Enski boltinn

Arsenal hefur forkaupsrétt á Fabregas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. Vísir/Getty
Ensku miðlarnir hafa í dag slúðrað um möguleg kaup Arsenal á spænska landsliðsmanninum Cesc Fabregas og Daily Mirror slær því upp að ensku bikarmeistararnir hafi áhuga á því að kaupa Cesc aftur frá Barcelona.

Daily Mirror hefur heimildir fyrir því að Arsenal hafi forkaupsrétt á leikmanninum og að Barcelona sé tilbúið að selja Cesc Fabregas fyrir 35 milljónir punda eða 6,6 milljarða íslenskra króna.

Cesc Fabregas kom sextán ára til Arsenal og vann sig upp í að verða fyrirliði og stjörnuleikmaður liðsins. Félagið seldi hann síðan til Barcelona árið 2011 eftir mikla pressu frá honum sjálfum.

Cesc Fabregas er nú 27 ára gamall og vill komast aftur í ensku úrvalsdeildina þar sem hann fann sig miklu betur en í herbúðum Barca.

Cesc Fabregas var með 8 mörk og 19 stoðsendingar í 36 deildarleikjum með Barcelona á leiktíðinni og 1 mark og 1 stoðsendingu í 9 leikjum í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×