Erlent

Síðustu myndirnar af Pistoriusi og Steenkamp

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
CNN birtir myndirnar í dag, ári eftir að Steenkamp var skotin til bana.
CNN birtir myndirnar í dag, ári eftir að Steenkamp var skotin til bana. vísir/cnn
Fréttastofa CNN birtir í dag ljósmyndir af suðurafríska spretthlauparanum Oscari Pistorius ásamt kærustu hans, Reevu Steenkamp, sem lést af völdum skotsára á heimili spretthlauparans 14. febrúar í fyrra, eða fyrir nákvæmlega ári síðan. Myndirnar eru með þeim síðustu sem til eru af parinu og segir fréttastofan að myndirnar komi frá aðila nátengdum Pistoriusi.

Ekki er hægt að sjá annað en parið sé hamingjusamt á myndunum en Pistorius hefur verið formlega ákærður fyrir að myrða Steenkamp og hefjast réttarhöld yfir honum í næsta mánuði. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann sakfelldur, en hann hefur haldið fram sakleysi sínu frá upphafi. Hann segist hafa skotið Steenkamp þar sem hann hafi haldið að hún væri innbrotsþjófur.

Myndirnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys?

Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag.

„Ég varð að vernda Reevu“

Suður-Afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius mætti fyrir dómara í dag, en hann er grunaður um að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steencamp.

"Við erum auðvitað í rusli yfir þessu öllu"

Íslenskir vinir íþróttahetjunnar Oscars Pistorius eru harmi slegnir eftir voðaverkið á miðvikudagsnótt. Honum er lýst sem ljúfum og góðum dreng sem hafi reynst fjölskyldunni vel. Pistorius hágrét þegar saksóknari las honum ákæru fyrir morð.

Ebba Guðný segir að Oscar sé bugaður af sorg

Oscar Pistorius spretthlaupari er bugaður af sorg, segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir bókaútgefandi og heilsukokkur. Oscar er mikill vinur Ebbu Guðnýjar og fjölskyldu hennar. Oscar var á dögunum handtekinn, grunaður um morð á unnustu sinni. Ebba segir í samtali við Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins, að hann hafi sent fjölskyldunni einstaka skilaboð frá því að hann var handtekinn og þau sent skilaboð á móti.

Hver er Oscar Pistorius?

Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður?

Segir Pistorius vera á barmi sjálfsmorðs

Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius, sem sakaður er um að hafa myrt kærustu sína með köldu blóði í síðasta mánuði, er á barmi sjálfsmorðs. Þetta segir góðvinur Pistorius, Mike Azzie, í nýrri heimildarmynd breska ríkisútvarpsins um hlauparann.

Pistorius hágrét í réttarsal

Spretthlauparinn Oscar Pistorius grét í réttarsal í morgun þegar hann var formlega ákærður fyrir morðið á kærustu sinni á heimili þeirra í gærmorgun.

Pistorius formlega ákærður

Frjálsíþróttamaðurinn Oscar Pistorius hefur verið formlega ákærður fyrir að hafa myrt kærustu sína á heimili þeirra í Suður-Afríku.

Blóðug krikketkylfa á heimili Pistoriusar

Lögreglan í Suður Afríku fann blóðuga krikketkylfu á heimili hlauparans Oscars Pistoriusar. Pistorius hefur verið í haldi lögreglu frá því á fimmtudag, grunaður um að hafa skotið 29 ára gamla unnustu sína, Reevu Steenkamp, til bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×