Vandinn sagður rista djúpt Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. apríl 2013 16:04 Frá mótmælum í Delí fyrr í dag. Mynd/AP Kynferðisofbeldi á Indlandi hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarna mánuði, en það var hrottaleg hópnauðgun í strætisvagni í Delí sem vakti þá alheimsathygli sem enn stendur yfir. Árásin endaði með því að þolandinn, hin 23 ára Jyoti Singh, lést af sárum sínum. Í gær var svo greint frá handtöku tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa rænt fimm ára stúlku í Delí, haldið henni nauðugri í þrjá daga og nauðgað henni ítrekað. Mótmæli vegna kynferðisárása hafa verið tíð undanfarið en Bhagyashri Dengle hjá barnaverndarsamtökunum Plan India segir að þrátt fyrir alla umfjöllunina og mótmælin hafi enn ekkert breyst. Hún segir vandann rista djúpt og segir að ástandið muni ekki breytast á einni nóttu. Dengle nefnir framgöngu lögreglumanns í mótmælum síðasta föstudag sem náðist á myndbandsupptöku þar sem hann sló og hrinti kvenkyns mótmælanda. Hún segir það merki um að vitundarvakning hafi ekki enn átt sér stað fyrst að lögreglumaður komi þannig fram. „Börn eru enn berskjaldaðri og margar stúlkur upplifa óöryggi við það eitt að nota almenningssalerni eða ganga heim úr skólanum, þar sem karlmenn stríða þeim og áreita þær,“ segir Dengle, og bætir því við að sumir foreldrar hafi brugðið á það ráð að halda dætrum sínum heima.Vikulegar fréttir af hryllilegu ofbeldi „Því miður hefur hugarfarið ekki breyst,“ segir Poonam Muttreja, yfirmaður hjá kvenréttindasamtökunum Population Foundation of India. „Hvorki hjá almenningi, lögreglu eða stjórnmálamönnum.“ Undanfarið hafa birst vikulegar fréttir í indverskum dagblöðum af hryllilegu kynferðisofbeldi þar í landi. Meðal þeirra er frétt af unglingsstúlku sem nauðgað var af föður sínum, nítján ára pilti sem nauðgaði tólf ára fatlaðri stúlku, og karlmanni sem skvetti sýru á kynfæri eiginkonu sinnar. Fyrr í þessum mánuði samþykkti forseti landsins herðingu á refsilöggjöf í nauðgunarmálum, en meðal annars gera lögin dómstólum það kleift að dæma síbrotamenn í kynferðisbrotamálum til dauða. Einnig eru nú harðari viðurlög við sýruárásum og mansali. „Yfirvöld hafa brugðist skjótt við en þetta er einungis lítill hluti af því sem þarf að gera,“ segir Manmohan Singh, forsætisráðherra landsins. „Árásin á litlu stúlkuna minnir okkur enn og aftur á að við þurfum öll að leggjast á eitt til þess að losna við þessa úrkynjun úr samfélagi okkar.“ Samkvæmt tölum frá mannréttindasamtökum jukust nauðganir á börnum úr rúmlega tvö þúsund í rúmlega sjö þúsund á árunum 2001 til 2011. Þá upplifa 95% indverskra kvenna óöryggi á almenningsstöðum Tengdar fréttir Réttarhöld hefjast í Delí Réttarhöld yfir sakborningum í hópnauðgunarmáli í Delí á Indlandi hefjast innan fárra daga, en málið hefur vakið heimsathygli. Þann 16. desember síðastliðinn réðust sex menn á unga konu í strætisvagni og misþyrmdu henni, en tveimur vikum síðar lést hún af sárum sínum á sjúkrahúsi í Singapúr. 21. janúar 2013 09:53 Fimm játað hópnauðgun á Indlandi Fimm karlmenn hafa játað að hafa hópnauðgað svissneskri konu og ráðist á eiginmann hennar í Madhya Pradesh héraðinu á Indlandi á föstudagskvöld. Fjölmiðlar þar í landi hafa nafngreint mennina en lögregla leitar nú sjötta mannsins sem talinn er tengjast málinu. 17. mars 2013 09:54 Ferðafólk forðast Indland vegna kynferðisárása Fækkun um 25 prósent á fyrstu mánuðum ársins. 31. mars 2013 17:01 Fimm ára stelpu nauðgað á Indlandi Fimm ára gamalli telpu var rænt, hún svelt og henni nauðgað í Nýju Delí á Indlandi í vikunni. Málið hefur valdið mikilli reiði á Índlandi og hafa mótmæli sprottið þar upp núna um helgina. 20. apríl 2013 15:47 Þremur stúlkubörnum nauðgað og þær myrtar í Indlandi Nýtt hrottalegt nauðgunarmál hefur vakið óhug meðal almennings í Indlandi. Þremur systrum á aldrinum 6 til 11 ára var nauðgað og þær síðan myrtar áður en líkum þeirra var kastað niður í brunn. 20. febrúar 2013 08:58 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Kynferðisofbeldi á Indlandi hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarna mánuði, en það var hrottaleg hópnauðgun í strætisvagni í Delí sem vakti þá alheimsathygli sem enn stendur yfir. Árásin endaði með því að þolandinn, hin 23 ára Jyoti Singh, lést af sárum sínum. Í gær var svo greint frá handtöku tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa rænt fimm ára stúlku í Delí, haldið henni nauðugri í þrjá daga og nauðgað henni ítrekað. Mótmæli vegna kynferðisárása hafa verið tíð undanfarið en Bhagyashri Dengle hjá barnaverndarsamtökunum Plan India segir að þrátt fyrir alla umfjöllunina og mótmælin hafi enn ekkert breyst. Hún segir vandann rista djúpt og segir að ástandið muni ekki breytast á einni nóttu. Dengle nefnir framgöngu lögreglumanns í mótmælum síðasta föstudag sem náðist á myndbandsupptöku þar sem hann sló og hrinti kvenkyns mótmælanda. Hún segir það merki um að vitundarvakning hafi ekki enn átt sér stað fyrst að lögreglumaður komi þannig fram. „Börn eru enn berskjaldaðri og margar stúlkur upplifa óöryggi við það eitt að nota almenningssalerni eða ganga heim úr skólanum, þar sem karlmenn stríða þeim og áreita þær,“ segir Dengle, og bætir því við að sumir foreldrar hafi brugðið á það ráð að halda dætrum sínum heima.Vikulegar fréttir af hryllilegu ofbeldi „Því miður hefur hugarfarið ekki breyst,“ segir Poonam Muttreja, yfirmaður hjá kvenréttindasamtökunum Population Foundation of India. „Hvorki hjá almenningi, lögreglu eða stjórnmálamönnum.“ Undanfarið hafa birst vikulegar fréttir í indverskum dagblöðum af hryllilegu kynferðisofbeldi þar í landi. Meðal þeirra er frétt af unglingsstúlku sem nauðgað var af föður sínum, nítján ára pilti sem nauðgaði tólf ára fatlaðri stúlku, og karlmanni sem skvetti sýru á kynfæri eiginkonu sinnar. Fyrr í þessum mánuði samþykkti forseti landsins herðingu á refsilöggjöf í nauðgunarmálum, en meðal annars gera lögin dómstólum það kleift að dæma síbrotamenn í kynferðisbrotamálum til dauða. Einnig eru nú harðari viðurlög við sýruárásum og mansali. „Yfirvöld hafa brugðist skjótt við en þetta er einungis lítill hluti af því sem þarf að gera,“ segir Manmohan Singh, forsætisráðherra landsins. „Árásin á litlu stúlkuna minnir okkur enn og aftur á að við þurfum öll að leggjast á eitt til þess að losna við þessa úrkynjun úr samfélagi okkar.“ Samkvæmt tölum frá mannréttindasamtökum jukust nauðganir á börnum úr rúmlega tvö þúsund í rúmlega sjö þúsund á árunum 2001 til 2011. Þá upplifa 95% indverskra kvenna óöryggi á almenningsstöðum
Tengdar fréttir Réttarhöld hefjast í Delí Réttarhöld yfir sakborningum í hópnauðgunarmáli í Delí á Indlandi hefjast innan fárra daga, en málið hefur vakið heimsathygli. Þann 16. desember síðastliðinn réðust sex menn á unga konu í strætisvagni og misþyrmdu henni, en tveimur vikum síðar lést hún af sárum sínum á sjúkrahúsi í Singapúr. 21. janúar 2013 09:53 Fimm játað hópnauðgun á Indlandi Fimm karlmenn hafa játað að hafa hópnauðgað svissneskri konu og ráðist á eiginmann hennar í Madhya Pradesh héraðinu á Indlandi á föstudagskvöld. Fjölmiðlar þar í landi hafa nafngreint mennina en lögregla leitar nú sjötta mannsins sem talinn er tengjast málinu. 17. mars 2013 09:54 Ferðafólk forðast Indland vegna kynferðisárása Fækkun um 25 prósent á fyrstu mánuðum ársins. 31. mars 2013 17:01 Fimm ára stelpu nauðgað á Indlandi Fimm ára gamalli telpu var rænt, hún svelt og henni nauðgað í Nýju Delí á Indlandi í vikunni. Málið hefur valdið mikilli reiði á Índlandi og hafa mótmæli sprottið þar upp núna um helgina. 20. apríl 2013 15:47 Þremur stúlkubörnum nauðgað og þær myrtar í Indlandi Nýtt hrottalegt nauðgunarmál hefur vakið óhug meðal almennings í Indlandi. Þremur systrum á aldrinum 6 til 11 ára var nauðgað og þær síðan myrtar áður en líkum þeirra var kastað niður í brunn. 20. febrúar 2013 08:58 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Réttarhöld hefjast í Delí Réttarhöld yfir sakborningum í hópnauðgunarmáli í Delí á Indlandi hefjast innan fárra daga, en málið hefur vakið heimsathygli. Þann 16. desember síðastliðinn réðust sex menn á unga konu í strætisvagni og misþyrmdu henni, en tveimur vikum síðar lést hún af sárum sínum á sjúkrahúsi í Singapúr. 21. janúar 2013 09:53
Fimm játað hópnauðgun á Indlandi Fimm karlmenn hafa játað að hafa hópnauðgað svissneskri konu og ráðist á eiginmann hennar í Madhya Pradesh héraðinu á Indlandi á föstudagskvöld. Fjölmiðlar þar í landi hafa nafngreint mennina en lögregla leitar nú sjötta mannsins sem talinn er tengjast málinu. 17. mars 2013 09:54
Ferðafólk forðast Indland vegna kynferðisárása Fækkun um 25 prósent á fyrstu mánuðum ársins. 31. mars 2013 17:01
Fimm ára stelpu nauðgað á Indlandi Fimm ára gamalli telpu var rænt, hún svelt og henni nauðgað í Nýju Delí á Indlandi í vikunni. Málið hefur valdið mikilli reiði á Índlandi og hafa mótmæli sprottið þar upp núna um helgina. 20. apríl 2013 15:47
Þremur stúlkubörnum nauðgað og þær myrtar í Indlandi Nýtt hrottalegt nauðgunarmál hefur vakið óhug meðal almennings í Indlandi. Þremur systrum á aldrinum 6 til 11 ára var nauðgað og þær síðan myrtar áður en líkum þeirra var kastað niður í brunn. 20. febrúar 2013 08:58