Fleiri fréttir Fyrsta létting á gjaldeyrishöftum stendur þrátt fyrir AGS töf Fyrirhuguð létting á gjaldeyrishöftunum þann 1. nóvember mun standast, það er fyrsti áfanginn sem er opnun á innstreymi fjármagns frá erlendum aðilum á markaðinn hérlendis. Þetta verður gert þótt áframhaldandi tafir á afgreiðslu Alþjóðasjóðsins (AGS) blasi þá við. 16.10.2009 14:52 Íslandsbanki og SAT fá heimild fyrir SA tryggingum Fjármálaeftirlitið hefur veitt Íslandsbanka og SAT heimild til þess að fara með virkan eignarhlut í SA tryggingum. Þetta kemur fram á vefsíðu eftirlitsins. 16.10.2009 13:34 Kauphöllin tekur skuldabréf Nýsis úr viðskiptum eftir gjaldþrot Kauphöllin hefur ákveðið að taka skuldabréf Nýsis hf. úr viðskiptum samanber reglur kauphallarinnar með vísan til tilkynningar frá félaginu dags. 15. október 2009 þar sem fram kemur að félagið hafið verið tekið til gjaldþrotaskipta. 16.10.2009 13:18 Þrotabú Samson stefnir Nýja Kaupþingi Fyrirtaka er í þar næstu viku í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna stefnu þrotabús Samson gegn Nýja Kaupþingi. Málið snýst um að Nýja Kaupþing tók fé, samtals 520 milljónir kr., af reikningi Samson í bankanum til að greiða inn á lán sem Björgólfsfeðgar fengu upphaflega í Búnaðarbankanum 2003 til að fjármagna þriðjung af kaupverði Landsbankans. 16.10.2009 13:00 Íslandsbanki ekki lengi í eigu kröfuhafa Glitnis Kröfuhafar Glitnis munu ekki eiga Íslandsbanka lengi, en stefnt er að því að selja bankann eftir nokkur ár. Það ræðst á næstu vikum hvort kröfuhafar gamla Kaupþings eignist nýja bankann. 16.10.2009 12:10 Góðar líkur á besta þjónustujöfnuði síðan 1990 „Af þróun kortaveltunnar má þannig ráða að talsverður afgangur muni reynast af þjónustujöfnuði á þriðja fjórðungi ársins, og teljum við ekki úr vegi að ætla að hann gæti orðið á bilinu 12-18 milljarðar kr. Ef grunur okkar reynist réttur verður afgangurinn á þriðja ársfjórðungi sá mesti síðan Seðlabankinn hóf að taka saman ársfjórðungslegar greiðslujafnaðartölur árið 1990." 16.10.2009 11:57 Verðbólgan enn langmest á Íslandi en fer lækkandi Verðbólgan á Íslandi fer úr 16,0% í ágúst í 15,3% í september og lækkar því um 0,7 prósentustig milli mánaða samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Innan evrópska efnahagssvæðisins er verðbólgan langmest hér á landi. 16.10.2009 11:30 Frekari lækkun íbúðaverðs er óhjákvæmileg Í því efnahagsástandi sem nú ríkir hér á landi er frekari lækkun á íbúðaverði óhjákvæmileg að mati greiningar Íslandsbanka. Hin mikla uppsveifla undanfarinna ára á íbúðamarkaði hefur orðið til þess að nú þegar ládeyða hefur verið á þessum markaði situr eftir mikill fjöldi nýrra óseldra íbúða á framboðshlið markaðarins sem skapar frekari þrýsting til verðlækkunar. 16.10.2009 10:48 Kreditkortaveltan minnkaði um 5,6% í september Heildarvelta kreditkorta í septembermánuði var 26,0 milljarðar kr. samanborið við 27,5 milljarða kr. á sama tíma í fyrra og er þetta 5,6% samdráttur milli ára. 16.10.2009 08:45 Magma með hlutafjárútboð til að fjármagn HS Orku kaupin Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy stendur nú fyrir lokuðu hlutafjárútboði sem ætlað er að fjármagn kaupin á 8,6% hlut fyrirtækisins í HS orku. Ganga á frá þeim kaupum fyrir lok mánaðarins. 16.10.2009 08:28 Glitnir stefnir Exista og krefst 650 milljóna Exista hefur borist stefna frá Glitni eignarhaldsfélagi ehf. þar sem gerðar eru þær dómkröfur að Exista greiði félaginu samtals rúmar 650 milljónir króna vegna ógreiddra afborgana af skuldabréfaflokknum EXISTA 07 2. 16.10.2009 08:16 Hagsjá: Spáir 8,9% ársverðbólgu í október Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga milli september og október mælist 0,4%. