Gylfi hefur búið til sjö af tíu mörkum Swansea í sigurleikjum tímabilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2014 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson komst ekki aðeins heill í gegnum leik Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær heldur var stórkostlegt mark íslenska landsliðsmannsins upphafið að endurkomu velska liðsins sem hefur nú unnið bæði Manchester United og Arsenal á tímabilinu. Í báðum leikjum var þar snilli íslenska landsliðsmannsins sem breytti öllu fyrir Swansea-liðið sem vann Arsenal 2-1 í gær. Gylfi hefur nú komið með beinum hætti að 9 af 15 mörkum Swansea í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu eða 60 prósent marka liðsins. Gylfi skoraði sitt annað mark í gær en hefur einnig gefið sjö stoðsendingar. Hann hefur átt þátt í marki í öllum fimm sigurleikjum liðsins þar sem hann hefur verið maðurinn á bak við sjö af tíu mörkum velska liðsins.Frábært að skora „Við gáfum allt til að ná sigrinum í lokin. Við höfðum smá heppni með okkur og náðum að landa sigrinum,“ sagði Gylfi í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Það var sérstakt að skora í þessum leik af því að við komum til baka eftir að hafa lent 1-0 undir. Þetta var frábær leikur og það var frábært að skora. Þetta snýst samt um að vinna leikina og það tókst í kvöld,“ sagði Gylfi. „Þetta snýst allt um að hafa trú. Við tölum um það að hafa þessa trú fyrir leikinn, um hversu góðir við höfum verið og hversu góðir við getum orðið. Við sýndum karakter í þessum leik,“ sagði knattspyrnustjórinn Garry Monk og hann var ánægður með Gylfa. „Gylfi Sigurðsson hefur verið svekktur með að hafa ekki fengið mörg tækifæri til að skora svona mörk. Hann fékk það í dag og skoraði frábært mark sem kom okkur í gang í leiknum,“ sagði Monk og bætti við: „Við unnum Manchester United á fyrsta degi og við vorum að vinna Arsenal. Við erum að leggja mikla vinnu í að bæta okkur á æfingasvæðinu og það er gaman að sjá það skila sér,“ sagði Monk.Ofar en United og Liverpool Swansea-liðið verður því í fimmta sæti deildarinnar í landsleikjahléinu með stigi meira en Arsenal, tveimur stigum meira en Manchester United og fjórum stigum meira en Liverpool. Það er morgunljóst að stigin væru ekki átján ef Monk hefði ekki keypt Gylfa. Frammistaða Gylfa í gær eru frábærar fréttir fyrir íslenska landsliðið sem mætir Tékklandi um næstu helgi í uppgjöri tveggja efstu liðanna í A-riðli undankeppni Evrópumótsins 2016. Það mikilvægasta við gærdaginn var að Gylfi slapp ómeiddur í gegnum leikinn og það er ekki að sjá annað en að Gylfi komi heill og sjóðandi heitur til móts við íslenska landsliðið í vikunni. Mark Gylfa gegn Arsenal má sjá í spilaranum hér að ofan.Sigurleikir Swansea í vetur:2-1 sigur á Manchester United Gylfi með mark og stoðsendingu1-0 sigur á Burnley Gylfi með stoðsendingu3-0 sigur á West Bromwich Albion Gylfi með tvær stoðsendingar2-0 sigur á Leicester City Gylfi með stoðsendingu2-1 sigur á Arsenal Gylfi með mark beint úr aukaspyrnu* Gylfi lagði einnig upp tvö mörk í 2-2 jafntefli við Newcastle. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi: Sérstakt að skora í dag | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann var að vonum hæstánægður eftir leikinn. 9. nóvember 2014 18:39 Sjáið Gylfa skora stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu á móti Arsenal Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. 9. nóvember 2014 17:45 Gylfi valinn í lið umferðarinnar hjá BBC Gylfi Þór Sigurðsson var einn af aðalmönnunum á bak við sigur Swansea City á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði meðal annars stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri. 9. nóvember 2014 21:48 Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar. 9. nóvember 2014 00:01 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson komst ekki aðeins heill í gegnum leik Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær heldur var stórkostlegt mark íslenska landsliðsmannsins upphafið að endurkomu velska liðsins sem hefur nú unnið bæði Manchester United og Arsenal