Erlent

Kvíðaröskun Pistoríusar til athugunar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Verjendur Pistoriusar halda því fram að hann hafi verið haldinn kvíðaröskun þegar hann skaut Reevu Steenkamp.
Verjendur Pistoriusar halda því fram að hann hafi verið haldinn kvíðaröskun þegar hann skaut Reevu Steenkamp. ap
Réttarhöldin yfir Suður-afríska spretthlauparanum Oscari Pistoriusi hefjast að nýji í dag eftir hlé sem dómari gerði til þess að hægt væri að meta geðheilsu Pistoriusar, sem ákærður er fyrir að myrða unnustu sína.

Verjendur hans halda því fram að hann hafi verið haldinn kvíðaröskun þegar hann skaut Reevu Steenkamp og mun dómari nú leggja mat á álit sérfræðinga sem fengnir voru til að meta hvort það gæti staðist. Ekki er þó talið að niðurstaða sérfræðinganna muni breyta gangi réttarhaldanna svo neinu nemur, því verjendurnir hafa þegar viðurkennt að kvíðaröskunin hefði ekki átt að koma í veg fyrir að Pistorius þekkti rétt frá röngu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×