Innlent

Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu

Hrund Þórsdóttir skrifar
Aðskilnaðarsinnar vilja kosningu um sjálfstæði í síðasta lagi 11.maí næstkomandi.
Aðskilnaðarsinnar vilja kosningu um sjálfstæði í síðasta lagi 11.maí næstkomandi.
Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. Forsætisráðherra Úkraínu sakar rússnesk stjórnvöld um að kynda undir átökum.

Mikið herlið á vegum Rússa er nú við landamærin að austurhéruðum Úkraínu og aðskilnaðarsinnar, sem vilja að þau segi sig úr lögum við landið, fóru inn í stjórnarbyggingar í Donetsk, Lugansk og Kharkiv. Á myndbandi frá hústökumönnum í Donetsk sést ræðumaður lýsa borgina sjálfstætt lýðveldi og hyggjast hinir sjálfskipuðu leiðtogar halda atkvæðagreiðslu um sjálfstæði þann ellefta maí næstkomandi. Á myndbandinu biðla fundarmenn til Pútíns Rússlandsforseta og segja hann síðustu von barna sinna, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.


Tengdar fréttir

Vilja innlima fleiri héruð í Rússland

200 mótmælendur, hliðhollir Rússum, brutust inn í stjórnsýslubyggingu í borginni Donetsk í Austurhluta Úkraínu. Þeir krefjast þess atkvæðagreiðslu um sameiningu við Rússland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×