Erlent

Fjörutíu þúsund hermenn kallaðir út

vísir/afp
Stjórnvöld í Ísrael hafa kallað út 40 þúsund manna varalið hersins til að undirbúa hugsanlega árás á Gasasvæðið. Ísraelski flugherinn gerði árás á fjörutíu skotmörk á Gasasvæðinu í morgun til að svara eldflaugaárásum Hamas-liða.

Að minnsta kosti tólf létu lífið í árásum Ísraelsmanna en mikil spenna er nú á svæðinu. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, hvatti Ísraelsmenn í dag til að láta af árásum og leita friðsamlegra lausna.


Tengdar fréttir

Ísraelsmenn hóta hefndum

Ísraelsmenn lofa hefndaraðgerðum gegn Hamas samtökunum á næstunni en þeir saka þau um að vera ábyrg fyrir dauða þriggja unglingsdrengja sem fundust látnir í gær. Drengjanna hafði verið saknað í rúman hálfan mánuð og forsætisráðherra Ísraela Benjamín Netanjahú sagði í morgun að Hamas bæri ábyrgðina á dauða þeirra og að þeir muni gjalda fyrir það. Talsmenn Hamas þvertaka hinsvegar fyrir að eiga nokkra sök í málinu.

Andrúmsloftið spennuþrungið í Jerúsalem

Miklar óeirðir hafa geisað í Jerúsalem síðustu daga, en palestínskur unglingspiltur sem var myrtur í borginni fyrr í vikunni var borinn til grafar í dag. Allt kapp er nú lagt á að koma á vopnahléi á milli Hamas-samtakanna og Ísraelshers.

Drengirnir fundust látnir á akri

Jarðarför ísraelsku táninganna sem var rænt fyrir tveimur vikum og þeir í kjölfarið myrtir fór fram í gær.

Mikil spenna vegna morðs á palestínskum unglingi

Spennan hefur aukist í samskiptum Ísraels og Palestínu vegna dauða fjögurra táninga. Palestínumenn hafa mótmælt á götum úti, og hefur grjótkasti mótmælenda verið svarað með gúmmíkúlum og táragasi lögreglu.

Flytja hermenn að Gaza

Spenna hefur verið mikil í Ísrael og Palestínu eftir morð þriggja ísraelskra pilta og 17 ára drengs frá Palestínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×