Erlent

Fordæma morð á palestínsku ungmenni

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt rán og morð hins sautján ára Mohammed Abu Kdhair í Ísrel. Hann var frá Palestínu og er sagður hafa verið myrtur til að hefna fyrir morð á þremur ísraelskum ungmennum fyrr í vikunni.

BBC segir leiðtoga Palestínu æfa yfir morðinu. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sakar íbúa Ísrael um morðið og fer fram á hörðustu refsingu mögulega gegn þeim, vilji Ísrael frið.

„Fólk okkar mun ekki leiða þessi glæpi hjá sér. Þið munuð borga fyrir þessa glæpi.“ Þetta hefur AFP fréttaveitan eftir leiðtogum Hamas samtakana.

Leiðtogar Ísrael hafa einnig fordæmt morðið og heita því að rannsaka málið að fullnustu. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael sagði morðið vera fyrirlitlegt og að hann hefði fyrirskipað lögreglu að komast fljótt að því hverjir hefðu verið að verki.

Hann biðlaði til bæði Ísraelsmanna og Palestínumanna um að taka lögin ekki í sínar hendur.

„Allir aðilar verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja þá sem eru saklausir og hafa hemil á sér, ekki bregðast við með hefnd.“

Fjölskylda eins ísraelska piltsins sem var birtur gaf út yfirlýsingu. Þar segir að ef ungi arabinn hafi verið myrtur í hefndarskyni sé það hræðilegur atburður.

Til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan heimili táningsins eftir að lík hans fannst. Mótmælendur köstuðu steinum að lögreglu sem skaut gúmmíkúlum, táragasi og hljóðsprengjum að mótmælendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×