Abramovich ætlar að minnka við leikmannakaup 24. desember 2006 20:00 Það skemmtilegasta sem Roman Abramovich gerir er að fylgjast með liði sínu í eldlínunni á Stamford Bridge. MYND/Getty Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich segir í viðtali við hið virta dagblað The Observer í Bretlandi að hann hyggist draga úr fjárveitingum til leikmannakaupa hjá félaginu á næstunni og leggja traust sitt á ungu leikmennina hjá félaginu. Rússinn kemur víða við í viðtalinu og greinir einnig frá sambandi sínu við Jose Mourinho. "Okkar markmið er að framleiða okkar eigin leikmenn í gegnum akademíuna, sem er orðin mjög öflug. Við munum eyða minni pening á leikmannamarkaðinum í nánustu framtíð," segir Abramovich, en hann hefur gefið afar fá viðtöl síðan hann kom til Englands og tók yfir Chelsea árið 2003. Abramovich segist meðal annars ekki þola að tapa. "Ég verð ótrúlega svekktur þegar við töpum. Ég á erfitt með að sætta mig við tap," sagði Rússinn en bætti því við að sælutilfinningin sem fylgdi meistaratitlinum 2005 hefði verið engri annari lík. "Þeir sem þekkja mig hafa stundum haldið því fram að það sem ég er að gera hér hjá Chelsea sé bara eitthvað stundargaman og nú þegar við erum búnir að vinna deildina í tvígang þá langi mig að snúa mér að einhverju öðru. Þetta er einfaldlega ekki rétt," segir Abramovich einnig í viðtalinu. "Þvert á móti er ég spenntari sem aldrei fyrr núna. Ég er spenntastur fyrir þetta tímabil heldur en þau fyrri sem ég hef verið hér. Hver einasti leikur er tilhlökkun fyrir mér. Titilinn sjálfur í lok tímabilsins er í raun aukaatriði - það er spennan fyrir hvern einasta leik sem er aðalmálið," sagði Rússinn. Spurður um samband sitt við knattspyrnustjórann Jose Mourinho sagði Abramovich það vera fyrst og fremst faglegt. "Við erum ekki nánir en sambandið er samt nægilega náið," sagði Abramovich og reyndi að snúa sér undan spurningunni. "Ég ber mikla virðingu fyrir honum," bætti hann við. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich segir í viðtali við hið virta dagblað The Observer í Bretlandi að hann hyggist draga úr fjárveitingum til leikmannakaupa hjá félaginu á næstunni og leggja traust sitt á ungu leikmennina hjá félaginu. Rússinn kemur víða við í viðtalinu og greinir einnig frá sambandi sínu við Jose Mourinho. "Okkar markmið er að framleiða okkar eigin leikmenn í gegnum akademíuna, sem er orðin mjög öflug. Við munum eyða minni pening á leikmannamarkaðinum í nánustu framtíð," segir Abramovich, en hann hefur gefið afar fá viðtöl síðan hann kom til Englands og tók yfir Chelsea árið 2003. Abramovich segist meðal annars ekki þola að tapa. "Ég verð ótrúlega svekktur þegar við töpum. Ég á erfitt með að sætta mig við tap," sagði Rússinn en bætti því við að sælutilfinningin sem fylgdi meistaratitlinum 2005 hefði verið engri annari lík. "Þeir sem þekkja mig hafa stundum haldið því fram að það sem ég er að gera hér hjá Chelsea sé bara eitthvað stundargaman og nú þegar við erum búnir að vinna deildina í tvígang þá langi mig að snúa mér að einhverju öðru. Þetta er einfaldlega ekki rétt," segir Abramovich einnig í viðtalinu. "Þvert á móti er ég spenntari sem aldrei fyrr núna. Ég er spenntastur fyrir þetta tímabil heldur en þau fyrri sem ég hef verið hér. Hver einasti leikur er tilhlökkun fyrir mér. Titilinn sjálfur í lok tímabilsins er í raun aukaatriði - það er spennan fyrir hvern einasta leik sem er aðalmálið," sagði Rússinn. Spurður um samband sitt við knattspyrnustjórann Jose Mourinho sagði Abramovich það vera fyrst og fremst faglegt. "Við erum ekki nánir en sambandið er samt nægilega náið," sagði Abramovich og reyndi að snúa sér undan spurningunni. "Ég ber mikla virðingu fyrir honum," bætti hann við.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira