Enski boltinn

Rodwell á leið til Sunderland

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Rodwell í leik með City
Rodwell í leik með City vísir/getty
Englandsmeistarar Manchester City hafa samþykkt kauptilboð Sunderland í enska miðjumanninn Jack Rodwell. Kaupverðið er sagt vera yfir 10 milljónir punda.

Sunderland hyggst bjóða Rodwell fimm ára samning en Rodwell hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá ensku meisturunum. Með Frank Lampard á leið til félagsins sá Rodwell ekki fram á neinn spilatíma fyrir félagið.

Rodwell hefur leikið þrjá landsleiki fyrir England en hann þótti mikið efni áður en meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum. Hann vonast til að ná að koma ferli sínum í gang á ný hjá Sunderland undir stjórn Gus Poyet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×