Mikil spenna vegna morðs á palestínskum unglingi Brjánn Jónasson skrifar 4. júlí 2014 06:00 Palestínskur maður virðir fyrir sér skaðann sem loftárás Ísraelshers olli í Gasa-borg. Tíu Palestínumenn særðust í loftárásunum, sem voru svar Ísraelshers við eldflauga- og sprengjuvörpuskotum Palestínumanna. Nordicphotos/AFP Hundruðir félagsmanna Hamas-samtakanna hafa verið handteknir á Vesturbakkanum í Palestínu vegna rannsóknar á dauða þriggja ísraelskra unglinga. Útför palestínsks drengs sem fullyrt er að hafi verið myrtur til að hefna fyrir dauða unglinganna þriggja var frestað í gær til að hægt væri að kryfja líkið. Spennan hefur vaxið gríðarlega síðustu daga. Palestínumenn hafa skotið eldflaugum og sprengjum úr sprengjuvörpum á svæði Ísraelsmanna, en engar fréttir hafa borist af því að fólk hafi orðið fyrir sprengjunum. Ísraelski herinn hefur svarað með loftárásum, og hafa í það minnsta tíu særst í þeim. Þá sló í brýnu milli Palestínumanna og lögreglu í austurhluta Jerúsalem, þar sem Palestínumenn hentu steinum í lögreglu, sem svaraði með því að skjóta gúmmíkúlum og táragasi á mannfjöldann. Tugir Palestínumanna særðust í átökunum. Foreldrar Mohammed Abu Khdeir, sextán ára palestínsks drengs sem var numinn á brott á miðvikudag og fannst síðar látinn og illa brunninn í skógi, halda því fram að hann hafi verið myrtur af öfgasinnuðum Ísraelum. Ísraelsk stjórnvöld saka á móti Hamas-samtökin um að bera ábyrgð á dauða ísrealsku táninganna þriggja. Því neita talsmenn Hamas.Ísraelsk kona skoðar skemmdir á húsi í landnemabyggðunum sem palestínsk eldflaug olli. Ekkert manntjón hefur orðið í eldflaugaárásum Palestínumanna enn sem komið er.Nordicphotos/AFPÍsraelski herinn flutti í gær hermenn og skriðdreka að Gasa-svæðinu. Talsmaður hersins sagði að tilgangurinn væri að verja Ísrael, en bætti því að herinn væri tilbúinn að bregðast við frekari árásum Palestínumanna. Lögreglan í Jerúsalem hélt í gær áfram að rannsaka dauða Abu Khdeir. Illa gekk að bera kennsl á lík hans þar sem það var illa brunnið. Talsmaður lögreglunnar sagði í gær að mikilvægt væri að finna ástæðuna fyrir morðinu. Mikilvægt væri að vita hvort ástæðan tengist þjóðerni drengsins eða hvort um annars konar glæp hafi verið að ræða. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagðist í gær krefjast þess að réttlætið næði fram að ganga hratt og vel í þessu „ámælisverða morðmáli“. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sagði í gær að það væri augljóst að öfgafullir ísraelskir landtökumenn hefðu myrt Abu Khdeir. Hann krafðist þess að morðingjar hans yrðu færðir fyrir dóm. Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Hundruðir félagsmanna Hamas-samtakanna hafa verið handteknir á Vesturbakkanum í Palestínu vegna rannsóknar á dauða þriggja ísraelskra unglinga. Útför palestínsks drengs sem fullyrt er að hafi verið myrtur til að hefna fyrir dauða unglinganna þriggja var frestað í gær til að hægt væri að kryfja líkið. Spennan hefur vaxið gríðarlega síðustu daga. Palestínumenn hafa skotið eldflaugum og sprengjum úr sprengjuvörpum á svæði Ísraelsmanna, en engar fréttir hafa borist af því að fólk hafi orðið fyrir sprengjunum. Ísraelski herinn hefur svarað með loftárásum, og hafa í það minnsta tíu særst í þeim. Þá sló í brýnu milli Palestínumanna og lögreglu í austurhluta Jerúsalem, þar sem Palestínumenn hentu steinum í lögreglu, sem svaraði með því að skjóta gúmmíkúlum og táragasi á mannfjöldann. Tugir Palestínumanna særðust í átökunum. Foreldrar Mohammed Abu Khdeir, sextán ára palestínsks drengs sem var numinn á brott á miðvikudag og fannst síðar látinn og illa brunninn í skógi, halda því fram að hann hafi verið myrtur af öfgasinnuðum Ísraelum. Ísraelsk stjórnvöld saka á móti Hamas-samtökin um að bera ábyrgð á dauða ísrealsku táninganna þriggja. Því neita talsmenn Hamas.Ísraelsk kona skoðar skemmdir á húsi í landnemabyggðunum sem palestínsk eldflaug olli. Ekkert manntjón hefur orðið í eldflaugaárásum Palestínumanna enn sem komið er.Nordicphotos/AFPÍsraelski herinn flutti í gær hermenn og skriðdreka að Gasa-svæðinu. Talsmaður hersins sagði að tilgangurinn væri að verja Ísrael, en bætti því að herinn væri tilbúinn að bregðast við frekari árásum Palestínumanna. Lögreglan í Jerúsalem hélt í gær áfram að rannsaka dauða Abu Khdeir. Illa gekk að bera kennsl á lík hans þar sem það var illa brunnið. Talsmaður lögreglunnar sagði í gær að mikilvægt væri að finna ástæðuna fyrir morðinu. Mikilvægt væri að vita hvort ástæðan tengist þjóðerni drengsins eða hvort um annars konar glæp hafi verið að ræða. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagðist í gær krefjast þess að réttlætið næði fram að ganga hratt og vel í þessu „ámælisverða morðmáli“. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sagði í gær að það væri augljóst að öfgafullir ísraelskir landtökumenn hefðu myrt Abu Khdeir. Hann krafðist þess að morðingjar hans yrðu færðir fyrir dóm.
Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira