Erlent

Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana

Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt.

Í fjölmiðlum í Suður Afríku kemur fram að sennilega hafi Oscar skotið kærustuna fyrir mistök og að hann hafi haldið að hún væri innbrotsþjófur. Tvö skot munu hafa hæft kærustuna sem lést samstundis.

Oscar er einn af þekktustu íþróttamönnum í Suður Afríku en hann var fyrsti spretthlauparinn í sögunni til að taka þátt í hlaupi á Ólympíuleikum þótt hann hafi misst báða fætur sína. Þetta var í 4x400 boðhlaupinu á Ólympíuleikunum í London síðasta sumar.

Hann tekur þátt í spretthlaupum á gervifótum sem stoðtækjaframleiðandinn Össur smíðar fyrir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×