Innlent

Ísraelsmenn hóta hefndum

Vísir/AP
Ísraelsmenn lofa hefndaraðgerðum gegn Hamas samtökunum á næstunni en þeir saka þau um að vera ábyrg fyrir dauða þriggja unglingsdrengja sem fundust látnir í gær. Drengjanna hafði verið saknað í rúman hálfan mánuð og forsætisráðherra Ísraela Benjamín Netanjahú sagði í morgun að Hamas bæri ábyrgðina á dauða þeirra og að þeir muni gjalda fyrir það. Talsmenn Hamas þvertaka hinsvegar fyrir að eiga nokkra sök í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×