Fótbolti

Reynslumiklar Valskonur kveðja

Það er augljóst að lið Vals verður í talsvert breyttri mynd næsta sumar í Bestu deild kvenna. Stjórn Vals birti í dag á samfélagsmiðlum tilkynningu um að fjórir leikmenn myndu kveðja strax í dag, ein væri með samningstilboð og ein myndi kveðja um áramótin.

Fótbolti

„Vilt ein­hvern veginn ekki gera neitt“

Hákon Arnar Haraldsson, fyrirliði Íslands, sagðist svo sannarlega finna mikla tómleikatilfinningu eftir tapið gegn Úkraínu í kvöld. HM-draumurinn er úti en eins og Hákon benti á eru hann og margir aðrir í liðinu ungir að árum, og nú verður stefnan sett á EM 2028.

Fótbolti

Arnar: Ég laug að­eins að strákunum í sumar

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari var til viðtals út á velli rétt fyrir leikinn gegn Úkraínu í Varsjá. Hann útskýrði breytingarnar á byrjunarliðinu og hvað hann er að pæla í þessum mikilvæga leik. Leikurinn hefst kl. 17 í dag og er í opinni dagskrá á Sýn Sport.

Fótbolti

Haf­rún Rakel hetja Bröndby

Landsliðskonan Hafrún Rakel Halldórsdóttir reyndist hetja Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, þegar hún skoraði sigurmarkið gegn Kolding á útivelli.

Fótbolti

Haaland þakk­látur mömmu sinni

Erling Haaland er með alvöru íþróttagen sem eflaust hafa hjálpað honum að verða að þeirri markamaskínu sem hann er. Hann kveðst afar þakklátur fyrir mömmu sína, Gry Marita Braut.

Fótbolti

Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag

Ruslan Malinovskyi er klár í slaginn með Úkraínu fyrir leik dagsins við Ísland. Það eru ekki frábærar fréttir fyrir Ísland, en hann er að stíga upp úr meiðslum, hvíldi gegn Frökkum og vonast til að Úkraínumenn endurtaki leikinn frá 5-3 sigrinum í Laugardal í október.

Fótbolti

200 gegn 18 þúsund

Búist er við 18 þúsund manns eða svo í stúkunni er Úkraínumenn og Íslendingar takast á um umspilssæti fyrir HM 2026 í fótbolta í Varsjá síðdegis. Áhugavert verður að sjá hvernig strákarnir okkar mæta til leiks en þjálfarinn lofar breytingum.

Fótbolti

„Það verða breytingar“

„Við vitum hvað bíður okkar. Við vitum hvað við þurfum að gera,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, fyrir leik karlaliðs Íslands í fótbolta við Úkraínu í Varsjá í dag. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í umspili HM.

Fótbolti

Rebrov: Karakterinn lykil­at­riði

Sergei Rebrov sagði að sínir menn væru með sjálfstraust fyrir úrslitaleikinn um umspilssætið á HM ´26 gegn Íslandi. Hann sagði einnig að bæði lið væru með karakter sem væri lykilatriði í leiknum mikilvæga.

Fótbolti

Arsenal að missa menn í meiðsli

Landsleikjahlé eru oft sá tími þar sem þjálfara félagsliða þurfa bíða með öndina í hálsinum eftir fréttum af því að sínir menn séu heilir heilsu. Mikel Arteta þarf núna að bíða eftir fréttum af tveimur lykilleikmönnum sem meiddust með landsliðunum sínum um helgina.

Fótbolti

Vig­dís Lilja á skotskónum

Vigdís Kristjánsdóttir kom Anderlecth yfir á móti Standard Liege fyrr í dag með marki á 24. mínútu. Um var að ræða viðureign fornrna fjenda í belgíska fótboltanum en Anderlecht er í öðru sæti deildarinnar.

Fótbolti

Hákon: Þú vilt spila þessa leiki

Hákon Arnar Haraldsson fyrirliði er klár í slaginn fyrir úrslitastund íslenska landsliðsins í fótbolta gegn Úkraínu á morgun. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn og segir að þetta séu leikirnir sem leikmenn vilja spila.

Fótbolti

Åge Hareide glímir við sjúk­dóm

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, Åge Hareide, glímir við sjúkdóm en það kom fram á blaðamannafundi Ståle Solbakken fyrir leik Norðmanna og Ítalíu á morgun. Ekki hefur komið fram hverskonar sjúkdóm Åge glímir við.

Fótbolti

Arna og Sæ­dís spiluðu í sigri Våleranga

Arna Eiríksdóttir og Sædís Heiðarsdóttir byrjuðu báðar inn á þegar Våleranga bar sigurorð af Røa í lokaumferð Toppserien í Noregi í dag. Leikurinn endaði 1-0 fyrir heimakonur í Våleranga sem styrktu stöðu sína í öðru sæti deildarinnar.

Fótbolti

„Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“

Arnar Gunnlaugsson býr sig undir afar krefjandi leik Íslands gegn Úkraínu á morgun, um að komast í HM-umspilið í fótbolta. Hann segir alla sína lærisveina klára í slaginn og að liðið þurfi að sýna betri varnarleik en í Aserbaísjan á fimmtudaginn.

Fótbolti