Svipmyndir frá litríkum ferli Ferguson Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2013 09:53 Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. Ferguson tók við liði Manchester United árið 1986. Áður hafði hann stýrt St. Mirren og Aberdeen í Skotlandi þar sem hann er fæddur. Hann gerði Aberdeen þrívegis að skoskum meisturum en sigur í Evrópukeppni bikarhafa árið 1983 stóð upp úr. Ferguson tók við landsliði Skota fyrir heimsmeistaramótið 1986 vegna skyndilegs andláts Jock Stein. Ferguson var meðal annars boðið stjórastarfið hjá Tottenham áður en Manchester United kom inn í myndina. Ron Atkinson var rekinn vegna dapurs árangurs í nóvember 1986 og Skotinn ákveðni var fenginn í hans stað. Þrjú og hálft ár liðu þar til fyrsti bikarinn kom loksins í hús. Þá lagði United lið Crystal Palace í endurteknum bikarúrslitaleik á Wembley. Stíflan var brostin. Sigur í Evrópukeppni bikarhafa kom ári síðar, svo sigur í enska deildabikarnum og loksins, vorið 1993, kom fyrsti Englandsmeistaratitillinn í hús eftir 26 ára þurrkatíð. Síðan hefur United orðið meistari 13 sinnum og 20 sinnum alls. Stjórinn fór alltaf sínar eigin leiðir og ef leikmenn fóru yfir strikið að mati Skotans þurftu þeir að yfirgefa félagið. Þannig yfirgáfu Roy Keane, Jaap Stam og fleiri herbúðir United eftir ósætti við stjórann. Þrátt fyrir að lykilmenn hyrfu á braut tókst honum alltaf að byggja upp nýtt lið og titlarnir héldu áfram að streyma inn. Hér að ofan má sjá fjölmargar myndir frá litríkum ferli Skotans.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.Sir Alex með Evrópumeistaratitilinn í Mosvku árið 2008.Nordicphotos/GettyFred the Red, stuðningsmannadýr Rauðu djöflanna, ræðir við Sir Alex.Nordicphotos/GettySir Alex og Sir Bobby Charlton fara yfir málin á Carrington æfingasvæðinu.Nordicphotos/GettyMeð Evrópumeistararitilinn sem vannst á elleftu stundu í Barcelona 1999.Nordicphotos/GettySir Alex fagnar sem stjóri Aberdeen.Nordicphotos/GettySir Alex, Mark Hughes og Sir Bobby Charlton með Englandsmeistaratitilinn langþráða árið 1993.Nordicphotos/GettyMeð löndum sínum Gordon Strachan og Jim Leighton.Nordicphotos/GettySigri fagnað í Evrópukeppni bikarhafa í Rotterdam 1991.Nordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Hver tekur við af Ferguson? Þar sem Sir Alex Ferguson ætlar að stíga niður úr brúnni hjá Man. Utd eru menn eðlilega byrjaðir að velta því fyrir sér hver muni taka að sér hið erfiða hlutverk að fylla skarð Ferguson sem er að margra mati ómögulegt verkefni. 8. maí 2013 10:02 Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Sjá meira
Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. Ferguson tók við liði Manchester United árið 1986. Áður hafði hann stýrt St. Mirren og Aberdeen í Skotlandi þar sem hann er fæddur. Hann gerði Aberdeen þrívegis að skoskum meisturum en sigur í Evrópukeppni bikarhafa árið 1983 stóð upp úr. Ferguson tók við landsliði Skota fyrir heimsmeistaramótið 1986 vegna skyndilegs andláts Jock Stein. Ferguson var meðal annars boðið stjórastarfið hjá Tottenham áður en Manchester United kom inn í myndina. Ron Atkinson var rekinn vegna dapurs árangurs í nóvember 1986 og Skotinn ákveðni var fenginn í hans stað. Þrjú og hálft ár liðu þar til fyrsti bikarinn kom loksins í hús. Þá lagði United lið Crystal Palace í endurteknum bikarúrslitaleik á Wembley. Stíflan var brostin. Sigur í Evrópukeppni bikarhafa kom ári síðar, svo sigur í enska deildabikarnum og loksins, vorið 1993, kom fyrsti Englandsmeistaratitillinn í hús eftir 26 ára þurrkatíð. Síðan hefur United orðið meistari 13 sinnum og 20 sinnum alls. Stjórinn fór alltaf sínar eigin leiðir og ef leikmenn fóru yfir strikið að mati Skotans þurftu þeir að yfirgefa félagið. Þannig yfirgáfu Roy Keane, Jaap Stam og fleiri herbúðir United eftir ósætti við stjórann. Þrátt fyrir að lykilmenn hyrfu á braut tókst honum alltaf að byggja upp nýtt lið og titlarnir héldu áfram að streyma inn. Hér að ofan má sjá fjölmargar myndir frá litríkum ferli Skotans.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.Sir Alex með Evrópumeistaratitilinn í Mosvku árið 2008.Nordicphotos/GettyFred the Red, stuðningsmannadýr Rauðu djöflanna, ræðir við Sir Alex.Nordicphotos/GettySir Alex og Sir Bobby Charlton fara yfir málin á Carrington æfingasvæðinu.Nordicphotos/GettyMeð Evrópumeistararitilinn sem vannst á elleftu stundu í Barcelona 1999.Nordicphotos/GettySir Alex fagnar sem stjóri Aberdeen.Nordicphotos/GettySir Alex, Mark Hughes og Sir Bobby Charlton með Englandsmeistaratitilinn langþráða árið 1993.Nordicphotos/GettyMeð löndum sínum Gordon Strachan og Jim Leighton.Nordicphotos/GettySigri fagnað í Evrópukeppni bikarhafa í Rotterdam 1991.Nordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNordicphotos/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Hver tekur við af Ferguson? Þar sem Sir Alex Ferguson ætlar að stíga niður úr brúnni hjá Man. Utd eru menn eðlilega byrjaðir að velta því fyrir sér hver muni taka að sér hið erfiða hlutverk að fylla skarð Ferguson sem er að margra mati ómögulegt verkefni. 8. maí 2013 10:02 Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Sjá meira
Hver tekur við af Ferguson? Þar sem Sir Alex Ferguson ætlar að stíga niður úr brúnni hjá Man. Utd eru menn eðlilega byrjaðir að velta því fyrir sér hver muni taka að sér hið erfiða hlutverk að fylla skarð Ferguson sem er að margra mati ómögulegt verkefni. 8. maí 2013 10:02
Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47