Átök fara harðnandi í Úkraínu Hrund Þórsdóttir skrifar 17. apríl 2014 14:12 Aðskilnaðarsinnar standa vörð um opinbera byggingu í Mariupol. Vísir/AFP Þrír eru látnir og að minnsta kosti þrettán særðir eftir átök aðskilnaðarsinna og úkraínskra hermanna í hafnarborginni Mariupol í nótt. Fulltrúar Rússa og Úkraínumanna, auk Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, hefja í dag viðræður í Sviss um málefni Úkraínu. Arsen Avakov, innanríkisráðherra Úkraínu, sagði á Facebook-síðu sinni í morgun að um 300 aðskilnaðarsinnar hefðu gert árás á úkraínska herstöð í Mariupol í nótt og hermenn svarað með skothríð. Ásamt þeim látnu og særðu eru um 63 handteknir eftir átökin. Aldrei hafa jafn margir látið eða særst í einstökum viðburði frá því að átökin í austanverðri Úkraínu hófust. Von er á liðsauka á svæðið á vegum úkraínskra yfirvalda. Mariupol er í Donetsk-héraði þar sem aðskilnaðarsinnar hafa undanfarið lagt undir sig opinberar byggingar og krafist atkvæðagreiðslu um sameiningu við Rússland. Frásögn Avakov hefur ekki verið staðfest og halda rússneskir fjölmiðlar því fram að almennir borgarar hafi aðeins gefið sig á tal við úkraínska hermenn og þeir svarað með því að skjóta. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Genfar í Sviss í gærkvöldi og hann mun í dag funda með utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins og utanríkisráðherrum Rússlands og Úkraínu um stöðuna í Austur-Úkraínu. Vonast er til að fundurinn skili einhvers konar lausnum í deilunni eða dragi í það minnsta úr spennu svo hægt sé að leita sátta. Úkraínsk yfirvöld kröfðust þess fyrir fundinn að Rússar myndu þegar láta af stuðningi við aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu, en Rússar hafa neitað því staðfastlega að standa á bak við ólguna þar. Stjórnvöld í Kænugarði krefjast þess jafnframt að Rússar staðfesti að Krímskaginn tilheyri Úkraínu og kalli herlið sitt þaðan. Litlar líkur eru á að Rússar verði við þessu. Fyrr í vikunni þegar Vladímír Pútin Rússlandsforseti var spurður hvort hann ætlaði að senda hermenn á átakasvæðin í Úkraínu sagði hann að þingið hefði veitt honum vald til þess en hann vonaðist til að þurfa ekki að beita því. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að hann vonaðist enn eftir því að að rússnesk stjórnvöld lýstu því yfir að þau styddu ekki aðgerðir aðskilnaðarsinna í Úkraínu, en þjóðir bandalagsins hafa þegar sent aukinn herafla til austurhluta Evrópu. Úkraína Tengdar fréttir Mannskæð átök í Úkraínu Lögregla berst við vopnaða mótmælendur um yfirráð yfir bænum Slóvíansk. 13. apríl 2014 09:49 Grímuklæddir menn hertaka lögreglustöð í Úkraínu Spenna ríkir í landinu milli nýrrar ríkisstjórnar og aðgerðarsinna. 12. apríl 2014 18:30 Átökin breiðast hratt út Talið er að ellefu manns hafi fallið í átökunum í austurhluta Úkraínu sem breiðast nú hratt út til nærliggjandi borga og bæja. 15. apríl 2014 18:51 Ellefu sagðir látnir eftir skotárás skammt frá Dónetsk Olexander Túrtsínov, forseti Úkraínu, segir að aðgerðir gegn hryðjuverkum séu hafnar. 15. apríl 2014 16:14 Útsendarar Rússlands sagðir að baki óeirðunum í Austur-Úkraínu Öryggissveitir í Úkraínu reyndu í dag að ná opinberum byggingum í þremur borgum við landamæri Rússlands af mótmælendum með misjöfnum árangri. 8. apríl 2014 23:18 Rússar sagðir ætla að innlima austurhluta Úkraínu Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, sakaði Rússland í dag um að ætla að taka Úkraínu í sundur. 7. apríl 2014 19:48 30.000 hermenn við landamæri Úkraínu Nýleg skýrsla leyniþjónusta Bandaríkjanna segir að líklegra sé en áður hefur verið talið að rússneskir hermenn muni fara inn í austur Úkraínu. 27. mars 2014 10:48 Segir Úkraínumenn tilbúna í stríð við Rússa „Okkar fólk mun grípa til vopna og vernda landið okkar.“ 18. mars 2014 09:43 Stigvaxandi átök í Úkraínu Atlantshafsbandalagið ákvað í dag að senda aukinn herafla til austur Evrópu vegna stigvaxandi átaka í Úkraínu. Vladimír Pútín rússlandsforseti segir að Úkrína rambi á barmi borgarastyrjaldar. 16. apríl 2014 19:09 Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00 Rússar vara Úkraínumenn við að beita mótmælendur hervaldi Rússnesk yfirvöld ráða Úkraínumönnum frá því að beita hervaldi gegn vopnuðum mönnum hliðhollum Rússum sem hafa stjórnarbyggingar í Dónetsk héraði í austurhluta landsins á valdi sínu. 14. apríl 2014 07:35 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Þrír eru látnir og að minnsta kosti þrettán særðir eftir átök aðskilnaðarsinna og úkraínskra hermanna í hafnarborginni Mariupol í nótt. Fulltrúar Rússa og Úkraínumanna, auk Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, hefja í dag viðræður í Sviss um málefni Úkraínu. Arsen Avakov, innanríkisráðherra Úkraínu, sagði á Facebook-síðu sinni í morgun að um 300 aðskilnaðarsinnar hefðu gert árás á úkraínska herstöð í Mariupol í nótt og hermenn svarað með skothríð. Ásamt þeim látnu og særðu eru um 63 handteknir eftir átökin. Aldrei hafa jafn margir látið eða særst í einstökum viðburði frá því að átökin í austanverðri Úkraínu hófust. Von er á liðsauka á svæðið á vegum úkraínskra yfirvalda. Mariupol er í Donetsk-héraði þar sem aðskilnaðarsinnar hafa undanfarið lagt undir sig opinberar byggingar og krafist atkvæðagreiðslu um sameiningu við Rússland. Frásögn Avakov hefur ekki verið staðfest og halda rússneskir fjölmiðlar því fram að almennir borgarar hafi aðeins gefið sig á tal við úkraínska hermenn og þeir svarað með því að skjóta. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Genfar í Sviss í gærkvöldi og hann mun í dag funda með utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins og utanríkisráðherrum Rússlands og Úkraínu um stöðuna í Austur-Úkraínu. Vonast er til að fundurinn skili einhvers konar lausnum í deilunni eða dragi í það minnsta úr spennu svo hægt sé að leita sátta. Úkraínsk yfirvöld kröfðust þess fyrir fundinn að Rússar myndu þegar láta af stuðningi við aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu, en Rússar hafa neitað því staðfastlega að standa á bak við ólguna þar. Stjórnvöld í Kænugarði krefjast þess jafnframt að Rússar staðfesti að Krímskaginn tilheyri Úkraínu og kalli herlið sitt þaðan. Litlar líkur eru á að Rússar verði við þessu. Fyrr í vikunni þegar Vladímír Pútin Rússlandsforseti var spurður hvort hann ætlaði að senda hermenn á átakasvæðin í Úkraínu sagði hann að þingið hefði veitt honum vald til þess en hann vonaðist til að þurfa ekki að beita því. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að hann vonaðist enn eftir því að að rússnesk stjórnvöld lýstu því yfir að þau styddu ekki aðgerðir aðskilnaðarsinna í Úkraínu, en þjóðir bandalagsins hafa þegar sent aukinn herafla til austurhluta Evrópu.
