Svipmyndir frá litríkum ferli Ferguson Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2013 09:53 Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. Ferguson tók við liði Manchester United árið 1986. Áður hafði hann stýrt St. Mirren og Aberdeen í Skotlandi þar sem hann er fæddur. Hann gerði Aberdeen þrívegis að skoskum meisturum en sigur í Evrópukeppni bikarhafa árið 1983 stóð upp úr. Ferguson tók við landsliði Skota fyrir heimsmeistaramótið 1986 vegna skyndilegs andláts Jock Stein. Ferguson var meðal annars boðið stjórastarfið hjá Tottenham áður en Manchester United kom inn í myndina. Ron Atkinson var rekinn vegna dapurs árangurs í nóvember 1986 og Skotinn ákveðni var fenginn í hans stað. Þrjú og hálft ár liðu þar til fyrsti bikarinn kom loksins í hús. Þá lagði United lið Crystal Palace í endurteknum bikarúrslitaleik á Wembley. Stíflan var brostin. Sigur í Evrópukeppni bikarhafa kom ári síðar, svo sigur í enska deildabikarnum og loksins, vorið 1993, kom fyrsti Englandsmeistaratitillinn í hús eftir 26 ára þurrkatíð. Síðan hefur United orðið meistari 13 sinnum og 20 sinnum alls. Stjórinn fór alltaf sínar eigin leiðir og ef leikmenn fóru yfir strikið að mati Skotans þurftu þeir að yfirgefa félagið. Þannig yfirgáfu Roy Keane, Jaap Stam og fleiri herbúðir United eftir ósætti við stjórann. Þrátt fyrir að lykilmenn hyrfu á braut tókst honum alltaf að byggja upp nýtt lið og titlarnir héldu áfram að streyma inn. Hér að ofan má sjá fjölmargar myndir frá litríkum ferli Skotans.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.Sir Alex með Evrópumeistaratitilinn í Mosvku árið 2008.Nordicphotos/GettyFred the Red, stuðningsmannadýr Rauðu djöflanna, ræðir við Sir Alex.Nordicphotos/GettySir Alex og Sir Bobby Charlton fara yfir málin á Carrington æfingasvæðinu.Nordicphotos/GettyMeð Evrópumeistararitilinn sem vannst á elleftu stundu í Barcelona 1999.Nordicphotos/GettySir Alex fagnar sem stjóri Aberdeen.Nordicphotos/GettySir Alex, Mark Hughes og Sir Bobby Charlton með Englandsmeistaratitilinn langþráða árið 1993.Nordicphotos/GettyMeð löndum sínum Gordon Strachan og Jim Leighton.Nordicphotos/GettySigri fagnað í Evrópukeppni bikarhafa í Rotterdam 1991.Nordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Hver tekur við af Ferguson? Þar sem Sir Alex Ferguson ætlar að stíga niður úr brúnni hjá Man. Utd eru menn eðlilega byrjaðir að velta því fyrir sér hver muni taka að sér hið erfiða hlutverk að fylla skarð Ferguson sem er að margra mati ómögulegt verkefni. 8. maí 2013 10:02 Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. Ferguson tók við liði Manchester United árið 1986. Áður hafði hann stýrt St. Mirren og Aberdeen í Skotlandi þar sem hann er fæddur. Hann gerði Aberdeen þrívegis að skoskum meisturum en sigur í Evrópukeppni bikarhafa árið 1983 stóð upp úr. Ferguson tók við landsliði Skota fyrir heimsmeistaramótið 1986 vegna skyndilegs andláts Jock Stein. Ferguson var meðal annars boðið stjórastarfið hjá Tottenham áður en Manchester United kom inn í myndina. Ron Atkinson var rekinn vegna dapurs árangurs í nóvember 1986 og Skotinn ákveðni var fenginn í hans stað. Þrjú og hálft ár liðu þar til fyrsti bikarinn kom loksins í hús. Þá lagði United lið Crystal Palace í endurteknum bikarúrslitaleik á Wembley. Stíflan var brostin. Sigur í Evrópukeppni bikarhafa kom ári síðar, svo sigur í enska deildabikarnum og loksins, vorið 1993, kom fyrsti Englandsmeistaratitillinn í hús eftir 26 ára þurrkatíð. Síðan hefur United orðið meistari 13 sinnum og 20 sinnum alls. Stjórinn fór alltaf sínar eigin leiðir og ef leikmenn fóru yfir strikið að mati Skotans þurftu þeir að yfirgefa félagið. Þannig yfirgáfu Roy Keane, Jaap Stam og fleiri herbúðir United eftir ósætti við stjórann. Þrátt fyrir að lykilmenn hyrfu á braut tókst honum alltaf að byggja upp nýtt lið og titlarnir héldu áfram að streyma inn. Hér að ofan má sjá fjölmargar myndir frá litríkum ferli Skotans.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.Sir Alex með Evrópumeistaratitilinn í Mosvku árið 2008.Nordicphotos/GettyFred the Red, stuðningsmannadýr Rauðu djöflanna, ræðir við Sir Alex.Nordicphotos/GettySir Alex og Sir Bobby Charlton fara yfir málin á Carrington æfingasvæðinu.Nordicphotos/GettyMeð Evrópumeistararitilinn sem vannst á elleftu stundu í Barcelona 1999.Nordicphotos/GettySir Alex fagnar sem stjóri Aberdeen.Nordicphotos/GettySir Alex, Mark Hughes og Sir Bobby Charlton með Englandsmeistaratitilinn langþráða árið 1993.Nordicphotos/GettyMeð löndum sínum Gordon Strachan og Jim Leighton.Nordicphotos/GettySigri fagnað í Evrópukeppni bikarhafa í Rotterdam 1991.Nordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Hver tekur við af Ferguson? Þar sem Sir Alex Ferguson ætlar að stíga niður úr brúnni hjá Man. Utd eru menn eðlilega byrjaðir að velta því fyrir sér hver muni taka að sér hið erfiða hlutverk að fylla skarð Ferguson sem er að margra mati ómögulegt verkefni. 8. maí 2013 10:02 Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Hver tekur við af Ferguson? Þar sem Sir Alex Ferguson ætlar að stíga niður úr brúnni hjá Man. Utd eru menn eðlilega byrjaðir að velta því fyrir sér hver muni taka að sér hið erfiða hlutverk að fylla skarð Ferguson sem er að margra mati ómögulegt verkefni. 8. maí 2013 10:02
Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47