Enski boltinn

Liverpool aftur á toppinn

Liverpool lagði West Ham 2-1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Steven Gerrard skaut Liverpool á toppinn á ný úr tveimur vítaspyrnum.

Liverpool var sterkari aðilinn í leiknum en West Ham gerði Liverpool mjög erfitt fyrir í leiknum.

Steven Gerrard kom Liverpool yfir á 44. mínútu eftir að James Tomkins handlék boltann inni í teig í baráttu við Luis Suarez.

West Ham jafnaði metin eftir hornspyrnu á annarri mínútu uppbótartíma þegar Guy Demel skoraði af stuttu færi. Vægast sagt umdeilt mark sem fékk að standa og staðan í hálfleik 1-1.

Anthony Taylor dómari þurfti aftur að taka erfiða ákvörðun þegar John Flanagan fór niður eftir viðskipti við Adián í teignum og Taylor dæmdi víti sem ekki allir eru á eitt sáttir með.

Gerrard var aftur öruggur af vítapunktinum og tryggði Liverpool sigurinn þegar 19 mínútur voru til leiksloka.

Mikilvæg þrjú stig hjá Liverpool sem er aftur komið á toppinn en Liverpool fékk færi til að gera út um leikinn sem ekki nýttust og því voru taugarnar þandar allt þar til flautað var til leiksloka.

West Ham er í 11. sæti með 37 stig þegar liðið á fimm leiki eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×