Sir Alex kveður United Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2013 08:47 Nordicphotos/Getty Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. Skotinn hefur skilað 38 titlum í hús en liðið hefur verið í sérflokki í ensku úrvalsdeildinni undanfarna tvo áratugi. Englandsmeistaratitlarnir urðu þrettán í vertíð Skotans auk þess sem liðið varð í tvígang Evrópumeistari. „Ég hef velt ákvörðun minni fyrir mér vandlega. Núna er rétti tíminn," segir Skotinn sem er 71. árs sem tók við liði United árið 1986 af Ron Atkinson. Ferguson, sem verður sendiherra félagsins, hrósaði fólkinu sem hann telur hafa hjálpað sér að gera félagið að einu því stærsta í heimi. „Ég verð að hrósa fjölskyldu minni fyrir ást þeirra og stuðning sem hefur skipt sköpum," segir Ferguson. Fyrst á blað var eiginkona hans Cathy.Sir Alex fagnar þrettánda Englandsmeistaratitlinum ásamt liðsmönnum United á dögunum.Nordicphotos/Getty„Hún hefur verið í lykilhlutverki í gegnum ferilinn, verið stoð mín og stytta og verið afar hugrökk. Ég á engin orð til að lýsa á fullnægjandi hátt hversu mikilvæg hún hefur verið mér," segir Ferguson. Þá þakkaði Ferguson leikmönnum og starfsfólki, bæði núverandi og fyrrverandi, fyrir fagmennsku í starfi. Án þeirra stæði félagið ekki jafnvel og það gerir í dag. „Á fyrstu árum mínum naut ég fulls trausts stjórnarinnar og Sir Bobby Charlton til þess að byggja upp félag en ekki bara lið," segir Ferguson. Það tók hann fjögur ár að skila fyrsta titlinum í hús. Þá varð United bikarmeistari árið 1990 en titillinn gaf Skotanum andrými til að gera liðið að Englandsmeisturum.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.Ferguson og Ole Gunnar Solskjær minnast augnabliksins magnað á Nou Camp árið 1999.Nordicphotos/GettySigur hafðist í Evrópukeppni bikarhafa vorið 1991 og tveimur árum síðar varð liðið loks Englandsmeistari. Í hönd fór gósentíð félagsins þar sem þrettán Englandsmeistaratitlar, fimm bikarmeistaratitlar, fjórir deildabikartitlar auk tveggja Evrópumeistaratitlar komu í hús. Ferguson er sigursælasti stjóri í sögu enskrar knattspyrnu. Besta tímabil hans hjá United var 1998-1999 þegar United vann þrennuna. Veðbankar á Englandi telja David Moyes, landa Ferguson sem stýrir Everton, líklegastan til að taka við starfinu. Samningur Moyes við Everton rennur út í lok leiktíðar og viðræðum um nýjan samning hefur verið frestað.Ferguson og Robin van Persie fagnar marki.Nordicphotos/GettySíðasti leikur Ferguson sem stjóri Manchester United verður í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar gegn West Brom þann 19. maí. Ferguson verður ekki aðeins sendiherra félagsins heldur mun hann einnig taka sæti í stjórn félagsins.Titlarnir sem Ferguson hefur skilað í hús á árunum 26Englandsmeistarar 1993, 1994, 1996, 1997, 1999, 2000, 2001, 2003, 2007, 2008, 2009, 2011, 2013Enski bikarinn 1990, 1994, 1996, 1999, 2004; League Cup: 1992, 2006, 2009, 2010Deildabikarinn 1992, 2006, 2009, 2010Meistaradeild Evrópu 1999, 2008Heimmeistari félagsliða 2008Ofurbikar UEFA 1992Evrópukeppni bikarhafa 1991Álfukeppni félagsliða 1999Góðgerðarskjöldur/Samfélagsskjöldur 1990 (titlinum deilt), 1993, 1994, 1996, 1997, 2003, 2007, 2008, 2010, 2011 Enski boltinn Tengdar fréttir Telegraph: Sir Alex Ferguson að hugsa um að hætta í lok vikunnar Enska dagblaðið Telegraph slær því upp í kvöld að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sé að íhuga það alvarlega að hætta sem stjóri félagsins fyrir lok vikunnar. Blaðið fékk engin viðbrögð frá Manchester United í kvöld þegar blaðamaður Telegraph bar þessar sögusagnir undir menn á Old Trafford. 7. maí 2013 22:50 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira
Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. Skotinn hefur skilað 38 titlum í hús en liðið hefur verið í sérflokki í ensku úrvalsdeildinni undanfarna tvo áratugi. Englandsmeistaratitlarnir urðu þrettán í vertíð Skotans auk þess sem liðið varð í tvígang Evrópumeistari. „Ég hef velt ákvörðun minni fyrir mér vandlega. Núna er rétti tíminn," segir Skotinn sem er 71. árs sem tók við liði United árið 1986 af Ron Atkinson. Ferguson, sem verður sendiherra félagsins, hrósaði fólkinu sem hann telur hafa hjálpað sér að gera félagið að einu því stærsta í heimi. „Ég verð að hrósa fjölskyldu minni fyrir ást þeirra og stuðning sem hefur skipt sköpum," segir Ferguson. Fyrst á blað var eiginkona hans Cathy.Sir Alex fagnar þrettánda Englandsmeistaratitlinum ásamt liðsmönnum United á dögunum.Nordicphotos/Getty„Hún hefur verið í lykilhlutverki í gegnum ferilinn, verið stoð mín og stytta og verið afar hugrökk. Ég á engin orð til að lýsa á fullnægjandi hátt hversu mikilvæg hún hefur verið mér," segir Ferguson. Þá þakkaði Ferguson leikmönnum og starfsfólki, bæði núverandi og fyrrverandi, fyrir fagmennsku í starfi. Án þeirra stæði félagið ekki jafnvel og það gerir í dag. „Á fyrstu árum mínum naut ég fulls trausts stjórnarinnar og Sir Bobby Charlton til þess að byggja upp félag en ekki bara lið," segir Ferguson. Það tók hann fjögur ár að skila fyrsta titlinum í hús. Þá varð United bikarmeistari árið 1990 en titillinn gaf Skotanum andrými til að gera liðið að Englandsmeisturum.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.Ferguson og Ole Gunnar Solskjær minnast augnabliksins magnað á Nou Camp árið 1999.Nordicphotos/GettySigur hafðist í Evrópukeppni bikarhafa vorið 1991 og tveimur árum síðar varð liðið loks Englandsmeistari. Í hönd fór gósentíð félagsins þar sem þrettán Englandsmeistaratitlar, fimm bikarmeistaratitlar, fjórir deildabikartitlar auk tveggja Evrópumeistaratitlar komu í hús. Ferguson er sigursælasti stjóri í sögu enskrar knattspyrnu. Besta tímabil hans hjá United var 1998-1999 þegar United vann þrennuna. Veðbankar á Englandi telja David Moyes, landa Ferguson sem stýrir Everton, líklegastan til að taka við starfinu. Samningur Moyes við Everton rennur út í lok leiktíðar og viðræðum um nýjan samning hefur verið frestað.Ferguson og Robin van Persie fagnar marki.Nordicphotos/GettySíðasti leikur Ferguson sem stjóri Manchester United verður í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar gegn West Brom þann 19. maí. Ferguson verður ekki aðeins sendiherra félagsins heldur mun hann einnig taka sæti í stjórn félagsins.Titlarnir sem Ferguson hefur skilað í hús á árunum 26Englandsmeistarar 1993, 1994, 1996, 1997, 1999, 2000, 2001, 2003, 2007, 2008, 2009, 2011, 2013Enski bikarinn 1990, 1994, 1996, 1999, 2004; League Cup: 1992, 2006, 2009, 2010Deildabikarinn 1992, 2006, 2009, 2010Meistaradeild Evrópu 1999, 2008Heimmeistari félagsliða 2008Ofurbikar UEFA 1992Evrópukeppni bikarhafa 1991Álfukeppni félagsliða 1999Góðgerðarskjöldur/Samfélagsskjöldur 1990 (titlinum deilt), 1993, 1994, 1996, 1997, 2003, 2007, 2008, 2010, 2011
Enski boltinn Tengdar fréttir Telegraph: Sir Alex Ferguson að hugsa um að hætta í lok vikunnar Enska dagblaðið Telegraph slær því upp í kvöld að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sé að íhuga það alvarlega að hætta sem stjóri félagsins fyrir lok vikunnar. Blaðið fékk engin viðbrögð frá Manchester United í kvöld þegar blaðamaður Telegraph bar þessar sögusagnir undir menn á Old Trafford. 7. maí 2013 22:50 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira
Telegraph: Sir Alex Ferguson að hugsa um að hætta í lok vikunnar Enska dagblaðið Telegraph slær því upp í kvöld að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sé að íhuga það alvarlega að hætta sem stjóri félagsins fyrir lok vikunnar. Blaðið fékk engin viðbrögð frá Manchester United í kvöld þegar blaðamaður Telegraph bar þessar sögusagnir undir menn á Old Trafford. 7. maí 2013 22:50