"Við erum auðvitað í rusli yfir þessu öllu" 16. febrúar 2013 14:28 MYND/AFP Íslenskir vinir íþróttahetjunnar Oscars Pistorius eru harmi slegnir eftir voðaverkið á miðvikudagsnótt. Honum er lýst sem ljúfum og góðum dreng sem hafi reynst fjölskyldunni vel. Pistorius hágrét þegar saksóknari las honum ákæru fyrir morð. „Við erum auðvitað í rusli yfir þessu öllu. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér neitt þessu líkt. Þetta er rosalega sorglegt," segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir, vinkona suður-afríska Ólympíuhlauparans Oscars Pistorius. „Okkar kynni af Oscari eru þau að hann er einstaklega ljúfur og góður drengur og það má ekki gleymast. Hann reyndist okkur ótrúlega vel, jafnvel til að byrja með þegar hann þekkti okkur ekki neitt. Hann gaf okkur alltaf tíma, sýndi okkur hlýju, kærleik og mikla vináttu." Ebba hefur þekkt Pistorius síðan hún var ólétt af syni sínum, sem nú er átta ára gamall. Hann fæddist með sama fæðingargalla og íþróttahetjan, fótalaus fyrir neðan hné. Ebba komst þá í kynni við Pistorius og hefur þeim verið afar vel til vina síðan. Íslenska fjölskyldan fluttist meðal annars til Suður-Afríku, þar sem hún eyddi miklum tíma með íþróttahetjunni. Ebba segir fregnir af skotárás á heimili Pistorius hafa komið öllum í opna skjöldu. Hún hefur ekki rætt við fjölskyldu hans, sem hún þekkir einnig. "Það næst ekki í neinn. Það er auðvitað ekkert grín þegar svona ákæra er lögð fram. Það er allt í uppnámi," segir hún. Ebba hefur aldrei hitt kærustu hlauparans, hina 29 ára gömlu Reevu Steen Kamp, sem hann skaut til bana aðfaranótt 14. febrúar. Þau höfðu verið saman í nokkra mánuði. Pistorius brotnaði niður í réttarsal í Pretoríu í gær þegar saksóknarinn las upp ákæru á hendur honum fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hlauparinn hágrét og neitaði alfarið að hafa myrt kærustu sína. Saksóknari heldur því fram að Pistorius hafi ekki aðeins myrt Steenkamp, heldur hafi hann verið búinn að skipuleggja það fyrir fram. Sjálfur heldur hann því fram að hann hafi ruglast á kærustu sinni og innbrotsþjófi. Steenkamp fannst látin á heimili hlauparans í Pretoríu með fjögur skotsár á líkamanum. Lögreglan hefur áður verið kölluð að húsinu vegna gruns um heimilisofbeldi. Pistorius er 26 ára gamall og hefur löngum verið eitt helsta andlit íslenska stoðtækjaframleiðandans Össurar. Ekki náðist í talsmenn fyrirtækisins í gærkvöld en í yfirlýsingu sem send var út daginn eftir skotárásina sagði að hugurinn væri hjá aðstandendum Steenkamp og allra sem málið varðaði. Þá væri beðið eftir niðurstöðum lögreglu í málinu. sunna@frettabladid.is Oscar Pistorius Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Íslenskir vinir íþróttahetjunnar Oscars Pistorius eru harmi slegnir eftir voðaverkið á miðvikudagsnótt. Honum er lýst sem ljúfum og góðum dreng sem hafi reynst fjölskyldunni vel. Pistorius hágrét þegar saksóknari las honum ákæru fyrir morð. „Við erum auðvitað í rusli yfir þessu öllu. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér neitt þessu líkt. Þetta er rosalega sorglegt," segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir, vinkona suður-afríska Ólympíuhlauparans Oscars Pistorius. „Okkar kynni af Oscari eru þau að hann er einstaklega ljúfur og góður drengur og það má ekki gleymast. Hann reyndist okkur ótrúlega vel, jafnvel til að byrja með þegar hann þekkti okkur ekki neitt. Hann gaf okkur alltaf tíma, sýndi okkur hlýju, kærleik og mikla vináttu." Ebba hefur þekkt Pistorius síðan hún var ólétt af syni sínum, sem nú er átta ára gamall. Hann fæddist með sama fæðingargalla og íþróttahetjan, fótalaus fyrir neðan hné. Ebba komst þá í kynni við Pistorius og hefur þeim verið afar vel til vina síðan. Íslenska fjölskyldan fluttist meðal annars til Suður-Afríku, þar sem hún eyddi miklum tíma með íþróttahetjunni. Ebba segir fregnir af skotárás á heimili Pistorius hafa komið öllum í opna skjöldu. Hún hefur ekki rætt við fjölskyldu hans, sem hún þekkir einnig. "Það næst ekki í neinn. Það er auðvitað ekkert grín þegar svona ákæra er lögð fram. Það er allt í uppnámi," segir hún. Ebba hefur aldrei hitt kærustu hlauparans, hina 29 ára gömlu Reevu Steen Kamp, sem hann skaut til bana aðfaranótt 14. febrúar. Þau höfðu verið saman í nokkra mánuði. Pistorius brotnaði niður í réttarsal í Pretoríu í gær þegar saksóknarinn las upp ákæru á hendur honum fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hlauparinn hágrét og neitaði alfarið að hafa myrt kærustu sína. Saksóknari heldur því fram að Pistorius hafi ekki aðeins myrt Steenkamp, heldur hafi hann verið búinn að skipuleggja það fyrir fram. Sjálfur heldur hann því fram að hann hafi ruglast á kærustu sinni og innbrotsþjófi. Steenkamp fannst látin á heimili hlauparans í Pretoríu með fjögur skotsár á líkamanum. Lögreglan hefur áður verið kölluð að húsinu vegna gruns um heimilisofbeldi. Pistorius er 26 ára gamall og hefur löngum verið eitt helsta andlit íslenska stoðtækjaframleiðandans Össurar. Ekki náðist í talsmenn fyrirtækisins í gærkvöld en í yfirlýsingu sem send var út daginn eftir skotárásina sagði að hugurinn væri hjá aðstandendum Steenkamp og allra sem málið varðaði. Þá væri beðið eftir niðurstöðum lögreglu í málinu. sunna@frettabladid.is
Oscar Pistorius Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira