Enski boltinn

Sjáið Gylfa skora stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu á móti Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér marki sínu.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér marki sínu. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Arsenal var 1-0 yfir í leiknum þegar Swansea fékk aukaspyrnu um 25 metra frá marki. Gylfi tók að sjálfsögðu spyrnuna og skoraði með frábæru skoti upp í bláhornið.  Skömmu síðar skoraði Swansea síðan sigurmarkið í leiknum en Gylfi átti þátt í uppbyggingu sóknarinnar.

Wojciech Szczęsny átti ekki möguleika á því að verja skot Gylfa og Swansea var aftur komið inn í leikinn. Skömmu síðar kom Bafétimbi Gomis Swansea-liðinu í 2-1.

Þetta var annað mark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hann skoraði einnig sigurmarkið á móti Manchester United í fyrstu umferðinni.

Gylfi jafnar leikinn með marki beint úr aukaspyrnu 1-0 fyrir Arsenal 2-1 fyrir Swansea

Tengdar fréttir

Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×