Enski boltinn

Distin: Innst inni vilja allir að bæði lið komist í Meistaradeildina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sylvain Distin vill komast í Meistaradeildina ásamt Liverpool.
Sylvain Distin vill komast í Meistaradeildina ásamt Liverpool. Vísir/Getty
Sylvain Distin, miðvörður Everton, viðurkennir að það sé skrítið að þurfa mögulega að gera Liverpool greiða í titilbaráttunni ætli Everton-menn sér að komast í Meistaradeildina.

Everton vann Arsenal, 3-0, á sunnudaginn og er í þeirri stöðu að liðið kemst í Meistaradeildina vinni það alla leikina sex sem það á eftir.

Einn af leikjunum sem eftir eru er heimaleikur á móti Manchester City en sigur í honum myndi hjálpa nágrönnunum og erkifjendunum í Liverpool gríðarlega í titilbaráttunni.

„Við höfum rætt þetta við sumt starfsfólkið og spurt það út í þessa stöðu. Það fyndna er að sumir eru tilbúnir að fórna Meistaradeildinni svo lengi sem Liverpool vinnur ekki deildina. Þetta er náttúrlega bilun,“ segir Distin sem er þó ekki á sama vagni.

„Persónulega vil ég frekar komast í Meistaradeildina. Það er ekki hægt að fórna slíku tækifæri. Það yrði frábært fyrir borgina ef bæði lið kæmust í Meistaradeildina. Innst inni held ég að stuðningsmenn beggja liða vilji það,“ segir Sylvain Distin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×