Mikil spenna vegna morðs á palestínskum unglingi Brjánn Jónasson skrifar 4. júlí 2014 06:00 Palestínskur maður virðir fyrir sér skaðann sem loftárás Ísraelshers olli í Gasa-borg. Tíu Palestínumenn særðust í loftárásunum, sem voru svar Ísraelshers við eldflauga- og sprengjuvörpuskotum Palestínumanna. Nordicphotos/AFP Hundruðir félagsmanna Hamas-samtakanna hafa verið handteknir á Vesturbakkanum í Palestínu vegna rannsóknar á dauða þriggja ísraelskra unglinga. Útför palestínsks drengs sem fullyrt er að hafi verið myrtur til að hefna fyrir dauða unglinganna þriggja var frestað í gær til að hægt væri að kryfja líkið. Spennan hefur vaxið gríðarlega síðustu daga. Palestínumenn hafa skotið eldflaugum og sprengjum úr sprengjuvörpum á svæði Ísraelsmanna, en engar fréttir hafa borist af því að fólk hafi orðið fyrir sprengjunum. Ísraelski herinn hefur svarað með loftárásum, og hafa í það minnsta tíu særst í þeim. Þá sló í brýnu milli Palestínumanna og lögreglu í austurhluta Jerúsalem, þar sem Palestínumenn hentu steinum í lögreglu, sem svaraði með því að skjóta gúmmíkúlum og táragasi á mannfjöldann. Tugir Palestínumanna særðust í átökunum. Foreldrar Mohammed Abu Khdeir, sextán ára palestínsks drengs sem var numinn á brott á miðvikudag og fannst síðar látinn og illa brunninn í skógi, halda því fram að hann hafi verið myrtur af öfgasinnuðum Ísraelum. Ísraelsk stjórnvöld saka á móti Hamas-samtökin um að bera ábyrgð á dauða ísrealsku táninganna þriggja. Því neita talsmenn Hamas.Ísraelsk kona skoðar skemmdir á húsi í landnemabyggðunum sem palestínsk eldflaug olli. Ekkert manntjón hefur orðið í eldflaugaárásum Palestínumanna enn sem komið er.Nordicphotos/AFPÍsraelski herinn flutti í gær hermenn og skriðdreka að Gasa-svæðinu. Talsmaður hersins sagði að tilgangurinn væri að verja Ísrael, en bætti því að herinn væri tilbúinn að bregðast við frekari árásum Palestínumanna. Lögreglan í Jerúsalem hélt í gær áfram að rannsaka dauða Abu Khdeir. Illa gekk að bera kennsl á lík hans þar sem það var illa brunnið. Talsmaður lögreglunnar sagði í gær að mikilvægt væri að finna ástæðuna fyrir morðinu. Mikilvægt væri að vita hvort ástæðan tengist þjóðerni drengsins eða hvort um annars konar glæp hafi verið að ræða. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagðist í gær krefjast þess að réttlætið næði fram að ganga hratt og vel í þessu „ámælisverða morðmáli“. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sagði í gær að það væri augljóst að öfgafullir ísraelskir landtökumenn hefðu myrt Abu Khdeir. Hann krafðist þess að morðingjar hans yrðu færðir fyrir dóm. Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Hundruðir félagsmanna Hamas-samtakanna hafa verið handteknir á Vesturbakkanum í Palestínu vegna rannsóknar á dauða þriggja ísraelskra unglinga. Útför palestínsks drengs sem fullyrt er að hafi verið myrtur til að hefna fyrir dauða unglinganna þriggja var frestað í gær til að hægt væri að kryfja líkið. Spennan hefur vaxið gríðarlega síðustu daga. Palestínumenn hafa skotið eldflaugum og sprengjum úr sprengjuvörpum á svæði Ísraelsmanna, en engar fréttir hafa borist af því að fólk hafi orðið fyrir sprengjunum. Ísraelski herinn hefur svarað með loftárásum, og hafa í það minnsta tíu særst í þeim. Þá sló í brýnu milli Palestínumanna og lögreglu í austurhluta Jerúsalem, þar sem Palestínumenn hentu steinum í lögreglu, sem svaraði með því að skjóta gúmmíkúlum og táragasi á mannfjöldann. Tugir Palestínumanna særðust í átökunum. Foreldrar Mohammed Abu Khdeir, sextán ára palestínsks drengs sem var numinn á brott á miðvikudag og fannst síðar látinn og illa brunninn í skógi, halda því fram að hann hafi verið myrtur af öfgasinnuðum Ísraelum. Ísraelsk stjórnvöld saka á móti Hamas-samtökin um að bera ábyrgð á dauða ísrealsku táninganna þriggja. Því neita talsmenn Hamas.Ísraelsk kona skoðar skemmdir á húsi í landnemabyggðunum sem palestínsk eldflaug olli. Ekkert manntjón hefur orðið í eldflaugaárásum Palestínumanna enn sem komið er.Nordicphotos/AFPÍsraelski herinn flutti í gær hermenn og skriðdreka að Gasa-svæðinu. Talsmaður hersins sagði að tilgangurinn væri að verja Ísrael, en bætti því að herinn væri tilbúinn að bregðast við frekari árásum Palestínumanna. Lögreglan í Jerúsalem hélt í gær áfram að rannsaka dauða Abu Khdeir. Illa gekk að bera kennsl á lík hans þar sem það var illa brunnið. Talsmaður lögreglunnar sagði í gær að mikilvægt væri að finna ástæðuna fyrir morðinu. Mikilvægt væri að vita hvort ástæðan tengist þjóðerni drengsins eða hvort um annars konar glæp hafi verið að ræða. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagðist í gær krefjast þess að réttlætið næði fram að ganga hratt og vel í þessu „ámælisverða morðmáli“. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sagði í gær að það væri augljóst að öfgafullir ísraelskir landtökumenn hefðu myrt Abu Khdeir. Hann krafðist þess að morðingjar hans yrðu færðir fyrir dóm.
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira