Erlent

Níu fallnir í loftárásum Ísraelsmanna

Jakob Bjarnar skrifar
Palestínskt hús rústir einar eftir loftárásir Ísraelsmanna.
Palestínskt hús rústir einar eftir loftárásir Ísraelsmanna. ap
Níu palestínskir hermenn hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna, sem var svar við eldflaugaárásum á Ísrael.

Vopnaður armur palestínsku samtakanna Hamas segir að sex liðsmanna sinna hafi fallið í einni einstakri loftárás sem gerð var í Rafah sem er í sunnanverðri Palestínu. Þrír aðrir féllu í annarri loftárás.

Ástandið er skelfilegt á Gaza-svæðinu, og er nú soðið uppúr eftir að palestínskt ungmenn, Mohammed Abu Khdair var myrtur fyrir helgi. Morðið er talið af þjóðernislegum toga og hafa sex gyðingar verið handteknir grunaðir um ódæðið.


Tengdar fréttir

Skotbardagar á Vesturbakkanum

Ísraelsher framkvæmir umfangsmikla leit að þremur ungmennum sem saknað hefur verið í viku.

Mikil spenna vegna morðs á palestínskum unglingi

Spennan hefur aukist í samskiptum Ísraels og Palestínu vegna dauða fjögurra táninga. Palestínumenn hafa mótmælt á götum úti, og hefur grjótkasti mótmælenda verið svarað með gúmmíkúlum og táragasi lögreglu.

Saka Hamas um mannrán

Ísraelsk stjórnvöld hóta hörðum refsiaðgerðum vegna þriggja ísraelskra ungmenna sem saknað er síðan á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×