Fótbolti

Ó­heppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd

Þrátt fyrir vasklega framgöngu varð norska liðið Vålerenga, með Sædísi Rún Heiðarsdóttur og Örnu Eiríksdóttur innanborðs, að sætta sig við 1-0 tap á útivelli gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld.

Fótbolti

Von­svikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum

Breiðablik sigraði Spartak Subotica með fjórum mörkum í Evrópukeppni kvenna í kvöld. Veðrið hafði töluverð áhrif á leikinn en Nik Chamberlain, þjálfari Blika, sagði að liðið hefði átt að vera betra með boltann í kvöld og var í raun vonsvikinn þrátt fyrir 4-0 sigur.

Fótbolti

Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum

Það var vel fagnað í Hollandi í kvöld þegar Twente, liði Amöndu Andradóttur, tókst að landa stigi gegn Englandsmeisturum síðustu sex ára í röð, Chelsea, í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Fótbolti

Cecilía og Karó­lína komnar inn um dyrnar

Það er alveg hægt að segja að Inter, lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sé komið inn í Evrópubikarinn í fótbolta þó að liðið eigi eftir seinni leik sinn við albanska liðið Vllaznia. Fyrri leikurinn fór 7-0 á Ítalíu í kvöld.

Fótbolti

Salah sendi Egypta á HM

Mohamed Salah og félagar hans í egypska landsliðinu verða með á HM í fótbolta næsta sumar, eftir 3-0 sigur gegn Djibútí í dag.

Fótbolti

Mark­vörður Real í fýlu og mætir ekki til Ís­lands

Nú eru aðeins tveir dagar í gríðarlega mikilvægan leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM karla í fótbolta, á Laugardalsvelli. Einn af þeim sem íslensku strákarnir munu þó ekki glíma við er markvörðurinn Andriy Lunin, leikmaður Real Madrid, sem sagður er í fýlu við landsliðsþjálfarann.

Fótbolti

Lugu til um afa og ömmur sjö lands­liðs­manna

FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur sett sjö fótboltamenn í árs bann og veitt malasíska knattspyrnusambandinu háa sekt fyrir að falsa fæðingarvottorð leikmannanna svo að þeir mættu spila fyrir hönd Malasíu.

Fótbolti

Sam­mála Eiði pabba sínum um heimsku­pör

Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum.

Fótbolti

„Maður verður bara að styðja við bakið á honum“

Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna.

Fótbolti