Skiluðu seðlaveskinu til Sir Alex Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2013 14:18 Frá vinstri: Árni Gautur, Sir Alex, Orri Þórðarson og hárprúður Gunnlaugur Jónsson. Mynd/Gunnlaugur Jónsson „Það var fallega gert hjá konunni í búðinni að treysta okkur fyrir því að skila veskinu," segir Gunnlaugur Jónsson. Gunnlaugur var ásamt félögum sínum í 16 ára landsliðinu á Heathrow flugvelli í London þar sem liðið millilenti á leið sinni til og frá Möltu vorið 1991. Á göngu sinni með Árna Gaut Arasyni og Orra Þórðarsyni urðu þeir varir við knattspyrnustjóra Manchester United, Alex Ferguson. „Við vorum bara að þræða búðirnar og þá sáum við goðið. Við vorum reyndar hálffeimnir en gripum tækifærið þegar við sáum hann gleyma veskinu," segir Gunnlaugur sem lék um árabil með Skagamönnum og KR en þjálfar í dag meistaraflokk HK. Á þessum tíma hafði Ferguson stýrt United í fjögur og hálft ár og aðeins landað einum titli af þeim 38 sem áttu eftir að koma í hús hjá Rauðu djöflunum. „Við vorum með það alveg á tandurhreinu hver þetta var. Við vorum og erum allir harðir United aðdáendur," segir Gunnlaugur um sig og félaga sína. Hann minnir á að Ferguson hafi í tvígang komið með lið Aberdeen á Skipasaga á níunda áratugnum. Gunnlaugur segir að sérstaklega góður vinskapur hafi tekist með þeim Gunnari Sigurðarsyni knattspyrnufrömuði á Skaganum. Þeir hafi skipst á jólakortum í mörg ár og vinskapurinn varð til þess að Gunnlaugi bauðst að fara út og æfa einn veturinn og stóð valið á milli Aberdeen og United. „Það var valið að fara til Aberdeen af því það var minna félag og meiri fjölskyldustemmning. Ég hef hugsað um það síðan af hverju ég barðist ekki fyrir því að fara til United og æfa með Beckham og félögum sem eru á svipuðum aldrei," segir Gunnlaugur og hlær. Skagamaðurinn er árinu eldri en David Beckham, Gary Neville, Paul Scholes og Nicky Butt. Ferguson er vel stæður eftir árin 26 á Old Trafford. Gunnlaug rekur ekki minni hvort seðlaveskið hafi verið úttroðið hjá þeim skoska. „Við vorum svo góðir strákar að við opnuðum veskið ekki einu sinni."Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Enski boltinn Tengdar fréttir Gullkorn úr smiðju Sir Alex Sir Alex Ferguson hefur verið óhræddur við að segja blaðamönnum skoðun sína í gegnum árin. Mörg gullkornin hafa fallið og margir fengið að heyra það. 8. maí 2013 12:12 Svipmyndir frá litríkum ferli Ferguson Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. 8. maí 2013 09:53 Moyes sagður taka við af Ferguson The Times greinir frá því að David Moyes verði næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 8. maí 2013 12:56 Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira
„Það var fallega gert hjá konunni í búðinni að treysta okkur fyrir því að skila veskinu," segir Gunnlaugur Jónsson. Gunnlaugur var ásamt félögum sínum í 16 ára landsliðinu á Heathrow flugvelli í London þar sem liðið millilenti á leið sinni til og frá Möltu vorið 1991. Á göngu sinni með Árna Gaut Arasyni og Orra Þórðarsyni urðu þeir varir við knattspyrnustjóra Manchester United, Alex Ferguson. „Við vorum bara að þræða búðirnar og þá sáum við goðið. Við vorum reyndar hálffeimnir en gripum tækifærið þegar við sáum hann gleyma veskinu," segir Gunnlaugur sem lék um árabil með Skagamönnum og KR en þjálfar í dag meistaraflokk HK. Á þessum tíma hafði Ferguson stýrt United í fjögur og hálft ár og aðeins landað einum titli af þeim 38 sem áttu eftir að koma í hús hjá Rauðu djöflunum. „Við vorum með það alveg á tandurhreinu hver þetta var. Við vorum og erum allir harðir United aðdáendur," segir Gunnlaugur um sig og félaga sína. Hann minnir á að Ferguson hafi í tvígang komið með lið Aberdeen á Skipasaga á níunda áratugnum. Gunnlaugur segir að sérstaklega góður vinskapur hafi tekist með þeim Gunnari Sigurðarsyni knattspyrnufrömuði á Skaganum. Þeir hafi skipst á jólakortum í mörg ár og vinskapurinn varð til þess að Gunnlaugi bauðst að fara út og æfa einn veturinn og stóð valið á milli Aberdeen og United. „Það var valið að fara til Aberdeen af því það var minna félag og meiri fjölskyldustemmning. Ég hef hugsað um það síðan af hverju ég barðist ekki fyrir því að fara til United og æfa með Beckham og félögum sem eru á svipuðum aldrei," segir Gunnlaugur og hlær. Skagamaðurinn er árinu eldri en David Beckham, Gary Neville, Paul Scholes og Nicky Butt. Ferguson er vel stæður eftir árin 26 á Old Trafford. Gunnlaug rekur ekki minni hvort seðlaveskið hafi verið úttroðið hjá þeim skoska. „Við vorum svo góðir strákar að við opnuðum veskið ekki einu sinni."Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gullkorn úr smiðju Sir Alex Sir Alex Ferguson hefur verið óhræddur við að segja blaðamönnum skoðun sína í gegnum árin. Mörg gullkornin hafa fallið og margir fengið að heyra það. 8. maí 2013 12:12 Svipmyndir frá litríkum ferli Ferguson Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. 8. maí 2013 09:53 Moyes sagður taka við af Ferguson The Times greinir frá því að David Moyes verði næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 8. maí 2013 12:56 Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira
Gullkorn úr smiðju Sir Alex Sir Alex Ferguson hefur verið óhræddur við að segja blaðamönnum skoðun sína í gegnum árin. Mörg gullkornin hafa fallið og margir fengið að heyra það. 8. maí 2013 12:12
Svipmyndir frá litríkum ferli Ferguson Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. 8. maí 2013 09:53
Moyes sagður taka við af Ferguson The Times greinir frá því að David Moyes verði næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 8. maí 2013 12:56
Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47