Enski boltinn

Gylfi: Sérstakt að skora í dag | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann var að vonum sáttur með lífið og tilveruna eftir leikinn.

„Við gáfum allt í þetta undir lokin. Þetta var smá heppni en okkur tókst að landa sigrinum,“ sagði íslenski landsliðsmaðurinn í viðtali eftir leikinn.

„Það var sérstakt að skora í dag því við komum til baka eftir að hafa lent 1-0 undir. Þetta var stórkostlegur leikur. Það var frábært að skora, en þetta snýst um að vinna leikina,“ sagði Gylfi ennfremur en hann er með báða fæturna á jörðinni þrátt fyrir sigurinn.

„Tímabilið er langt. Við förum í alla leiki til að fá stig, eitt eða fleiri, og svo sjáum við hverju það skilar okkar.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan, en þar er einnig rætt við Ashley Williams, fyrirliða Swansea. Mark Gylfa má svo sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×