Enski boltinn

Rodgers: Við vorum betri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool.
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að dómgæslan í leik liðsins gegn West Ham í dag hafi haft áhrif á bæði lið.

Liverpool vann leikinn, 2-1, en Steven Gerrard skoraði bæði mörk liðsins úr vítaspyrnum. Síðari vítaspyrnudómurinn þótti umdeildur en Liverpool-menn vildu meina að brotið hefði verið á Simon Mignolet, markverði liðsins, í aðdraganda marks West Ham.

„Fyrri vítaspyrnudómurinn var óumdeildur. Dómarinn mun svo átta sig á því að hann hafði rangt við í markinu þeirra,“ sagði Rodgers.

„Síðari dómurinn var líka réttur. Jon Flanagan náði að snerta boltann á undan markverðinum sem tók hann svo niður.“

„Dómarinn tók slæmar ákvarðanir í leiknum sem bitnaði á báðum liðum. En við vorum án nokkurs vafa sterkari aðilinn í leiknum.“

Rodgers sagði að völlurinn hafi verið afar þurr og að það hafi gert hans mönnum erfitt fyrir. „Völlurinn var ekki vökvaður en það var ákvörðun heimaliðsins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×