Enski boltinn

Arsenal dregur sig úr baráttunni um Fabregas

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Fabregas gengur af velli eftir leik Barcelona gegn Atletico Madrid.
Fabregas gengur af velli eftir leik Barcelona gegn Atletico Madrid. Vísir/Getty
Arsenal mun ekki nýta sér forkaupsrétt sinn á Cesc Fabregas samkvæmt vef BBC en þetta kom fram nú í kvöld. Talið er að Chelsea leiði kapphlaupið um spænska miðjumanninn.

Þegar Fabregas gekk til liðs við Barcelona frá Arsenal var sett klásúla í samning hans að Arsenal fengi forkaupsrétt á miðjumanninum en skytturnar ætla ekki að notfæra sér hann.

Samkvæmt BBC hefur Fabregas áhuga á að ganga til liðs við Arsenal á ný til þess að vinna með fyrrum læriföður sínum, Arsene Wenger en áhuginn er einhliða. Wenger telur meiri þörf að styrkja aðrar stöður á vellinum en liðið er vel stætt af skapandi miðjumönnum.

Þetta opnar dyrnar fyrir keppinauta Arsenal en Fabregas hefur verið orðaður við Chelsea, Manchester United, Manchester city og Liverpool undanfarnar vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×