Fótbolti

Eyddi samfélagsmiðlum eftir erfitt tímabil
Christian Pulisic, leikmaður Chelsea, er ekki meðvitaður um slúðrið um framtíð hans þar sem hann eyddi öllum samfélagsmiðlum út af símanum sínum.

Postecoglou tekinn við Tottenham
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur hefur ráðið ástralska knattspyrnustjórann Ange Postecoglou til starfa.

Skilur ekki af hverju United seldi fimmmenningana
Rio Ferdinand skilur ekki af hverju Manchester United seldi fimm ómærðar hetjur eftir að Sir Alex Ferguson hætti með liðið. Hann segir að þessir leikmenn hafi verið fjörgjafi United.

Fyrrverandi leikmaður Inter reyndi að kyrkja systur sína
Alsírski fótboltamaðurinn Ishak Belfodil hefur verið handtekinn fyrir að reyna að kyrkja fimmtán ára systur sína.

Draumurinn rættist: „Þetta er pabbi minn!“
Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á fimmtudaginn var þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild karla. Hann þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann.

Segja að Maldini hafa verið rekinn frá Milan
Paolo Maldini ku hafa verið rekinn frá AC Milan eftir hitafund með eiganda félagsins, Gerry Cardinale.

Ríkissjóðurinn sem á Newcastle kaupir liðið hans Ronaldo og þrjú önnur
PIF, opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu, hefur fest kaup á fjórum stærstu liðum landsins. Á þetta að stuðla að því að fá stærstu nöfn knattspyrnunnar til Sádi-Arabíu.

„Held ég sé mjög vanmetinn“
„Ég var náttúrulega hafsent sem leyfði öðrum að njóta sín því ég vildi ekki taka neina sénsa,“ sagði miðvörðurinn fyrrverandi Grétar Sigfinnur Sigurðarson í hlaðvarpsþættinum Chat After Dark, áður Chess After Dark, á dögunum.

Gísli um þriðja markið: „Þetta var bara svona eins og venjuleg þriðjudagsæfing“
Breiðablik vann í kvöld torsóttan 3-1 sigur á FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Liðið er því komið í undanúrslit og stefnir á bikarinn. Gísli Eyjólfsson, leikmaður Blika, var sáttur með sigurinn að lokum. Gísli sat á bekknum í fyrri hálfleik en kom inná í hálfleik.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 3-1 | Heimamenn kláruðu dæmið í lokin
Breiðablik er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á FH. Staðan var jöfn þegar venjulegur leiktími var að renna sitt skeið en Blikar kláruðu dæmið í blálok leiksins.

PSG hótaði að kvarta undan Chelsea og er nú við það að semja við Ugarte
Frakklandsmeistarar París Saint-Germain hótuðu að senda kvörtun til Knattspyrnusambands Evrópu vegna mögulegra kaupa Chelsea á Manuel Ugarte, miðjumanni Sporting frá Lissabon. Sá er nú við það að skrifa undir fimm ára samning í París.

Berglind Rós til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals
Valur hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna í knattspyrnu en Berglind Rós Ágústsdóttir hefur samið við liðið út tímabilið. Frá þessu greindi Valur fyrr í kvöld.

Daníel Tristan fékk sínar fyrstu mínútur er Malmö tyllti sér á toppinn
Malmö er komið á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 5-0 sigur á Degerfoss. Hinn 17 ára gamli Daníel Tristan Guðjohnsen spilaði sína fyrstu mínútur á tímabilinu. Valgeir Lunddal Friðriksson var á sínum stað í meistaraliði Häcken þegar liðið vann Varberg.

„Nálægt því að verða eitt af þessum gömlu goðsagnakenndum liðum”
Víkingur frá Reykjavík vann 2-1 sigur á Þór Akureyri á Þórsvellinum í dag. Víkingar skoruðu mörkin snemma í sitthvorum hálfleiknum en Þórsurum tókst að jafna í fyrri hálfleik. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð brattur eftir leik og fannst gaman að koma í Þorpið.

