Pellegrini: Úrslitin ráðast ekki á Anfield Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. apríl 2014 09:00 Pellegrini telur ekki upp úr kassanum of snemma vísir/getty Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City segir úrslit ensku úrvalsdeildarinnar ekki ráðast þegar lið hans sækir Liverpool heim á Anfield Road um næstu helgi. City er stigi á eftir Liverpool og á leik til góða. Chelsea er stigi á undan Liverpool en hefur leikið leik meira og tveimur leikjum meira en City. Liverpool á eftir að fá bæði City og Chelsea í heimsókn en staðan er þannig að vinni annað hvort Liverpool eða City alla þá leiki sem liðin eiga eftir þá verður það lið meistari sama hvernig leikir Chelsea fara. Því hefur leikur Liverpool og Manchester City verið settur upp sem einskonar úrslitaleikur um næstu helgi. „Næst eigum við mikilvægan leik gegn Liverpool. Við höfum mikinn tíma til að undirbúa okkur en ég held ekki að sá leikur eigi eftir að ráða úrslitum,“ sagði Pellegrini eftir sigur City á Southampton í gær. „Eftir leikinn eigum við eftir að leika sex leiki og Liverpool fjóra.“ Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir titilinn vera í höndum Manchester City. „Ég hef beðið eftir því að vera í efsta sæti og þurfa aðeins að treysta á okkur sjálfa en sú staða hefur aldrei komið upp,“ sagði Mourinho eftir sigur Chelsea á Stoke í gær. „Við eigum eftir að mæta Liverpool og kljást um þrjú stig þar en við eigum ekki eftir að mæta Manchester City þannig að þeir hafa þetta í sínum höndum.“ Liverpool getur náð toppsætinu af Chelsea á nýjan leik þegar liðið sækir West Ham heim í dag klukkan 15:00 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City segir úrslit ensku úrvalsdeildarinnar ekki ráðast þegar lið hans sækir Liverpool heim á Anfield Road um næstu helgi. City er stigi á eftir Liverpool og á leik til góða. Chelsea er stigi á undan Liverpool en hefur leikið leik meira og tveimur leikjum meira en City. Liverpool á eftir að fá bæði City og Chelsea í heimsókn en staðan er þannig að vinni annað hvort Liverpool eða City alla þá leiki sem liðin eiga eftir þá verður það lið meistari sama hvernig leikir Chelsea fara. Því hefur leikur Liverpool og Manchester City verið settur upp sem einskonar úrslitaleikur um næstu helgi. „Næst eigum við mikilvægan leik gegn Liverpool. Við höfum mikinn tíma til að undirbúa okkur en ég held ekki að sá leikur eigi eftir að ráða úrslitum,“ sagði Pellegrini eftir sigur City á Southampton í gær. „Eftir leikinn eigum við eftir að leika sex leiki og Liverpool fjóra.“ Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir titilinn vera í höndum Manchester City. „Ég hef beðið eftir því að vera í efsta sæti og þurfa aðeins að treysta á okkur sjálfa en sú staða hefur aldrei komið upp,“ sagði Mourinho eftir sigur Chelsea á Stoke í gær. „Við eigum eftir að mæta Liverpool og kljást um þrjú stig þar en við eigum ekki eftir að mæta Manchester City þannig að þeir hafa þetta í sínum höndum.“ Liverpool getur náð toppsætinu af Chelsea á nýjan leik þegar liðið sækir West Ham heim í dag klukkan 15:00 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira