Enski boltinn

Gylfi valinn í lið umferðarinnar hjá BBC

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér markinu sínu í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér markinu sínu í dag. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson var einn af aðalmönnunum á bak við sigur Swansea City á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði meðal annars stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri.

Gylfi var í liði umferðarinnar hjá BBC ásamt félaga sínum Jefferson Montero en Montero lagði upp sigurmark Swansea sem Bafétimbi Gomis skoraði.

BBC segir frá því að Gylfi hafi komið að níu mörkum Swansea í fyrstu 11 umferðunum og skellir smá salti í sárið með því að benda Tottenham-mönnum á það að liðið gæti alveg notað íslenska landsliðsmanninn í dag.

BBC segir að Gylfi hafi stjórnað leiknum á móti Arsenal og að aukaspyrnumarkið hans hafi verið í heimsklassa.



Lið umferðarinnar hjá BBC:

Markvörður:

Brad Guzan (Aston Villa)

Varnarmenn:

Daryl Janmaat (Newcastle)

Ron Vlaar (Aston Villa)

Fabricio Coloccini (Newcastle)

Ryan Bertrand (Southampton)

Miðjumenn:

Gylfi Sigurðsson (Swansea)

Alexis Sanchez (Arsenal)

Jefferson Montero (Swansea)

Sóknarmenn:

Charlie Austin (QPR)

Shane Long (Southampton)

Sergio Aguero (Manchester City)

Gylfi jafnar leikinn með marki beint úr aukaspyrnu

Tengdar fréttir

Gylfi: Sérstakt að skora í dag | Myndband

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann var að vonum hæstánægður eftir leikinn.

Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×