Fótbolti

Á­sakaður um að lemja leik­menn í unglingaliði Roma

Ítalska knattspyrnusambandið hefur hrundið af stað rannsókn eftir að Roma ásakaði Nicolo Zaniolo, leikmann Fiorentina, um að storma inn í búningsherbergi og slá til tveggja leikmanna í unglingaliði Roma, eftir leik unglingaliðanna í gærkvöldi. Zaniolo segist hafa ætlað að þakka þeim fyrir tímabilið, þeir hafi svarað með móðgandi hætti og hann hafi yfirgefið svæðið.

Fótbolti

Niður­brotinn Klopp í sjokki

Jur­gen Klopp, fyrr­verandi þjálfari enska úr­vals­deildar­félagsins Liver­pool, segist í færslu á sam­félags­miðlum núna í morgun vera í sjokki og niður­brotinn vegna at­burðarins í Liver­pool­borg í gær þar sem að maður ók bíl sínum á hóp fólks sem var að fagna Eng­land­meistara­titli Liver­pool.

Enski boltinn

Búinn að kaupa hús og lög­fræðingarnir lentir í Napoli

Forseti Napoli, Aurelio De Laurentiis, segir belgíska miðjumanninn Kevin De Bruyne við það að ganga frá samningi við félagið, hann sé búinn að kaupa hús fyrir fjölskylduna í Napoli. Greint er frá því að lögfræðingar De Bruyne séu mættir til Napoli að ganga frá samningum.

Fótbolti

Sótt að Sæ­vari Atla á flug­vellinum í Bergen

Hópur fjölmiðla­manna var mættur á flug­völlinn í Bergen í morgun þegar að knatt­spyrnu­maðurinn Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt um­boðs­manni sínum á leið í viðræður við norska úr­vals­deildar­félagið Brann.

Fótbolti

Ronaldo segir þessum kafla lokið

Cristiano Ronaldo virðist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir sádiarabíska félagið Al Nassr í gær, þegar hann skoraði sitt 800. mark fyrir félagslið á ferlinum.

Fótbolti

Greip í hár mót­herja og kippti til og frá

Bandaríska knattspyrnukonan Kayla Fischer á yfir höfði sér bann eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu í leik gegn Angel City, nýja liðinu hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur, og kippt með grófum hætti í hár andstæðings.

Fótbolti

Sæ­var Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys

Það stefnir allt í að Sævar Atli Magnússon muni vinna undir stjórn Freys Alexanderssonar á nýjan leik. Þeir koma báðir frá Leikni Reykjavík og var Sævar Atli einn af fyrstu mönnunum sem Freyr sótti eftir að hafa tekið við Lyngby í Danmörku.

Fótbolti

Settu met í töpum en spila í Meistara­deild Evrópu

Með 4-1 tapinu á heimavelli gegn Brighton í gær setti Tottenham met yfir flest töp án þess að það kosti fall, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Það er ástæðan fyrir því að óvissa ríkir um framtí Ange Postecoglou, þrátt fyrir Evrópudeildarmeistaratitil og sæti í Meistaradeildinni.

Enski boltinn

Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn

Sancheev Manoharan hefur verið rekinn úr starfi þjálfara norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund eftir tap liðsins gegn Brann í gær og afleit úrslit upp á síðkastið. Téður Sancheev tók við þjálfun liðsins eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson hætti sem þjálfari Haugesund á sínum tíma.

Fótbolti

At­hæfi Freys og Eggerts vekur at­hygli í Noregi

Félags­leg færni Ís­lendinganna Freys Alexanders­sonar, þjálfara norska úr­vals­deildar­liðsins Brann í fót­bolta og Eggerts Arons Guð­munds­sonar, leik­manns liðsins hefur vakið at­hygli hjá fjölmiðlum í Noregi og fengu stuðnings­menn Brann að njóta góðs af því eftir sigur­leik í gær.

Fótbolti

Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu

FH vann 2-0 sigur í Kaplakrika í gærkvöldi þegar liðið tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks. Kjartan Kári Halldórsson átti stoðsendinguna í báðum mörkunum, sem „Halli og Laddi“, eða Björn Daníel Sverrisson og Sigurður Bjartur Hallsson, skoruðu.

Íslenski boltinn

Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómara­vals gær­dagsins

Aston Villa hefur lagt fram formlega kvörtun til dómarasambands ensku úrvalsdeildarinnar vegna leiks Manchester United og Aston Villa í gær. Kvörtunin snýr þó ekki að umdeildri ákvörðun Thomas Bramall dómara leiksins heldur að hann hafi verið settur á leikinn til að byrja með.

Fótbolti

Mo Salah jafnaði met tveggja goð­sagna

Mo Salah er markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið með 29 mörk. Salah lét sér þó ekki nægja að skora mörk heldur lagði hann einnig upp 18 slík og kom því að 47 mörkum alls. Aðeins tvisvar áður hefur slíkt verið afrekað í deildinni. 

Fótbolti