Erlent

Munu fá að gjalda fyrir loftárásir næturinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil spenna var í austurhluta Jerúsalems vegna útfarar palestínska táningsins Mohammed Abu Khdair.
Mikil spenna var í austurhluta Jerúsalems vegna útfarar palestínska táningsins Mohammed Abu Khdair. Vísir/AFP
Talsmaður palestínsku Hamas-samtakanna hefur heitið því að Ísraelsmenn munu fá að gjalda gríðarlega fyrir loftárásir næturinnar á Gasa. Níu Hamas-liðar létu lífið í árásunum. Að sögn BBC segir Ísraelsher loftárásirnar hafa beinst að stöðum þaðan sem eldflaugum væri skotið og hryðjuverk skipulögð.



Gríðarleg spenna er á svæðinu eftir að palestínskur drengur var brenndur til dauða, en tilræðið var ætlað sem svar við dauða þriggja ísraelskra ungmenna á Vesturbakkanum í síðustu viku. Um helgina tilkynnti ísraelsk lögregla að sex væru í haldi vegna morðsins á palestínska táningnum Mohammed Abu Khdair.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×