Úkraína Tengdar fréttir Mannskæð átök í Úkraínu Lögregla berst við vopnaða mótmælendur um yfirráð yfir bænum Slóvíansk. 13. apríl 2014 09:49 Grímuklæddir menn hertaka lögreglustöð í Úkraínu Spenna ríkir í landinu milli nýrrar ríkisstjórnar og aðgerðarsinna. 12. apríl 2014 18:30 Átökin breiðast hratt út Talið er að ellefu manns hafi fallið í átökunum í austurhluta Úkraínu sem breiðast nú hratt út til nærliggjandi borga og bæja. 15. apríl 2014 18:51 Ellefu sagðir látnir eftir skotárás skammt frá Dónetsk Olexander Túrtsínov, forseti Úkraínu, segir að aðgerðir gegn hryðjuverkum séu hafnar. 15. apríl 2014 16:14 Útsendarar Rússlands sagðir að baki óeirðunum í Austur-Úkraínu Öryggissveitir í Úkraínu reyndu í dag að ná opinberum byggingum í þremur borgum við landamæri Rússlands af mótmælendum með misjöfnum árangri. 8. apríl 2014 23:18 Rússar sagðir ætla að innlima austurhluta Úkraínu Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, sakaði Rússland í dag um að ætla að taka Úkraínu í sundur. 7. apríl 2014 19:48 30.000 hermenn við landamæri Úkraínu Nýleg skýrsla leyniþjónusta Bandaríkjanna segir að líklegra sé en áður hefur verið talið að rússneskir hermenn muni fara inn í austur Úkraínu. 27. mars 2014 10:48 Segir Úkraínumenn tilbúna í stríð við Rússa „Okkar fólk mun grípa til vopna og vernda landið okkar.“ 18. mars 2014 09:43 Stigvaxandi átök í Úkraínu Atlantshafsbandalagið ákvað í dag að senda aukinn herafla til austur Evrópu vegna stigvaxandi átaka í Úkraínu. Vladimír Pútín rússlandsforseti segir að Úkrína rambi á barmi borgarastyrjaldar. 16. apríl 2014 19:09 Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00 Rússar vara Úkraínumenn við að beita mótmælendur hervaldi Rússnesk yfirvöld ráða Úkraínumönnum frá því að beita hervaldi gegn vopnuðum mönnum hliðhollum Rússum sem hafa stjórnarbyggingar í Dónetsk héraði í austurhluta landsins á valdi sínu. 14. apríl 2014 07:35 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Mannskæð átök í Úkraínu Lögregla berst við vopnaða mótmælendur um yfirráð yfir bænum Slóvíansk. 13. apríl 2014 09:49
Grímuklæddir menn hertaka lögreglustöð í Úkraínu Spenna ríkir í landinu milli nýrrar ríkisstjórnar og aðgerðarsinna. 12. apríl 2014 18:30
Átökin breiðast hratt út Talið er að ellefu manns hafi fallið í átökunum í austurhluta Úkraínu sem breiðast nú hratt út til nærliggjandi borga og bæja. 15. apríl 2014 18:51
Ellefu sagðir látnir eftir skotárás skammt frá Dónetsk Olexander Túrtsínov, forseti Úkraínu, segir að aðgerðir gegn hryðjuverkum séu hafnar. 15. apríl 2014 16:14
Útsendarar Rússlands sagðir að baki óeirðunum í Austur-Úkraínu Öryggissveitir í Úkraínu reyndu í dag að ná opinberum byggingum í þremur borgum við landamæri Rússlands af mótmælendum með misjöfnum árangri. 8. apríl 2014 23:18
Rússar sagðir ætla að innlima austurhluta Úkraínu Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, sakaði Rússland í dag um að ætla að taka Úkraínu í sundur. 7. apríl 2014 19:48
30.000 hermenn við landamæri Úkraínu Nýleg skýrsla leyniþjónusta Bandaríkjanna segir að líklegra sé en áður hefur verið talið að rússneskir hermenn muni fara inn í austur Úkraínu. 27. mars 2014 10:48
Segir Úkraínumenn tilbúna í stríð við Rússa „Okkar fólk mun grípa til vopna og vernda landið okkar.“ 18. mars 2014 09:43
Stigvaxandi átök í Úkraínu Atlantshafsbandalagið ákvað í dag að senda aukinn herafla til austur Evrópu vegna stigvaxandi átaka í Úkraínu. Vladimír Pútín rússlandsforseti segir að Úkrína rambi á barmi borgarastyrjaldar. 16. apríl 2014 19:09
Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00
Rússar vara Úkraínumenn við að beita mótmælendur hervaldi Rússnesk yfirvöld ráða Úkraínumönnum frá því að beita hervaldi gegn vopnuðum mönnum hliðhollum Rússum sem hafa stjórnarbyggingar í Dónetsk héraði í austurhluta landsins á valdi sínu. 14. apríl 2014 07:35