Umfjöllun og viðtöl: Þór - Víkingur 1-2 | Meistararnir í undanúrslit
Í fjórða skiptið í röð verða bikarmeistarar Víkings í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir 2-1 sigur á Lengjudeildarliði Þórs fyrir norðan í dag. Baráttuglaðir Þórsarar gáfu toppliði Bestu deildarinnar hörkuleik en það dugði ekki til.

Berglind Björg ólétt: „Nei, ég er ekki hætt“
Landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður París Saint-Germain í Frakklandi, er ólétt. Um er að ræða hennar fyrsta barn.

Sex Evrópumeistarar í liði ársins | Engin Sveindís Jane né Glódís Perla
Knattspyrnusamband Evrópu hefur opinberað lið ársins í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu. Enginn Íslendingur er á listanum en þar má finna sex leikmenn Evrópumeistara Barcelona, þá eru fjórar úr Wolfsburg en þó engin Sveindís Jane Jónsdóttir.

Nýjar reglur kalla á aukaleik um sæti í efstu deild eftir sáran endi
Tímabilinu í ítölsku A-deildinni í fótbolta er ekki lokið því nú er ljóst að það reynir á nýjar reglur um það þegar lið verða jöfn að stigum í deildinni. Spezia og Hellas Verona mætast því í úrslitaleik um áframhaldandi veru í deildinni.

Benzema fetar í fótspor Ronaldos og fer til Sádi-Arabíu
Franski knattspyrnumaðurinn Karim Benzema er á leið til Sádi-Arabíumeistara Al-Ittihad. Benzema lék sinn síðasta leik fyrir Real Madrid í gær í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar eftir fjórtán ára veru hjá félaginu.

Sara orðið bikarmeistari í fjórum löndum
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur orðið bikarmeistari í öllum löndum sem hún hefur spilað í nema á Íslandi.

Nagelsmann vill fá Henry með sér til PSG
Þýski knattspyrnustjórinn Julian Nagelsmann vill að Thierry Henry, fyrrverandi leikmaður Arsenal og franska landsliðsins, komi með sér til Parísar og verði aðstoðarmaður sinn hjá franska stórveldinu Paris Saint-Germain.

Stóðu heiðursvörð um tárvotan Lahoz eftir að hann dæmdi sinn síðasta leik
Það var tilfinningaþrungin stund fyrir dómarann Antonio Mateu Lahoz eftir leik Mallorca og Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga, í gær. Lahoz var að dæma sinn síðasta leik í deildinni og leikmenn liðanna stóðu heiðursvörð um dómarann eftir að hann flautaði til leiksloka.

Arnar sér ekki eftir ummælum sínum: „Bara nokkuð sáttur“
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings Reykjavíkur í fótbolta, sér ekki eftir ummælum sínum í hitaviðtali sem hann fór í á Stöð 2 Sport strax eftir baráttuleik gegn Breiðabliki á dögunum þar sem að sauð upp úr.

Postecoglou náð samkomulagi við Tottenham
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Ange Postecoglou verði næsti knattspyrnustjóri Tottenham.

Liverpool búið að klófesta argentínska heimsmeistarann
Liverpool hefur náð samkomulagi við Brighton um kaup á argentínska heimsmeistaranum Alexis Mac Allister.

Ætla að fá Kane fyrir Benzema
Real Madrid gæti reynt að fá Harry Kane til að fylla skarð Karims Benzema sem er á förum frá félaginu.

Fögnuðu bikartitlinum með Elton John og sungu „Your Song“
Leikmenn og þjálfarar Manchester City fögnuðu bikarmeistaratitlinum með sjálfum Elton John.

Laganna vörður innan vallar sem utan
Soffía Ummarin Kristinsdóttir er ein fárra kvenna sem dæma fótboltaleiki á efsta getustigi hér á landi. Hún nýtur sín vel í dómarahlutverkinu og stefnir hátt.

Ákvörðun Benzemas kom Ancelotti í opna skjöldu
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir að ákvörðun Karims Benzema að yfirgefa félagið hafi komið sér á óvart.

Réðust á átta ára strák með heilakrabbamein og kveiktu í treyju hans
Stuðningsmenn franska úrvalsdeildarliðsins Ajaccio urðu sér til skammar á leik liðsins við Marseille í gær. Þeir réðust á átta ára gamlan stuðningsmann Marseille sem glímir við krabbamein í heila.