Erlent

Níu féllu á Gasaströndinni

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil spenna hefur verið í heimshlutanum síðustu daga.
Mikil spenna hefur verið í heimshlutanum síðustu daga. Vísir/AFP
Níu herskáir liðsmenn Hamas-samtakanna létu lífið í loftárásum Ísraelshers á Gasaströndina í gær. Talsmaður Hamas segir að sex hafi fallið í árás nærri Rafah á suðurhluta Gasa og þrír til viðbótar í öðrum árásum.

Mikil spenna er á svæðinu eftir morðið á palestínska táningnum Mohammed Abu Khdair á miðvikudaginn í síðustu viku. Á vef BBC segir að lögregla hafi handtekið sex gyðinga sem grunaðir eru um aðild að morðinu og að Khdair hafi „verið myrtur vegna þjóðernis síns“. 

Khdair var brenndur í kjölfar morðanna á þremur ísraelskum táningum á Vesturbakkanum. Lögregla í Ísrael fullyrðir að tveir liðsmenn Hamas hafi rænt og myrt ungmennin en talsmenn Hamas hafna því að samtökin hafi borið ábyrgð á morðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×