Erlent

Netanyahu hótar hefndaraðgerðum

Jakob Bjarnar skrifar
Netanyahu við jarðarförina en þúsundir mættu til að fylgja ungmennunum til grafar.
Netanyahu við jarðarförina en þúsundir mættu til að fylgja ungmennunum til grafar. ap
Benjamin Netanyahu, leiðtogi Ísraelsmanna, hefur strengt þess heit að finna þá sem stóðu á bak við mannrán og svo morð á þremur táningum sem voru á puttaferðalagi á hinum hernumda Vesturbakkanum.

Netanyahu hefur heitið hefndaraðgerðum gegn Hamas, palestínskum hernaðarsamtökum, sem Ísraelsmenn vilja kenna um morðin. Hamas hefur hins vegar neitað því að hafa nokkuð með morðin á unglingunum að gera. Þúsundir manna mættu þegar ungmennin voru jarðsett í gær.

Mikil reiði er í Ísrael vegna málsins, en lík ungmennanna fundust í við bæinn Halhul og höfðu þau verið urðuð í skurði. Um er að ræða tvö ungmenni, sem voru sextán ára og svo sá þriðji sem var nítján ára gamall. Hafa rúmlega fjögur hundruð manns verið handtekin og yfirheyrð, þeirra á meðal nokkrir Hamas-liðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×