á tímabilinu. Í báðum leikjum var þar snilli íslenska landsliðsmannsins sem breytti öllu fyrir Swansea-liðið sem vann Arsenal 2-1 í gær. Gylfi hefur nú komið með beinum hætti að 9 af 15 mörkum Swansea í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu eða 60 prósent marka liðsins. Gylfi skoraði sitt annað mark í gær en hefur einnig gefið sjö stoðsendingar. Hann hefur átt þátt í marki í öllum fimm sigurleikjum liðsins þar sem hann hefur verið maðurinn á bak við sjö af tíu mörkum velska liðsins.Frábært að skora „Við gáfum allt til að ná sigrinum í lokin. Við höfðum smá heppni með okkur og náðum að landa sigrinum,“ sagði Gylfi í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Það var sérstakt að skora í þessum leik af því að við komum til baka eftir að hafa lent 1-0 undir. Þetta var frábær leikur og það var frábært að skora. Þetta snýst samt um að vinna leikina og það tókst í kvöld,“ sagði Gylfi. „Þetta snýst allt um að hafa trú. Við tölum um það að hafa þessa trú fyrir leikinn, um hversu góðir við höfum verið og hversu góðir við getum orðið. Við sýndum karakter í þessum leik,“ sagði knattspyrnustjórinn Garry Monk og hann var ánægður með Gylfa. „Gylfi Sigurðsson hefur verið svekktur með að hafa ekki fengið mörg tækifæri til að skora svona mörk. Hann fékk það í dag og skoraði frábært mark sem kom okkur í gang í leiknum,“ sagði Monk og bætti við: „Við unnum Manchester United á fyrsta degi og við vorum að vinna Arsenal. Við erum að leggja mikla vinnu í að bæta okkur á æfingasvæðinu og það er gaman að sjá það skila sér,“ sagði Monk.Ofar en United og Liverpool Swansea-liðið verður því í fimmta sæti deildarinnar í landsleikjahléinu með stigi meira en Arsenal, tveimur stigum meira en Manchester United og fjórum stigum meira en Liverpool. Það er morgunljóst að stigin væru ekki átján ef Monk hefði ekki keypt Gylfa. Frammistaða Gylfa í gær eru frábærar fréttir fyrir íslenska landsliðið sem mætir Tékklandi um næstu helgi í uppgjöri tveggja efstu liðanna í A-riðli undankeppni Evrópumótsins 2016. Það mikilvægasta við gærdaginn var að Gylfi slapp ómeiddur í gegnum leikinn og það er ekki að sjá annað en að Gylfi komi heill og sjóðandi heitur til móts við íslenska landsliðið í vikunni. Mark Gylfa gegn Arsenal má sjá í spilaranum hér að ofan.Sigurleikir Swansea í vetur:2-1 sigur á Manchester United Gylfi með mark og stoðsendingu1-0 sigur á Burnley Gylfi með stoðsendingu3-0 sigur á West Bromwich Albion Gylfi með tvær stoðsendingar2-0 sigur á Leicester City Gylfi með stoðsendingu2-1 sigur á Arsenal Gylfi með mark beint úr aukaspyrnu* Gylfi lagði einnig upp tvö mörk í 2-2 jafntefli við Newcastle.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi: Sérstakt að skora í dag | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann var að vonum hæstánægður eftir leikinn. 9. nóvember 2014 18:39 Sjáið Gylfa skora stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu á móti Arsenal Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. 9. nóvember 2014 17:45 Gylfi valinn í lið umferðarinnar hjá BBC Gylfi Þór Sigurðsson var einn af aðalmönnunum á bak við sigur Swansea City á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði meðal annars stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri. 9. nóvember 2014 21:48 Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar. 9. nóvember 2014 00:01 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Gylfi: Sérstakt að skora í dag | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann var að vonum hæstánægður eftir leikinn. 9. nóvember 2014 18:39
Sjáið Gylfa skora stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu á móti Arsenal Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. 9. nóvember 2014 17:45
Gylfi valinn í lið umferðarinnar hjá BBC Gylfi Þór Sigurðsson var einn af aðalmönnunum á bak við sigur Swansea City á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði meðal annars stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri. 9. nóvember 2014 21:48
Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar. 9. nóvember 2014 00:01