Skiluðu seðlaveskinu til Sir Alex Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2013 14:18 Frá vinstri: Árni Gautur, Sir Alex, Orri Þórðarson og hárprúður Gunnlaugur Jónsson. Mynd/Gunnlaugur Jónsson „Það var fallega gert hjá konunni í búðinni að treysta okkur fyrir því að skila veskinu," segir Gunnlaugur Jónsson. Gunnlaugur var ásamt félögum sínum í 16 ára landsliðinu á Heathrow flugvelli í London þar sem liðið millilenti á leið sinni til og frá Möltu vorið 1991. Á göngu sinni með Árna Gaut Arasyni og Orra Þórðarsyni urðu þeir varir við knattspyrnustjóra Manchester United, Alex Ferguson. „Við vorum bara að þræða búðirnar og þá sáum við goðið. Við vorum reyndar hálffeimnir en gripum tækifærið þegar við sáum hann gleyma veskinu," segir Gunnlaugur sem lék um árabil með Skagamönnum og KR en þjálfar í dag meistaraflokk HK. Á þessum tíma hafði Ferguson stýrt United í fjögur og hálft ár og aðeins landað einum titli af þeim 38 sem áttu eftir að koma í hús hjá Rauðu djöflunum. „Við vorum með það alveg á tandurhreinu hver þetta var. Við vorum og erum allir harðir United aðdáendur," segir Gunnlaugur um sig og félaga sína. Hann minnir á að Ferguson hafi í tvígang komið með lið Aberdeen á Skipasaga á níunda áratugnum. Gunnlaugur segir að sérstaklega góður vinskapur hafi tekist með þeim Gunnari Sigurðarsyni knattspyrnufrömuði á Skaganum. Þeir hafi skipst á jólakortum í mörg ár og vinskapurinn varð til þess að Gunnlaugi bauðst að fara út og æfa einn veturinn og stóð valið á milli Aberdeen og United. „Það var valið að fara til Aberdeen af því það var minna félag og meiri fjölskyldustemmning. Ég hef hugsað um það síðan af hverju ég barðist ekki fyrir því að fara til United og æfa með Beckham og félögum sem eru á svipuðum aldrei," segir Gunnlaugur og hlær. Skagamaðurinn er árinu eldri en David Beckham, Gary Neville, Paul Scholes og Nicky Butt. Ferguson er vel stæður eftir árin 26 á Old Trafford. Gunnlaug rekur ekki minni hvort seðlaveskið hafi verið úttroðið hjá þeim skoska. „Við vorum svo góðir strákar að við opnuðum veskið ekki einu sinni."Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Enski boltinn Tengdar fréttir Gullkorn úr smiðju Sir Alex Sir Alex Ferguson hefur verið óhræddur við að segja blaðamönnum skoðun sína í gegnum árin. Mörg gullkornin hafa fallið og margir fengið að heyra það. 8. maí 2013 12:12 Svipmyndir frá litríkum ferli Ferguson Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. 8. maí 2013 09:53 Moyes sagður taka við af Ferguson The Times greinir frá því að David Moyes verði næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 8. maí 2013 12:56 Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
„Það var fallega gert hjá konunni í búðinni að treysta okkur fyrir því að skila veskinu," segir Gunnlaugur Jónsson. Gunnlaugur var ásamt félögum sínum í 16 ára landsliðinu á Heathrow flugvelli í London þar sem liðið millilenti á leið sinni til og frá Möltu vorið 1991. Á göngu sinni með Árna Gaut Arasyni og Orra Þórðarsyni urðu þeir varir við knattspyrnustjóra Manchester United, Alex Ferguson. „Við vorum bara að þræða búðirnar og þá sáum við goðið. Við vorum reyndar hálffeimnir en gripum tækifærið þegar við sáum hann gleyma veskinu," segir Gunnlaugur sem lék um árabil með Skagamönnum og KR en þjálfar í dag meistaraflokk HK. Á þessum tíma hafði Ferguson stýrt United í fjögur og hálft ár og aðeins landað einum titli af þeim 38 sem áttu eftir að koma í hús hjá Rauðu djöflunum. „Við vorum með það alveg á tandurhreinu hver þetta var. Við vorum og erum allir harðir United aðdáendur," segir Gunnlaugur um sig og félaga sína. Hann minnir á að Ferguson hafi í tvígang komið með lið Aberdeen á Skipasaga á níunda áratugnum. Gunnlaugur segir að sérstaklega góður vinskapur hafi tekist með þeim Gunnari Sigurðarsyni knattspyrnufrömuði á Skaganum. Þeir hafi skipst á jólakortum í mörg ár og vinskapurinn varð til þess að Gunnlaugi bauðst að fara út og æfa einn veturinn og stóð valið á milli Aberdeen og United. „Það var valið að fara til Aberdeen af því það var minna félag og meiri fjölskyldustemmning. Ég hef hugsað um það síðan af hverju ég barðist ekki fyrir því að fara til United og æfa með Beckham og félögum sem eru á svipuðum aldrei," segir Gunnlaugur og hlær. Skagamaðurinn er árinu eldri en David Beckham, Gary Neville, Paul Scholes og Nicky Butt. Ferguson er vel stæður eftir árin 26 á Old Trafford. Gunnlaug rekur ekki minni hvort seðlaveskið hafi verið úttroðið hjá þeim skoska. „Við vorum svo góðir strákar að við opnuðum veskið ekki einu sinni."Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gullkorn úr smiðju Sir Alex Sir Alex Ferguson hefur verið óhræddur við að segja blaðamönnum skoðun sína í gegnum árin. Mörg gullkornin hafa fallið og margir fengið að heyra það. 8. maí 2013 12:12 Svipmyndir frá litríkum ferli Ferguson Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. 8. maí 2013 09:53 Moyes sagður taka við af Ferguson The Times greinir frá því að David Moyes verði næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 8. maí 2013 12:56 Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
Gullkorn úr smiðju Sir Alex Sir Alex Ferguson hefur verið óhræddur við að segja blaðamönnum skoðun sína í gegnum árin. Mörg gullkornin hafa fallið og margir fengið að heyra það. 8. maí 2013 12:12
Svipmyndir frá litríkum ferli Ferguson Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. 8. maí 2013 09:53
Moyes sagður taka við af Ferguson The Times greinir frá því að David Moyes verði næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 8. maí 2013 12:56
Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47