Gylfi hefur búið til sjö af tíu mörkum Swansea í sigurleikjum tímabilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2014 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson komst ekki aðeins heill í gegnum leik Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær heldur var stórkostlegt mark íslenska landsliðsmannsins upphafið að endurkomu velska liðsins sem hefur nú unnið bæði Manchester United og Arsenal á tímabilinu. Í báðum leikjum var þar snilli íslenska landsliðsmannsins sem breytti öllu fyrir Swansea-liðið sem vann Arsenal 2-1 í gær. Gylfi hefur nú komið með beinum hætti að 9 af 15 mörkum Swansea í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu eða 60 prósent marka liðsins. Gylfi skoraði sitt annað mark í gær en hefur einnig gefið sjö stoðsendingar. Hann hefur átt þátt í marki í öllum fimm sigurleikjum liðsins þar sem hann hefur verið maðurinn á bak við sjö af tíu mörkum velska liðsins.Frábært að skora „Við gáfum allt til að ná sigrinum í lokin. Við höfðum smá heppni með okkur og náðum að landa sigrinum,“ sagði Gylfi í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Það var sérstakt að skora í þessum leik af því að við komum til baka eftir að hafa lent 1-0 undir. Þetta var frábær leikur og það var frábært að skora. Þetta snýst samt um að vinna leikina og það tókst í kvöld,“ sagði Gylfi. „Þetta snýst allt um að hafa trú. Við tölum um það að hafa þessa trú fyrir leikinn, um hversu góðir við höfum verið og hversu góðir við getum orðið. Við sýndum karakter í þessum leik,“ sagði knattspyrnustjórinn Garry Monk og hann var ánægður með Gylfa. „Gylfi Sigurðsson hefur verið svekktur með að hafa ekki fengið mörg tækifæri til að skora svona mörk. Hann fékk það í dag og skoraði frábært mark sem kom okkur í gang í leiknum,“ sagði Monk og bætti við: „Við unnum Manchester United á fyrsta degi og við vorum að vinna Arsenal. Við erum að leggja mikla vinnu í að bæta okkur á æfingasvæðinu og það er gaman að sjá það skila sér,“ sagði Monk.Ofar en United og Liverpool Swansea-liðið verður því í fimmta sæti deildarinnar í landsleikjahléinu með stigi meira en Arsenal, tveimur stigum meira en Manchester United og fjórum stigum meira en Liverpool. Það er morgunljóst að stigin væru ekki átján ef Monk hefði ekki keypt Gylfa. Frammistaða Gylfa í gær eru frábærar fréttir fyrir íslenska landsliðið sem mætir Tékklandi um næstu helgi í uppgjöri tveggja efstu liðanna í A-riðli undankeppni Evrópumótsins 2016. Það mikilvægasta við gærdaginn var að Gylfi slapp ómeiddur í gegnum leikinn og það er ekki að sjá annað en að Gylfi komi heill og sjóðandi heitur til móts við íslenska landsliðið í vikunni. Mark Gylfa gegn Arsenal má sjá í spilaranum hér að ofan.Sigurleikir Swansea í vetur:2-1 sigur á Manchester United Gylfi með mark og stoðsendingu1-0 sigur á Burnley Gylfi með stoðsendingu3-0 sigur á West Bromwich Albion Gylfi með tvær stoðsendingar2-0 sigur á Leicester City Gylfi með stoðsendingu2-1 sigur á Arsenal Gylfi með mark beint úr aukaspyrnu* Gylfi lagði einnig upp tvö mörk í 2-2 jafntefli við Newcastle. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi: Sérstakt að skora í dag | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann var að vonum hæstánægður eftir leikinn. 9. nóvember 2014 18:39 Sjáið Gylfa skora stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu á móti Arsenal Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. 9. nóvember 2014 17:45 Gylfi valinn í lið umferðarinnar hjá BBC Gylfi Þór Sigurðsson var einn af aðalmönnunum á bak við sigur Swansea City á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði meðal annars stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri. 9. nóvember 2014 21:48 Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar. 9. nóvember 2014 00:01 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson komst ekki aðeins heill í gegnum leik Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær heldur var stórkostlegt mark íslenska landsliðsmannsins upphafið að endurkomu velska liðsins sem hefur nú unnið bæði Manchester United og Arsenal á