderland bjargaði sér á ótrúlegan hátt frá falli á síðustu leiktíð, eftir skelfilega byrjun. Gus Poyet, sem tók við liðinu eftir að Ítalanum Paulo di Canio var sagt upp störfum, þótti vinna frábært starf og nú þarf hann að byggja ofan á það sem vel var gert  í fyrra.

Sumarið hefur verið í furðulegra lagi hjá Sunderland, en félagið hefur ekki eytt krónu í leikmannakaup og ekki fengið krónu fyrir þá leikmenn sem eru farnir frá félaginu.

Aðeins þrír leikmenn eru komnir til Sunderland; Billy Jones, Jordi Gomez og Costel Pantilimon, en þeir komu allir á frjálsri sölu.

Phil Bardsley, Jack Colback og Craig Gardner, sem voru í stórum hlutverkum í fyrra, fóru á frjálsri sölu frá félaginu, auk þess sem nokkrum aukaleikurum var ekki boðinn nýr samningur.

Það er ljóst að Poyet þarf að styrkja liðið, en hann þarf líklega að fjármagna kaup á nýjum leikmönnum með sölu á öðrum. Jozy Altidore og Connor Wickham eru meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við brottför frá félaginu.

Fabio Borini, sem lék með Sunderland á láni á síðustu leiktíð, er að öllum líkindum númer eitt á óskalista Poyet, en félagið hefur átt í viðræðum við Liverpool að undanförnu um hugsanleg kaup á framherjanum. Þá hefur miðjumaðurinn Jack Rodwell verið orðaður við Sunderland.

Komnir:

Costel Pantilimon frá Manchester City

Jordi Gomez frá Wigan Athletic

Billy Jones frá West Bromwich Albion

Farnir:

Phil Bardsley til Stoke City

Jack Colback til Newcastle United

Craig Gardner til WBA

Billy Knott til Bradford City

David Vaughan til Nottingham Forest

Carlos Cuellar samningslaus

Andrea Dossena samningslaus

Oscar Ustari samningslaus

Kieren Westwood samningslaus

John Egan samningslaus


Tengdar fréttir

Rodwell á leið til Sunderland

Englandsmeistarar Manchester City hafa samþykkt kauptilboð Sunderland í enska miðjumanninn Jack Rodwell. Kaupverðið er sagt vera yfir 10 milljónir punda.

Enski boltinn: Sumarið hjá QPR

Harry Redknapp og lærisveinar hans í Queens Park Rangers komust á dramatískan hátt upp í ensku úrvalsdeildina eftir sigur á Derby County í úrslitaleik á Wembley.

Enski boltinn: Sumarið hjá Chelsea

Jose Mourinho hefur haft í nógu að snúast í sumar, en talsverðar berytingar hafa orðið liði Chelsea sem hafnaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Enski boltinn: Sumarið hjá Southampton

Sumarið hjá Southampton hefur verið ein sorgarsaga, en í kjölfarið á frábærum árangri síðustu leiktíðar hefur hver skrautfjöðurin á fætur verið plokkuð af liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×