Erlent

Pistorius ekki með kvíðaröskun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/AFP
Spretthlauparinn Oscar Pistorius þjáðist ekki af kvíðaröskun þegar hann varð kærustu sinni að bana á heimili hans aðfaranótt Valentínusardagsins í fyrra.

Er þetta niðurstaða geðlækna sem hafa undanfarinn mánuð kannað geðheilsu Pistorius en verjendur hans höfðu haldið því fram að hann hafi þjáðst af kvíða þegar hann framdi verknaðinn.

Réttarhöldin yfir spretthlauparanum hófust að nýju í dag.



Pistorius viðurkennir að hafa banað Reevu Steenkamp, en segist hafa haldið að hún væri boðflenna á heimili hans. Hann heldur því fram að hann hafi hleypt af skammbyssu sinni í gegnum salernishurð sína án þess að vita hver væri hinum megin við hurðina.

Geðlæknarnir sem mátu heilsu hlauparans komust að þeirra niðurstöðu að honum hafi verið fullfært um að meta afleiðingar gjörða sinna og að hann ætti að hafa getað gert skýran greinarmun á réttu og röngu áður en hann lét skotin ríða af.

Sérfræðingar segja að hlauparinn gæti vegna þessa hlotið dóm fyrir manndráp þó svo fari að hann verði ekki sakfelldur fyrir morð. Suður-afrísk lög túlki það ekki sem slys að skotið sé í gegnum lokaða hurð.

Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.


Tengdar fréttir

„Stundum er ég hrædd við þig“

Farið var í gegnum farsíma Oscars Pistorius og unnustu hans Reevu Steenkamp, sem hann skaut til bana á Valentínusardag í fyrra.

Pistorius aftur í réttarsalinn

Í dag hefjast réttarhöld yfir hinum suðurafríska Oskar Pistoriusi, einfætta hlauparanum, aftur eftir tveggja vikna hlé.

Grátköst Pistoriusar sögð ekta

Félagsráðgjafi sem aðstoðað hefur suðurafríska spretthlauparann Oscar Pistorius bar vitni í réttarsal í Pretoríu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×