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka þó nokkuð og mælast 8,9% í október samanborið við 10,8% í september. Þetta yrði því í fyrsta skipti í 18 mánuði sem 12 mánaða verðbólga mælist undir 10%. 16.10.2009 08:06 Afskráning Existu úr Kauphöllinni hefur engin áhrif á fjárfesta Engin viðskipti hafa verið með skuldabréf Exista í rúmlega eitt ár, samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hefur frá Existu. Áhrifin af afskáningu skuldabréfa félagsins úr Kauphöll Íslands sé því afar takmörkuð fyrir fjárfesta. 15.10.2009 19:08 Saxhóll óskar eftir gjaldþrotaskiptum Eigendur einkahlutafélagsins Heiðarsólar ehf, sem áður hét Saxhóll ehf, óskaði í dag eftir því að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Í tilkynningu frá Heiðarsól kemur fram að helstu eignir Heiðarsólar ehf. séu fólgnar í skuldabréfum, hlutabréfum og fasteignum, en auk þess hafi handbært fé félagsins um áramót verið umtalsvert eða á fjórða milljarð króna. 15.10.2009 18:10 Össur hækkaði í töluverðum viðskiptum Össur hf. hækkaði um 0,8% í töluverðum viðskiptum í kauphöllinni í dag. Veltan með hluti í félaginu nam um 133 milljónum kr. 15.10.2009 16:15 Vísitala íbúðaverðs í borginni lækkaði um 10,2% á ári Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 313,9 stig í september 2009 og lækkar um 0,1% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 1%, síðastliðna 6 mánuði hefur hún lækkað um 2,7% og lækkun síðastliðna 12 mánuði var 10,2%. 15.10.2009 16:09 Björgvin: Sáum tækifæri sem við ákváðum að grípa Björgvin Guðmundsson sem sagt hefur starfi sínu lausu sem ritstjóri viðskiptablaðs Morgunblaðsins mun á næstu dögum taka við stöðu aðstoðarritstjóra Viðskiptablaðsins. Með honum á Viðskiptablaðið fara tveir aðrir blaðamenn af Morgunblaðinu. „Við sáum tækifæri sem við ákváðum að grípa," segir Björgvin um þessa ákvörðun þeirra þremenninganna. 15.10.2009 15:56 EBÍ greiðir 300 milljóna arð til sveitarfélaga Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands (EBÍ) greiðir í dag samtals 300 milljónir króna í framlag til ágóðahlutar. Greiðslan rennur til þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að Sameignarsjóði EBÍ í réttu hlutfalli við eignaraðild þeirra að sjóðnum. 15.10.2009 15:36 Ísland á útsölu í Seattle Bandaríska blaðið The Seattle Times birtir frétt undir fyrirsögninni „Ísland á útsölu frá Seattle" þar sem fjallað er um mjög hagstæð kjör sem í boði eru hjá Icelandair frá Seattle til Reykjavíkur í beinu flugi. 15.10.2009 15:29 Viðskiptablaðamenn Morgunblaðsins hættir Fjórir blaðamenn af viðskiptablaði Morgunblaðsins er hættir störfum á blaðinu. Auk Björgvins Guðmundssonar fréttaritstjóra viðskiptahlutans hafa þeir Þorbjörn Þórðarson, Þórður Snær Júlíusson og Magnús Halldórsson sagt upp störfum. 15.10.2009 14:21 Tapið nam 12,7 milljörðum hjá borginni á fyrri helming ársins Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar (A og B-hluta), þar sem fyrirtæki í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar eins og Orkuveita Reykjavíkur eru talin með, var neikvæð um 12,7 milljarða kr. á fyrstu sex mánuðum ársins. 15.10.2009 14:09 Fjórðungur fyrirtækja ætlar að fækka starfsmönnum Sex af hverjum tíu aðildarfyrirtækjum Samtaka atvinnulífsins (SA) hyggjast ekki gera breytingar á starfsmannafjölda á næstu sex mánuðum, 14% áforma fjölgun starfsmanna en 26% hyggjast fækka þeim. Af þeim sem hyggjast fjölga starfsmönnum ætla tveir þriðju að fjölga um innan við fimm starfsmenn. 15.10.2009 13:02 Steingrímur ánægður með samkomulagið Kröfuhafar Glitnis munu eignast 95% í Íslandsbanka. Fjármálaráðherra fagnar niðurstöðunni, en kostnaður ríkisins verður um 37 milljörðum króna minni en upphaflega var áætlað. 