Enski boltinn

Messan: Furðulegur dómur á Upton Park | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Þetta er furðulegt, það er ekki hægt að segja annað,“ sagði GuðmundurBenediktsson í Messunni í gærkvöldi um jöfnunarmark West Ham gegn Liverpool á sunnudaginn sem virkaði kolólöglegt.

„Aðstoðardómarinn virðist sjá eitthvað furðulegt við þetta og gefur dómaranum merki um það,“ sagði Gummi og Bjarni Guðjónsson tók undir það.

„Það er stórfurðulegt að hann skuli veifa og svo fari dómarinn til línuvarðarins sem segir honum svo að dæma mark.“

Einnig var rædd seinni vítaspyrnan sem Liverpool fékk en úr henni tryggði StevenGerrard gestunum sigurinn.

„Nú er ég búinn að horfa á þetta svona 60 sinnum frá því í gær. Ég er kominn á þá niðurstöðu að þetta er víti sem ég myndi vilja fá en væri pirraður ef ég fengi á mig,“ sagði Gummi Ben.

Hjörvar Hafliðason og Bjarni voru ekki ánægður með tilburði Ádrian í marki West Ham en alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Liverpool aftur á toppinn

Liverpool lagði West Ham 2-1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Steven Gerrard skaut Liverpool á toppinn á ný með tveimur vítaspyrnum.

Pellegrini: Úrslitin ráðast ekki á Anfield

Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City segir úrslit ensku úrvalsdeildarinnar ekki ráðast þegar lið hans sækir Liverpool heim á Anfield Road um næstu helgi.

Rodgers: Við vorum betri

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að dómgæslan í leik liðsins gegn West Ham í dag hafi haft áhrif á bæði lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×