Ebba Guðný segir að Oscar sé bugaður af sorg Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. mars 2013 10:52 Ebba Guðný Guðmundsdóttir og fjölskylda hennar eru miklir vinir Oscars Pistorius. Mynd/ Valli. Oscar Pistorius spretthlaupari er bugaður af sorg, segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir bókaútgefandi og heilsukokkur. Oscar er mikill vinur Ebbu Guðnýjar og fjölskyldu hennar. Oscar var á dögunum handtekinn, grunaður um morð á unnustu sinni. Ebba segir í samtali við Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins, að hann hafi sent fjölskyldunni einstaka skilaboð frá því að hann var handtekinn og þau sent skilaboð á móti. „Við höfum fengið einstaka skilaboð frá honum sem ég veit að hann hefur sent okkur af því hann veit að okkur þykir vænt um hann og höfum áhyggjur af honum. Við sendum honum reglulega styrkjandi skilaboð. Það er skemmst frá því að segja að hann er bugaður af sorg og syrgir Reevu mjög. Þegar hann skrifar þakkar hann okkur fyrir að biðja fyrir fjölskyldu Reevu og fjölskyldu sinni og fyrir stuðninginn og segir hann skipta sig miklu og hjálpa sér að komast í gegnum þessa martröð. Það sem hjálpar honum mest núna, held ég, er að hann er trúaður mjög, Suður-Afríku menn eru það jafn- an og ég veit að hann heldur sig nálægt Guði með bænum sínum og finnur þar skjól," segir Ebba Guðný. Ebba Guðný segir að Oscar sé góðviljaður maður og vilji láta gott af sér leiða. „Þrátt fyrir frægð og frama og þétta dagskrá hefur hann alltaf gefið sér tíma fyrir fólk, sérstaklega þá sem eiga um sárt að binda. Hann er hugrakkur, skemmtilegur, hlýr og réttsýnn. Það er ekkert illt í honum. Ég bið að með tímanum læri hann að fyrirgefa sér. Það er ekki vafi í mínum huga að þetta var slys" segir hún. Ebba Guðný segir að þeegar hún og Haddi, maðurinn hennar, lásu fréttina hafi viðbrögð þeirra verið svo ýkt að börn þeirra tvö, Hanna og Hafliði, hafi strax séð að eitthvað hræðilegt hafði gerst. „Ég sagði þeim þess vegna hvað var, að Oscar hefði drepið kærustu sína um nóttina, haldið að hún væri þjófur. Við höfum búið í Suður-Afríku og þekkjum aðstæðurnar, þau tvö vissu aðeins um glæpina þó við reyndum ávallt að halda slíkum sögum frá þeim, þar sem við bjuggum á öruggara svæði en Oscar. Fyrir þeim var þetta afgreitt af því að þetta var óvart. Þau hvorki dæma né dvelja við þetta og skilja heldur ekki vel afleiðingarnar, sem er ágætt. Hvað varðar Hafliða, þá hefur hann aldrei ætlað að verða Oscar eða eins og Oscar. Oscar gaf honum og okkur miklu dýrmætari gjöf en það. Hann sýndi Hafliða að hann er ekki einn og að hann eigi ávallt að vera ánægður með sig. Það er svalt að hafa engar fætur, svalt að vera öðruvísi og þetta skiptir í raun engu máli. Maður getur gert það sem maður vill þó maður sé fótalaus. Það dýrmætasta sem maður á er í hjartanu. Hafliði skiptir um skoðun vikulega varðandi hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór," segir Ebba Guðný. Vðtal Kolbrúnar Pálínu Helgadóttur við Ebbu Guðnýju má lesa í heild í Lífinu. Oscar Pistorius Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
Oscar Pistorius spretthlaupari er bugaður af sorg, segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir bókaútgefandi og heilsukokkur. Oscar er mikill vinur Ebbu Guðnýjar og fjölskyldu hennar. Oscar var á dögunum handtekinn, grunaður um morð á unnustu sinni. Ebba segir í samtali við Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins, að hann hafi sent fjölskyldunni einstaka skilaboð frá því að hann var handtekinn og þau sent skilaboð á móti. „Við höfum fengið einstaka skilaboð frá honum sem ég veit að hann hefur sent okkur af því hann veit að okkur þykir vænt um hann og höfum áhyggjur af honum. Við sendum honum reglulega styrkjandi skilaboð. Það er skemmst frá því að segja að hann er bugaður af sorg og syrgir Reevu mjög. Þegar hann skrifar þakkar hann okkur fyrir að biðja fyrir fjölskyldu Reevu og fjölskyldu sinni og fyrir stuðninginn og segir hann skipta sig miklu og hjálpa sér að komast í gegnum þessa martröð. Það sem hjálpar honum mest núna, held ég, er að hann er trúaður mjög, Suður-Afríku menn eru það jafn- an og ég veit að hann heldur sig nálægt Guði með bænum sínum og finnur þar skjól," segir Ebba Guðný. Ebba Guðný segir að Oscar sé góðviljaður maður og vilji láta gott af sér leiða. „Þrátt fyrir frægð og frama og þétta dagskrá hefur hann alltaf gefið sér tíma fyrir fólk, sérstaklega þá sem eiga um sárt að binda. Hann er hugrakkur, skemmtilegur, hlýr og réttsýnn. Það er ekkert illt í honum. Ég bið að með tímanum læri hann að fyrirgefa sér. Það er ekki vafi í mínum huga að þetta var slys" segir hún. Ebba Guðný segir að þeegar hún og Haddi, maðurinn hennar, lásu fréttina hafi viðbrögð þeirra verið svo ýkt að börn þeirra tvö, Hanna og Hafliði, hafi strax séð að eitthvað hræðilegt hafði gerst. „Ég sagði þeim þess vegna hvað var, að Oscar hefði drepið kærustu sína um nóttina, haldið að hún væri þjófur. Við höfum búið í Suður-Afríku og þekkjum aðstæðurnar, þau tvö vissu aðeins um glæpina þó við reyndum ávallt að halda slíkum sögum frá þeim, þar sem við bjuggum á öruggara svæði en Oscar. Fyrir þeim var þetta afgreitt af því að þetta var óvart. Þau hvorki dæma né dvelja við þetta og skilja heldur ekki vel afleiðingarnar, sem er ágætt. Hvað varðar Hafliða, þá hefur hann aldrei ætlað að verða Oscar eða eins og Oscar. Oscar gaf honum og okkur miklu dýrmætari gjöf en það. Hann sýndi Hafliða að hann er ekki einn og að hann eigi ávallt að vera ánægður með sig. Það er svalt að hafa engar fætur, svalt að vera öðruvísi og þetta skiptir í raun engu máli. Maður getur gert það sem maður vill þó maður sé fótalaus. Það dýrmætasta sem maður á er í hjartanu. Hafliði skiptir um skoðun vikulega varðandi hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór," segir Ebba Guðný. Vðtal Kolbrúnar Pálínu Helgadóttur við Ebbu Guðnýju má lesa í heild í Lífinu.
Oscar Pistorius Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira