Sir Alex kveður United Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2013 08:47 Nordicphotos/Getty Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. Skotinn hefur skilað 38 titlum í hús en liðið hefur verið í sérflokki í ensku úrvalsdeildinni undanfarna tvo áratugi. Englandsmeistaratitlarnir urðu þrettán í vertíð Skotans auk þess sem liðið varð í tvígang Evrópumeistari. „Ég hef velt ákvörðun minni fyrir mér vandlega. Núna er rétti tíminn," segir Skotinn sem er 71. árs sem tók við liði United árið 1986 af Ron Atkinson. Ferguson, sem verður sendiherra félagsins, hrósaði fólkinu sem hann telur hafa hjálpað sér að gera félagið að einu því stærsta í heimi. „Ég verð að hrósa fjölskyldu minni fyrir ást þeirra og stuðning sem hefur skipt sköpum," segir Ferguson. Fyrst á blað var eiginkona hans Cathy.Sir Alex fagnar þrettánda Englandsmeistaratitlinum ásamt liðsmönnum United á dögunum.Nordicphotos/Getty„Hún hefur verið í lykilhlutverki í gegnum ferilinn, verið stoð mín og stytta og verið afar hugrökk. Ég á engin orð til að lýsa á fullnægjandi hátt hversu mikilvæg hún hefur verið mér," segir Ferguson. Þá þakkaði Ferguson leikmönnum og starfsfólki, bæði núverandi og fyrrverandi, fyrir fagmennsku í starfi. Án þeirra stæði félagið ekki jafnvel og það gerir í dag. „Á fyrstu árum mínum naut ég fulls trausts stjórnarinnar og Sir Bobby Charlton til þess að byggja upp félag en ekki bara lið," segir Ferguson. Það tók hann fjögur ár að skila fyrsta titlinum í hús. Þá varð United bikarmeistari árið 1990 en titillinn gaf Skotanum andrými til að gera liðið að Englandsmeisturum.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.Ferguson og Ole Gunnar Solskjær minnast augnabliksins magnað á Nou Camp árið 1999.Nordicphotos/GettySigur hafðist í Evrópukeppni bikarhafa vorið 1991 og tveimur árum síðar varð liðið loks Englandsmeistari. Í hönd fór gósentíð félagsins þar sem þrettán Englandsmeistaratitlar, fimm bikarmeistaratitlar, fjórir deildabikartitlar auk tveggja Evrópumeistaratitlar komu í hús. Ferguson er sigursælasti stjóri í sögu enskrar knattspyrnu. Besta tímabil hans hjá United var 1998-1999 þegar United vann þrennuna. Veðbankar á Englandi telja David Moyes, landa Ferguson sem stýrir Everton, líklegastan til að taka við starfinu. Samningur Moyes við Everton rennur út í lok leiktíðar og viðræðum um nýjan samning hefur verið frestað.Ferguson og Robin van Persie fagnar marki.Nordicphotos/GettySíðasti leikur Ferguson sem stjóri Manchester United verður í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar gegn West Brom þann 19. maí. Ferguson verður ekki aðeins sendiherra félagsins heldur mun hann einnig taka sæti í stjórn félagsins.Titlarnir sem Ferguson hefur skilað í hús á árunum 26Englandsmeistarar 1993, 1994, 1996, 1997, 1999, 2000, 2001, 2003, 2007, 2008, 2009, 2011, 2013Enski bikarinn 1990, 1994, 1996, 1999, 2004; League Cup: 1992, 2006, 2009, 2010Deildabikarinn 1992, 2006, 2009, 2010Meistaradeild Evrópu 1999, 2008Heimmeistari félagsliða 2008Ofurbikar UEFA 1992Evrópukeppni bikarhafa 1991Álfukeppni félagsliða 1999Góðgerðarskjöldur/Samfélagsskjöldur 1990 (titlinum deilt), 1993, 1994, 1996, 1997, 2003, 2007, 2008, 2010, 2011 Enski boltinn Tengdar fréttir Telegraph: Sir Alex Ferguson að hugsa um að hætta í lok vikunnar Enska dagblaðið Telegraph slær því upp í kvöld að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sé að íhuga það alvarlega að hætta sem stjóri félagsins fyrir lok vikunnar. Blaðið fékk engin viðbrögð frá Manchester United í kvöld þegar blaðamaður Telegraph bar þessar sögusagnir undir menn á Old Trafford. 7. maí 2013 22:50 Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Fleiri fréttir Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Sjá meira
Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. Skotinn hefur skilað 38 titlum í hús en liðið hefur verið í sérflokki í ensku úrvalsdeildinni undanfarna tvo áratugi. Englandsmeistaratitlarnir urðu þrettán í vertíð Skotans auk þess sem liðið varð í tvígang Evrópumeistari. „Ég hef velt ákvörðun minni fyrir mér vandlega. Núna er rétti tíminn," segir Skotinn sem er 71. árs sem tók við liði United árið 1986 af Ron Atkinson. Ferguson, sem verður sendiherra félagsins, hrósaði fólkinu sem hann telur hafa hjálpað sér að gera félagið að einu því stærsta í heimi. „Ég verð að hrósa fjölskyldu minni fyrir ást þeirra og stuðning sem hefur skipt sköpum," segir Ferguson. Fyrst á blað var eiginkona hans Cathy.Sir Alex fagnar þrettánda Englandsmeistaratitlinum ásamt liðsmönnum United á dögunum.Nordicphotos/Getty„Hún hefur verið í lykilhlutverki í gegnum ferilinn, verið stoð mín og stytta og verið afar hugrökk. Ég á engin orð til að lýsa á fullnægjandi hátt hversu mikilvæg hún hefur verið mér," segir Ferguson. Þá þakkaði Ferguson leikmönnum og starfsfólki, bæði núverandi og fyrrverandi, fyrir fagmennsku í starfi. Án þeirra stæði félagið ekki jafnvel og það gerir í dag. „Á fyrstu árum mínum naut ég fulls trausts stjórnarinnar og Sir Bobby Charlton til þess að byggja upp félag en ekki bara lið," segir Ferguson. Það tók hann fjögur ár að skila fyrsta titlinum í hús. Þá varð United bikarmeistari árið 1990 en titillinn gaf Skotanum andrými til að gera liðið að Englandsmeisturum.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.Ferguson og Ole Gunnar Solskjær minnast augnabliksins magnað á Nou Camp árið 1999.Nordicphotos/GettySigur hafðist í Evrópukeppni bikarhafa vorið 1991 og tveimur árum síðar varð liðið loks Englandsmeistari. Í hönd fór gósentíð félagsins þar sem þrettán Englandsmeistaratitlar, fimm bikarmeistaratitlar, fjórir deildabikartitlar auk tveggja Evrópumeistaratitlar komu í hús. Ferguson er sigursælasti stjóri í sögu enskrar knattspyrnu. Besta tímabil hans hjá United var 1998-1999 þegar United vann þrennuna. Veðbankar á Englandi telja David Moyes, landa Ferguson sem stýrir Everton, líklegastan til að taka við starfinu. Samningur Moyes við Everton rennur út í lok leiktíðar og viðræðum um nýjan samning hefur verið frestað.Ferguson og Robin van Persie fagnar marki.Nordicphotos/GettySíðasti leikur Ferguson sem stjóri Manchester United verður í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar gegn West Brom þann 19. maí. Ferguson verður ekki aðeins sendiherra félagsins heldur mun hann einnig taka sæti í stjórn félagsins.Titlarnir sem Ferguson hefur skilað í hús á árunum 26Englandsmeistarar 1993, 1994, 1996, 1997, 1999, 2000, 2001, 2003, 2007, 2008, 2009, 2011, 2013Enski bikarinn 1990, 1994, 1996, 1999, 2004; League Cup: 1992, 2006, 2009, 2010Deildabikarinn 1992, 2006, 2009, 2010Meistaradeild Evrópu 1999, 2008Heimmeistari félagsliða 2008Ofurbikar UEFA 1992Evrópukeppni bikarhafa 1991Álfukeppni félagsliða 1999Góðgerðarskjöldur/Samfélagsskjöldur 1990 (titlinum deilt), 1993, 1994, 1996, 1997, 2003, 2007, 2008, 2010, 2011
Enski boltinn Tengdar fréttir Telegraph: Sir Alex Ferguson að hugsa um að hætta í lok vikunnar Enska dagblaðið Telegraph slær því upp í kvöld að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sé að íhuga það alvarlega að hætta sem stjóri félagsins fyrir lok vikunnar. Blaðið fékk engin viðbrögð frá Manchester United í kvöld þegar blaðamaður Telegraph bar þessar sögusagnir undir menn á Old Trafford. 7. maí 2013 22:50 Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Fleiri fréttir Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Sjá meira
Telegraph: Sir Alex Ferguson að hugsa um að hætta í lok vikunnar Enska dagblaðið Telegraph slær því upp í kvöld að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sé að íhuga það alvarlega að hætta sem stjóri félagsins fyrir lok vikunnar. Blaðið fékk engin viðbrögð frá Manchester United í kvöld þegar blaðamaður Telegraph bar þessar sögusagnir undir menn á Old Trafford. 7. maí 2013 22:50
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn