Erlent

Fimm játað hópnauðgun á Indlandi

Frá mótmælum í Nýju Delhi vegna ódæðisins sem var framið í strætisvagninum.
Frá mótmælum í Nýju Delhi vegna ódæðisins sem var framið í strætisvagninum.
Fimm karlmenn hafa játað að hafa hópnauðgað svissneskri konu og ráðist á eiginmann hennar í Madhya Pradesh héraðinu á Indlandi á föstudagskvöld. Fjölmiðlar þar í landi hafa nafngreint mennina en lögregla leitar nú sjötta mannsins sem talinn er tengjast málinu.

Talið er að átta manns hið minnsta hafi nauðgað konunni. Átta voru handteknir í gær í og hafa yfir tuttugu verið yfirheyrðir.

Aðeins þrír mánuðir eru síðan 23 ára konu var nauðgað og myrt af hópi manna í strætisvagni í Nýju Delhi. Ódæðið vakti mikla reiði meðal almennings á Indlandi sem mótmælti hástöfum útbreiddu ofbeldi á konum í landinu og máttleysi yfirvalda gegn brotunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×