Fótbolti

Arsenal að missa menn í meiðsli

Landsleikjahlé eru oft sá tími þar sem þjálfara félagsliða þurfa bíða með öndina í hálsinum eftir fréttum af því að sínir menn séu heilir heilsu. Mikel Arteta þarf núna að bíða eftir fréttum af tveimur lykilleikmönnum sem meiddust með landsliðunum sínum um helgina.

Fótbolti

Vig­dís Lilja á skotskónum

Vigdís Kristjánsdóttir kom Anderlecth yfir á móti Standard Liege fyrr í dag með marki á 24. mínútu. Um var að ræða viðureign fornrna fjenda í belgíska fótboltanum en Anderlecht er í öðru sæti deildarinnar.

Fótbolti

Hákon: Þú vilt spila þessa leiki

Hákon Arnar Haraldsson fyrirliði er klár í slaginn fyrir úrslitastund íslenska landsliðsins í fótbolta gegn Úkraínu á morgun. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn og segir að þetta séu leikirnir sem leikmenn vilja spila.

Fótbolti

Åge Hareide glímir við sjúk­dóm

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, Åge Hareide, glímir við sjúkdóm en það kom fram á blaðamannafundi Ståle Solbakken fyrir leik Norðmanna og Ítalíu á morgun. Ekki hefur komið fram hverskonar sjúkdóm Åge glímir við.

Fótbolti

Arna og Sæ­dís spiluðu í sigri Våleranga

Arna Eiríksdóttir og Sædís Heiðarsdóttir byrjuðu báðar inn á þegar Våleranga bar sigurorð af Røa í lokaumferð Toppserien í Noregi í dag. Leikurinn endaði 1-0 fyrir heimakonur í Våleranga sem styrktu stöðu sína í öðru sæti deildarinnar.

Fótbolti

„Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“

Arnar Gunnlaugsson býr sig undir afar krefjandi leik Íslands gegn Úkraínu á morgun, um að komast í HM-umspilið í fótbolta. Hann segir alla sína lærisveina klára í slaginn og að liðið þurfi að sýna betri varnarleik en í Aserbaísjan á fimmtudaginn.

Fótbolti

Tólfan boðar til partýs í Var­sjá

Meðlimir Tólfunnar, stuðningssveitar íslensku fótboltalandsliðanna, mættu til Varsjár í nótt og ætla að láta í sér heyra á úrslitaleik Íslands og Úkraínu á morgun um sæti í HM-umspilinu.

Fótbolti

Lofar að fara spar­lega með Isak

Graham Potter hefur valið sitt fyrsta byrjunarlið sem landsliðsþjálfari Svía í fótbolta, fyrir leikinn við Sviss í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Flestar helstu stjörnur Svía vantar í liðið.

Enski boltinn

Skraut­legur ferða­dagur

Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta munu æfa á pólska hervellinum, heimavelli Legía Varsjá, í pólsku borginni seinni partinn í dag. Þeir lentu í gær eftir skrautlegan ferðadag, í það minnsta fyrir ferðafélaga þeirra.

Fótbolti

Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af

Þegar Christian Eriksen fór í hjartastopp og féll í grasið, í fyrsta leik Danmerkur á EM í fótbolta sumarið 2021, var liðsfélagi hans Simon Kjær einn þeirra sem komu fyrst að honum. Eriksen lifði af en atvikið hafði vitaskuld mikil áhrif á Kjær.

Fótbolti

Hvernig umspil færi Ís­land í?

Ísland mætir Ítalíu á Laugardalsvelli, þann 31. mars, í hreinum úrslitaleik um hvort liðanna verður með á HM í fótbolta næsta sumar, eftir sigurinn gegn Tékkum í Prag fimm dögum áður.

Fótbolti

Holland getur fagnað HM-sæti en Þýska­land þarf stig

Newcastle-maðurinn Nick Woltemade skoraði bæði mörk Þýskalands í kvöld, í 2-0 útisigri gegn Lúxemborg, en það dugði ekki til að tryggja Þjóðverjum HM-farseðil. Þeirra bíður úrslitaleikur við Slóvaka en Hollendingar geta farið að fagna.

Fótbolti

Króatar á HM en draumur Fær­eyja úti

Færeyingar náðu að komast yfir gegn Króötum í Rijeka í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta, en urðu að lokum að sætta sig við 3-1 tap. Þar með er HM-draumur Færeyja úti en Króatar tryggðu sér sæti á mótinu næsta sumar.

Fótbolti