Fótbolti

Draumur Brassa um Ancelotti að rætast

Þjálfarinn sigursæli Carlo Ancelotti er á lokametrunum með Real Madrid og hefur komist að samkomulagi um að verða næsti landsliðsþjálfari Brasilíu í júní. Þar með verður hann einn hæst launaði landsliðsþjálfari heims.

Fótbolti

Villa mót­mælir fyrir­hugaðri breytingu

Enska knattspyrnufélagið Aston Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu úrvalsdeildarinnar á leikdegi félagsins gegn Tottenham Hotspur. Leikurinn á að fara fram sunnudaginn 18. maí en í yfirlýsingu Tottenham segir að félagið hafi þegar rætt við úrvalsdeildina um að færa leikinn.

Enski boltinn

„Ekki á­hyggju­efni, þetta var bara hörku­leikur“

„Miðað við hvernig síðustu leikir hafa verið milli okkar þá bjóst ég við að við myndum stela þessu í lokin. Við vorum ansi nálægt því og það hefði verið mjög sætt að taka þrjú stig. En ég held að ef við lítum á allan leikinn hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða“ sagði þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen eftir 1-1 jafntefli Víkings við Val á Hlíðarenda. Bæði mörkin voru skoruð úr vítaspyrnum en Víkingur átti skalla í slánna í uppbótartíma.

Íslenski boltinn

Upp­gjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafn­tefli sann­gjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs

Valur og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli sín á milli á Hlíðarenda, bæði mörk skoruð úr vítaspyrnum og liðin bæði hræddari við tap en þau voru hungruð í sigur. Víkingur ógnaði varla marki í seinni hálfleik en átti skalla í slánna í uppbótartíma. Jafntefli sanngjörn niðurstaða, Víkingur með sjö stig og Valur sex stig þegar fjórar umferðir hafa verið spilaðar.

Íslenski boltinn

Leik­sigur Wright vekur lukku

Arsenal-goðsögnin Ian Wright fer mikinn í auglýsingu þýska íþróttaframleiðandans Adidas vegna leiks Arsenal og Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun.

Fótbolti

Vilja úr­slita­leik snemma vegna Euro­vision

Breski ríkismiðillinn BBC þrýstir nú á það að úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar þann 17. maí fari fram klukkan þrjú að staðartíma, til að öruggt sé að bikarmeistarar verði krýndir nokkru áður en Eurovision hefst í Basel um kvöldið.

Enski boltinn

Sjáðu markaveislu KR og rot­högg KA gegn FH

KR-ingar slógu upp veislu í Laugardalnum í gær þegar þeir völtuðu yfir Skagamenn, 5-0. KA skoraði sigurmark nokkrum sekúndum eftir að FH jafnaði og Breiðablik kom sér yfir Vestra á toppinn. Mörkin úr Bestu deild karla í gær má nú sjá á Vísi.

Íslenski boltinn

Sviptir hulunni af dular­fullu dollunni

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Bestu-deild karla, hefur svipt hulunni af því hvað var að finna í dularfullu dollunni sem var til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar.

Fótbolti

„Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“

„Við skulduðum heilsteypta frammistöðu, leikirnir búnir að vera frekar kaflaskiptir en mér fannst þetta bara níutíu mínútur af frábærum fótbolta, vinnusemi og liðsheild“ sagði fyrirliðinn Aron Sigurðarson eftir 5-0 sigur KR gegn ÍA. Hann sneri aftur úr leikbanni, í hörkuformi að eigin sögn, lagði upp mark og skoraði tvö.

Íslenski boltinn

Upp­gjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við

KR tók á móti ÍA og bauð upp á fimm marka flengingu í fjórðu umferð Bestu deildar karla. 5-0 niðurstaðan í Laugardalnum og KR enn ósigrað. ÍA hefur hins vegar tapað síðustu þremur leikjum. Fyrirliðinn Aron Sigurðarson sneri aftur úr leikbanni, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Atli Sigurjónsson kom inn af varamannabekknum og lagði upp síðustu tvö mörkin. 

Íslenski boltinn