tímabilinu. Í báðum leikjum var þar snilli íslenska landsliðsmannsins sem breytti öllu fyrir Swansea-liðið sem vann Arsenal 2-1 í gær. Gylfi hefur nú komið með beinum hætti að 9 af 15 mörkum Swansea í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu eða 60 prósent marka liðsins. Gylfi skoraði sitt annað mark í gær en hefur einnig gefið sjö stoðsendingar. Hann hefur átt þátt í marki í öllum fimm sigurleikjum liðsins þar sem hann hefur verið maðurinn á bak við sjö af tíu mörkum velska liðsins.Frábært að skora „Við gáfum allt til að ná sigrinum í lokin. Við höfðum smá heppni með okkur og náðum að landa sigrinum,“ sagði Gylfi í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Það var sérstakt að skora í þessum leik af því að við komum til baka eftir að hafa lent 1-0 undir. Þetta var frábær leikur og það var frábært að skora. Þetta snýst samt um að vinna leikina og það tókst í kvöld,“ sagði Gylfi. „Þetta snýst allt um að hafa trú. Við tölum um það að hafa þessa trú fyrir leikinn, um hversu góðir við höfum verið og hversu góðir við getum orðið. Við sýndum karakter í þessum leik,“ sagði knattspyrnustjórinn Garry Monk og hann var ánægður með Gylfa. „Gylfi Sigurðsson hefur verið svekktur með að hafa ekki fengið mörg tækifæri til að skora svona mörk. Hann fékk það í dag og skoraði frábært mark sem kom okkur í gang í leiknum,“ sagði Monk og bætti við: „Við unnum Manchester United á fyrsta degi og við vorum að vinna Arsenal. Við erum að leggja mikla vinnu í að bæta okkur á æfingasvæðinu og það er gaman að sjá það skila sér,“ sagði Monk.Ofar en United og Liverpool Swansea-liðið verður því í fimmta sæti deildarinnar í landsleikjahléinu með stigi meira en Arsenal, tveimur stigum meira en Manchester United og fjórum stigum meira en Liverpool. Það er morgunljóst að stigin væru ekki átján ef Monk hefði ekki keypt Gylfa. Frammistaða Gylfa í gær eru frábærar fréttir fyrir íslenska landsliðið sem mætir Tékklandi um næstu helgi í uppgjöri tveggja efstu liðanna í A-riðli undankeppni Evrópumótsins 2016. Það mikilvægasta við gærdaginn var að Gylfi slapp ómeiddur í gegnum leikinn og það er ekki að sjá annað en að Gylfi komi heill og sjóðandi heitur til móts við íslenska landsliðið í vikunni. Mark Gylfa gegn Arsenal má sjá í spilaranum hér að ofan.Sigurleikir Swansea í vetur:2-1 sigur á Manchester United Gylfi með mark og stoðsendingu1-0 sigur á Burnley Gylfi með stoðsendingu3-0 sigur á West Bromwich Albion Gylfi með tvær stoðsendingar2-0 sigur á Leicester City Gylfi með stoðsendingu2-1 sigur á Arsenal Gylfi með mark beint úr aukaspyrnu* Gylfi lagði einnig upp tvö mörk í 2-2 jafntefli við Newcastle.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi: Sérstakt að skora í dag | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann var að vonum hæstánægður eftir leikinn. 9. nóvember 2014 18:39 Sjáið Gylfa skora stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu á móti Arsenal Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. 9. nóvember 2014 17:45 Gylfi valinn í lið umferðarinnar hjá BBC Gylfi Þór Sigurðsson var einn af aðalmönnunum á bak við sigur Swansea City á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði meðal annars stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri. 9. nóvember 2014 21:48 Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar. 9. nóvember 2014 00:01 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira
Gylfi: Sérstakt að skora í dag | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann var að vonum hæstánægður eftir leikinn. 9. nóvember 2014 18:39
Sjáið Gylfa skora stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu á móti Arsenal Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. 9. nóvember 2014 17:45
Gylfi valinn í lið umferðarinnar hjá BBC Gylfi Þór Sigurðsson var einn af aðalmönnunum á bak við sigur Swansea City á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði meðal annars stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri. 9. nóvember 2014 21:48
Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar. 9. nóvember 2014 00:01