Segir líf Palestínumanna lítils metin í vestrænu pressunni Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2014 12:02 Palenstínskur maður virðir fyrir sér skemmdir eftir að Ísraelski herinn sendi flugskeyti á Gaza-borg nú snemma í morgun. Sveinn Rúnar segir ástandið skelfilegt. ap/arnþór Sveinn Rúnar Hauksson, heimilislæknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, gagnrýnir harðlega fréttaflutning vestrænna miðla, þar með taldir eru þeir hinir íslensku; og segir hann að svo virðist sem líf Palestínumanna séu lítils metin í samanburði við þau hin ísraelsku. Palestínumenn undirbúa sig nú fyrir jarðarför Abu Khdair, 17 ára unglings sem var numinn á brott í Austur-Jerúsalem og þá myrtur. Mikil spenna ríkir nú á Gazasvæðinu. Morðið hefur verið fordæmt af leiðtogum Palestínumanna sem og Ísraela. Morðið er engu að síður talið geta hrundið af stað átökum, en menn hafa sett það í samhengi við morð á þremur ísraelskum ungmennum sem jarðsett voru á miðvikudag -- og talið hefndarmorð. Benjamin Netanyahu kennir Hamas-samtökunum um þau morð. Palestínumenn og Ísraelar hafa skipst á flugskeytum í morgun. Sveinn Rúnar Hauksson læknir gerþekkir ástandið á Gazasvæðinu. Morðið á Abu Khdair má rekja til ástands sem á sér sögu. „Þetta er ástand sem hefur versnað, hefur verið svona lengi, í marga mánuði og í mörg ár raunar og hefur farið stöðugt versnandi á Vesturbakkanum. Og þá er ég að tala um árásir landtökufólksins, með aðstoð hersins, gagnvart íbúum á herteknu svæðunum,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir hvergi nokkurs staðar frið og fólk hvergi óhult. „Það sem hefur svo gerst í kjölfar þess að þrír ungir ísraelskir menn hurfu úr landtökubyggð í grennd við Hebron er skelfilegt. Enginn veit enn hvað gerðist, það hefur ekkert verið upplýst um hvernig þeir voru drepnir, voru þeir vopnaðir, hverjir bera ábyrgð á þessu... enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Við vitum hins vegar hver ber ábyrgð á viðbrögðunum. Það er Netanyahu og Ísraelsstjórn,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir að gripið hafi verið til hóprefsingar gagnvart Palestínumönnum og enginn óhultur. „Það hefur verið ráðist inn á hvert heimilið á fætur öðru, fólk handtekið, það er búið að handtaka um sex hundruð manns. Og það eru ekki bara þingmenn Hamas-samtakanna sem hafa verið handteknir. Auk þess er búið að drepa 12 manns. Fimm ára drengur var drepinn, 14 ára unglingur... fólk á öllum aldrei hefur orðið fyrir hernum.“ Sveinn Rúnar segir svo að til sé á öryggismyndavél það hvernig atvikaðist að Abu Khdair var hirtur fyrir framan heimili sitt og fannst stuttu síðar látinn. „Það er sagt frá morðunum á ísraelsku ungmennunum, sem eru að sönnu hörmuleg, þetta er það sem er mest áberandi, en ekki drápunum á Palestínumönnum. Það er eins og mannslífin Palestínsku séu ekki jafn gild þeim ísraelsku þegar kemur að fjölmiðlunum hér,“ segir Sveinn Rúnar. Gasa Tengdar fréttir Fordæma morð á palestínsku ungmenni Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt rán og morð hins sautján ára Mohammed Abu Kdhair í Ísrel. 2. júlí 2014 23:22 „Hamas er ábyrgt og Hamas mun borga“ Forsetisráðherra Ísrael hótar hefndum gegn Hamas samtökunum 30. júní 2014 19:47 Netanyahu hótar hefndaraðgerðum Mikil reiði í Ísrael vegna morða á þremur ungmennum á Vesturbakkanum. 2. júlí 2014 07:20 Drengirnir fundust látnir á akri Jarðarför ísraelsku táninganna sem var rænt fyrir tveimur vikum og þeir í kjölfarið myrtir fór fram í gær. 2. júlí 2014 12:00 Tugir þúsunda fylgdu piltunum til grafar Þrír ísraelskir piltar fundust látnir í gær og yfirvöld hyggja á hefndir. 