Erlent

Pistorius aftur í réttarsalinn

Jakob Bjarnar skrifar
Gríðarleg fjölmiðlaumfjöllun hefur verið um morðmál Pistoriusar.
Gríðarleg fjölmiðlaumfjöllun hefur verið um morðmál Pistoriusar. ap
Í dag hefjast réttarhöld yfir hinum suðurafríska Oskar Pistoriusi, fótalausa hlauparanum, aftur eftir tveggja vikna hlé.

Nú er komið að verjendum sem munu reyna að sýna fram á að hann hafi skotið kærustu sína, Reeva Steenkamp, til bana fyrir slysni. Hún lést af sárum sínum á Valentínusardag á síðasta ári en Pistorius skaut hana í gegnum salernishurð að heimili þeirra. Hann hefur haldið því fram að hann hafi talið innbrotsþjófa þar á ferð.

Áður en hlé var gert sótti Neil saksóknari hart að Pistoriusi; undirstrikaði glæfralega framgöngu hans og að flestir hefðu reynt að athuga hver væri á ferð áður en byssan væri rifin upp og skotið. Þá var Pistorius sakaður um að ljúga og að ósamræmi væri í framburði hans.

Pistorius hefur hlaupið á gervifótum frá stoðtækjafyrirtækinu Össuri en Össur hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við hann. Kynningarefni með Pistorius, sem var áberandi á höfuðstöðvum fyrirtækisins á Íslandi, hefur verið fjarlægt. Aðrir stuðningsaðilar Pistorius, Nike og Oakley, hafa einnig hætt samstarfi við hann eftir að hann var ákærður fyrir morðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×