Mikil spenna vegna morðs á palestínskum unglingi Brjánn Jónasson skrifar 4. júlí 2014 06:00 Palestínskur maður virðir fyrir sér skaðann sem loftárás Ísraelshers olli í Gasa-borg. Tíu Palestínumenn særðust í loftárásunum, sem voru svar Ísraelshers við eldflauga- og sprengjuvörpuskotum Palestínumanna. Nordicphotos/AFP Hundruðir félagsmanna Hamas-samtakanna hafa verið handteknir á Vesturbakkanum í Palestínu vegna rannsóknar á dauða þriggja ísraelskra unglinga. Útför palestínsks drengs sem fullyrt er að hafi verið myrtur til að hefna fyrir dauða unglinganna þriggja var frestað í gær til að hægt væri að kryfja líkið. Spennan hefur vaxið gríðarlega síðustu daga. Palestínumenn hafa skotið eldflaugum og sprengjum úr sprengjuvörpum á svæði Ísraelsmanna, en engar fréttir hafa borist af því að fólk hafi orðið fyrir sprengjunum. Ísraelski herinn hefur svarað með loftárásum, og hafa í það minnsta tíu særst í þeim. Þá sló í brýnu milli Palestínumanna og lögreglu í austurhluta Jerúsalem, þar sem Palestínumenn hentu steinum í lögreglu, sem svaraði með því að skjóta gúmmíkúlum og táragasi á mannfjöldann. Tugir Palestínumanna særðust í átökunum. Foreldrar Mohammed Abu Khdeir, sextán ára palestínsks drengs sem var numinn á brott á miðvikudag og fannst síðar látinn og illa brunninn í skógi, halda því fram að hann hafi verið myrtur af öfgasinnuðum Ísraelum. Ísraelsk stjórnvöld saka á móti Hamas-samtökin um að bera ábyrgð á dauða ísrealsku táninganna þriggja. Því neita talsmenn Hamas.Ísraelsk kona skoðar skemmdir á húsi í landnemabyggðunum sem palestínsk eldflaug olli. Ekkert manntjón hefur orðið í eldflaugaárásum Palestínumanna enn sem komið er.Nordicphotos/AFPÍsraelski herinn flutti í gær hermenn og skriðdreka að Gasa-svæðinu. Talsmaður hersins sagði að tilgangurinn væri að verja Ísrael, en bætti því að herinn væri tilbúinn að bregðast við frekari árásum Palestínumanna. Lögreglan í Jerúsalem hélt í gær áfram að rannsaka dauða Abu Khdeir. Illa gekk að bera kennsl á lík hans þar sem það var illa brunnið. Talsmaður lögreglunnar sagði í gær að mikilvægt væri að finna ástæðuna fyrir morðinu. Mikilvægt væri að vita hvort ástæðan tengist þjóðerni drengsins eða hvort um annars konar glæp hafi verið að ræða. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagðist í gær krefjast þess að réttlætið næði fram að ganga hratt og vel í þessu „ámælisverða morðmáli“. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sagði í gær að það væri augljóst að öfgafullir ísraelskir landtökumenn hefðu myrt Abu Khdeir. Hann krafðist þess að morðingjar hans yrðu færðir fyrir dóm. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Hundruðir félagsmanna Hamas-samtakanna hafa verið handteknir á Vesturbakkanum í Palestínu vegna rannsóknar á dauða þriggja ísraelskra unglinga. Útför palestínsks drengs sem fullyrt er að hafi verið myrtur til að hefna fyrir dauða unglinganna þriggja var frestað í gær til að hægt væri að kryfja líkið. Spennan hefur vaxið gríðarlega síðustu daga. Palestínumenn hafa skotið eldflaugum og sprengjum úr sprengjuvörpum á svæði Ísraelsmanna, en engar fréttir hafa borist af því að fólk hafi orðið fyrir sprengjunum. Ísraelski herinn hefur svarað með loftárásum, og hafa í það minnsta tíu særst í þeim. Þá sló í brýnu milli Palestínumanna og lögreglu í austurhluta Jerúsalem, þar sem Palestínumenn hentu steinum í lögreglu, sem svaraði með því að skjóta gúmmíkúlum og táragasi á mannfjöldann. Tugir Palestínumanna særðust í átökunum. Foreldrar Mohammed Abu Khdeir, sextán ára palestínsks drengs sem var numinn á brott á miðvikudag og fannst síðar látinn og illa brunninn í skógi, halda því fram að hann hafi verið myrtur af öfgasinnuðum Ísraelum. Ísraelsk stjórnvöld saka á móti Hamas-samtökin um að bera ábyrgð á dauða ísrealsku táninganna þriggja. Því neita talsmenn Hamas.Ísraelsk kona skoðar skemmdir á húsi í landnemabyggðunum sem palestínsk eldflaug olli. Ekkert manntjón hefur orðið í eldflaugaárásum Palestínumanna enn sem komið er.Nordicphotos/AFPÍsraelski herinn flutti í gær hermenn og skriðdreka að Gasa-svæðinu. Talsmaður hersins sagði að tilgangurinn væri að verja Ísrael, en bætti því að herinn væri tilbúinn að bregðast við frekari árásum Palestínumanna. Lögreglan í Jerúsalem hélt í gær áfram að rannsaka dauða Abu Khdeir. Illa gekk að bera kennsl á lík hans þar sem það var illa brunnið. Talsmaður lögreglunnar sagði í gær að mikilvægt væri að finna ástæðuna fyrir morðinu. Mikilvægt væri að vita hvort ástæðan tengist þjóðerni drengsins eða hvort um annars konar glæp hafi verið að ræða. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagðist í gær krefjast þess að réttlætið næði fram að ganga hratt og vel í þessu „ámælisverða morðmáli“. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sagði í gær að það væri augljóst að öfgafullir ísraelskir landtökumenn hefðu myrt Abu Khdeir. Hann krafðist þess að morðingjar hans yrðu færðir fyrir dóm.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira