Erlent

Drengirnir fundust látnir á akri

Ingvar Haraldsson skrifar
Margmenni var við jarðarfarir táninganna þriggja í gær.
Margmenni var við jarðarfarir táninganna þriggja í gær. nordicphotos/afp
Jarðarför ísraelsku táninganna sem var rænt fyrir tveimur vikum og þeir í kjölfarið myrtir fór fram í gær.

Lík drengjanna fundust á akri skammt frá vegi þar sem síðast spurðist til þeirra. Þaðan hugðust þeir fara heim á puttanum. Ísraelsk stjórnvöld segja Hamas-samtökin bera ábyrgð á ódæðinu en þau neita sök.

Leitin að drengjunum var víðtækasta aðgerð ísraelska hersins á Vesturbakkanum í nær áratug. Yfir fjögur hundruð meðlimir Hamas voru handteknir.

Mikill þrýstingur er frá ísraelskum almenningi á stjórnvöld að bregðast við. Ísraelski herinn hóf loftárásir á 34 palestínsk skotmörk í gær og segir þær svar við árásum palestínskra skæruliða sem skutu átta eldflaugum yfir landamærin. Herinn skaut einnig til bana tvítugan Palestínumann sem þeir segja að hafi kastað að þeim handsprengju. Fjölskylda mannsins segir hann hafa haldið á eggjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×