1. júlí 2014 17:45 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Sveinn Rúnar Hauksson, heimilislæknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, gagnrýnir harðlega fréttaflutning vestrænna miðla, þar með taldir eru þeir hinir íslensku; og segir hann að svo virðist sem líf Palestínumanna séu lítils metin í samanburði við þau hin ísraelsku. Palestínumenn undirbúa sig nú fyrir jarðarför Abu Khdair, 17 ára unglings sem var numinn á brott í Austur-Jerúsalem og þá myrtur. Mikil spenna ríkir nú á Gazasvæðinu. Morðið hefur verið fordæmt af leiðtogum Palestínumanna sem og Ísraela. Morðið er engu að síður talið geta hrundið af stað átökum, en menn hafa sett það í samhengi við morð á þremur ísraelskum ungmennum sem jarðsett voru á miðvikudag -- og talið hefndarmorð. Benjamin Netanyahu kennir Hamas-samtökunum um þau morð. Palestínumenn og Ísraelar hafa skipst á flugskeytum í morgun. Sveinn Rúnar Hauksson læknir gerþekkir ástandið á Gazasvæðinu. Morðið á Abu Khdair má rekja til ástands sem á sér sögu. „Þetta er ástand sem hefur versnað, hefur verið svona lengi, í marga mánuði og í mörg ár raunar og hefur farið stöðugt versnandi á Vesturbakkanum. Og þá er ég að tala um árásir landtökufólksins, með aðstoð hersins, gagnvart íbúum á herteknu svæðunum,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir hvergi nokkurs staðar frið og fólk hvergi óhult. „Það sem hefur svo gerst í kjölfar þess að þrír ungir ísraelskir menn hurfu úr landtökubyggð í grennd við Hebron er skelfilegt. Enginn veit enn hvað gerðist, það hefur ekkert verið upplýst um hvernig þeir voru drepnir, voru þeir vopnaðir, hverjir bera ábyrgð á þessu... enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Við vitum hins vegar hver ber ábyrgð á viðbrögðunum. Það er Netanyahu og Ísraelsstjórn,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir að gripið hafi verið til hóprefsingar gagnvart Palestínumönnum og enginn óhultur. „Það hefur verið ráðist inn á hvert heimilið á fætur öðru, fólk handtekið, það er búið að handtaka um sex hundruð manns. Og það eru ekki bara þingmenn Hamas-samtakanna sem hafa verið handteknir. Auk þess er búið að drepa 12 manns. Fimm ára drengur var drepinn, 14 ára unglingur... fólk á öllum aldrei hefur orðið fyrir hernum.“ Sveinn Rúnar segir svo að til sé á öryggismyndavél það hvernig atvikaðist að Abu Khdair var hirtur fyrir framan heimili sitt og fannst stuttu síðar látinn. „Það er sagt frá morðunum á ísraelsku ungmennunum, sem eru að sönnu hörmuleg, þetta er það sem er mest áberandi, en ekki drápunum á Palestínumönnum. Það er eins og mannslífin Palestínsku séu ekki jafn gild þeim ísraelsku þegar kemur að fjölmiðlunum hér,“ segir Sveinn Rúnar.
Gasa Tengdar fréttir Fordæma morð á palestínsku ungmenni Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt rán og morð hins sautján ára Mohammed Abu Kdhair í Ísrel. 2. júlí 2014 23:22 „Hamas er ábyrgt og Hamas mun borga“ Forsetisráðherra Ísrael hótar hefndum gegn Hamas samtökunum 30. júní 2014 19:47 Netanyahu hótar hefndaraðgerðum Mikil reiði í Ísrael vegna morða á þremur ungmennum á Vesturbakkanum. 2. júlí 2014 07:20 Drengirnir fundust látnir á akri Jarðarför ísraelsku táninganna sem var rænt fyrir tveimur vikum og þeir í kjölfarið myrtir fór fram í gær. 2. júlí 2014 12:00 Tugir þúsunda fylgdu piltunum til grafar Þrír ísraelskir piltar fundust látnir í gær og yfirvöld hyggja á hefndir. 1. júlí 2014 17:45 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Fordæma morð á palestínsku ungmenni Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt rán og morð hins sautján ára Mohammed Abu Kdhair í Ísrel. 2. júlí 2014 23:22
„Hamas er ábyrgt og Hamas mun borga“ Forsetisráðherra Ísrael hótar hefndum gegn Hamas samtökunum 30. júní 2014 19:47
Netanyahu hótar hefndaraðgerðum Mikil reiði í Ísrael vegna morða á þremur ungmennum á Vesturbakkanum. 2. júlí 2014 07:20
Drengirnir fundust látnir á akri Jarðarför ísraelsku táninganna sem var rænt fyrir tveimur vikum og þeir í kjölfarið myrtir fór fram í gær. 2. júlí 2014 12:00
Tugir þúsunda fylgdu piltunum til grafar Þrír ísraelskir piltar fundust látnir í gær og yfirvöld hyggja á hefndir. 1. júlí 2014 17:45