Enski boltinn

Flottustu mörkin og markvörslurnar í enska | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Liverpool-menn eru á toppnum
Liverpool-menn eru á toppnum Vísir/Getty
Eins og ávallt má sjá samantektir úr öllum leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Sjónvarpsvef Vísis.

Myndböndin birtast morgunin eftir síðasta leik hverrar umferðar og eru í birtingu í eina viku. Þar má sjá öll mörk leikjanna sem og helstu tilþrifin.

Að lokinni hverri umferð birtast svo myndbönd þar sem umferðin er gerð upp í máli og myndum. Leikmaður og lið umferðarinnar er valið, sem og bestu mörkin, bestu markvörslurnar og eftirminnilegasta augnablikið.

En fyrir þá sem vilja einfaldlega sjá allt það helsta sem gerðist í umferðinni í stuttu og skemmtilegu myndbandi er það einnig í boði. Þá er einnig farið yfir flottustu tilþrifin og skondnustu augnablikin.


Tengdar fréttir

Leicester upp í úrvalsdeildina

Leicester tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að hafa ekki spilað í B-deildinni í dag.

Liverpool aftur á toppinn

Liverpool lagði West Ham 2-1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Steven Gerrard skaut Liverpool á toppinn á ný með tveimur vítaspyrnum.

Chelsea skaust á toppinn

Chelsea fær að sitja á toppi ensku deildarinnar í nótt, að minnsta kosti.

Hughton rekinn frá Norwich

Norwich hefur ákveðið að reka knattspyrnustjórann Chris Hughton eftir 1-0 tap liðsins gegn West Brom í gær. Neil Adams, unglingaliðsþjálfari hjá félaginu, tekur við starfinu.

City stóð við sitt

Manchester City er komið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er nú bara einu stigi á eftir toppliði Liverpool.

Pellegrini: Úrslitin ráðast ekki á Anfield

Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City segir úrslit ensku úrvalsdeildarinnar ekki ráðast þegar lið hans sækir Liverpool heim á Anfield Road um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×