15.10.2009 12:50 Þjóðverjinn Daniel Gros í bankaráð Seðlabankans Daniel Gros, framkvæmdastjóri hugveitunnar Centre for European Policy Studies (CEPS), var á Alþingi í dag kosinn aðalmaður í bankaráð Seðlabanka Íslands, eftir tilnefningu af hálfu þingflokks Framsóknarmanna. 15.10.2009 12:33 Portfarma gerir samning upp á hundruð milljóna Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Portfarma hefur skrifað undir samning við Grindeks, eitt stærsta lyfjasölufyrirtæki í Eystrasaltsríkjunum, um dreifingu og sölu á lyfjum fyrirtækisins í nær öll apótek í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Verðmæti samningsins hleypur á hundruðum milljóna íslenskra króna á ári. 15.10.2009 12:25 SA: Nauðsynlegt að fjölga konum í forystu fyrirtækja Samtök atvinnulífsins (SA) telja bæði nauðsynlegt og skynsamlegt að fjölga konum í forystusveit íslensks atvinnulífs og hvetja því fyrirtæki til að nýta betur kraft kvenna. 15.10.2009 12:16 Exista greiðir ekki vexti af skuldabréfum Exista hefur ákveðið að greiða ekki vaxtagreiðslur af skuldabréfum sínum sem voru á gjalddaga í gær, 14. október. Þetta er gert með vísan í samningaviðræður sem eru í gangi við handhafa skráðra skuldabréfa og víxla félagsins um frestun á greiðslum. 15.10.2009 10:45 Langtímaatvinnuleysi hefur fjórfaldast á einu ári Langtímaatvinnuleysi hefur fjórfaldast frá því í fyrra. Á þriðja ársfjórðungi höfðu um 800 manns verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði, en á sama tímabili í fyrra voru um 200 manns sem höfðu verið atvinnulausir lengur en í 12 mánuði. 15.10.2009 10:25 Erlendir eignast 95% í Íslandsbanka, ríkið sparar 37 milljarða Skilanefnd Glitnis hefur, fyrir hönd kröfuhafa, ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi við íslenska ríkið og eignast 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Þessa ákvörðun tók skilanefnd Glitnis eftir ítarlega áreiðanleikakönnun sem framkvæmd hefur verið af hálfu ráðgjafa Glitnis á rekstri Íslandsbanka. 15.10.2009 09:45 Krafa um lengingu á fresti vegna nauðungarsölu íbúða Þann 1. nóvember n.k. lýkur þeim fresti sem veittur hefur verið varðandi nauðungarsölu íbúða. Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að fresturinn verði framlengdur um 6 mánuði þannig að reynslan af aðgerðum ríkisstjórnarinnar komi í ljós áður. 15.10.2009 09:11 Eignir tryggingarfélaga hækka lítilsháttar Heildareignir tryggingarfélaganna námu 121,8 milljörðum kr. í lok ágúst og hækkuðu um 56 milljónir kr. milli mánaða. 15.10.2009 08:44 Exista undrast ákvörðun kauphallarinnar Exista undrast ákvörðun Kauphallarinnar, um opinbera áminningu og töku skuldabréfa félagsins úr viðskiptum. Frá hruni íslenska fjármálakerfisins hefur Exista átt í samningaviðræðum við lánveitendur sína um endurskipulagningu félagsins. 15.10.2009 08:07 Erlendir bankar eignast 95 prósent í Íslandsbanka Náðst hefur samkomulag um að Íslandsbanki verði í 95 prósenta eigu erlendra kröfuhafa Glitnis. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og segir að niðurstaðan verði kynnt á blaðamannafundi síðar í dag. Ríkið mun halda eftir fimm prósenta hlut í bankanum og fá einn mann í stjórn samkvæmt blaðinu. 15.10.2009 07:21 Össur á markaði í áratug „Þetta hefur verið viðburðaríkur tími,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, en á sunnudag voru liðin tíu ár frá því að fyrirtækið var skráð á markað, þá Verðbréfaþing. 15.10.2009 06:00 Skuldabréf gamla Landsbankans lækka eftir samkomulag Virði skuldabréfa gamla Landsbankans hefur lækkað eftir að íslensk stjórnvöld, skilanefnd Landsbankans og Nýi Landsbankinn skrifuðu undir samkomulag á mánudag um að tryggja að um níutíu prósent fáist upp í forgangskröfur gamla bankans. Kröfur vegna Icesave eru fremstar í röðinni og bera aðrir kröfuhafar minna úr býtum. 15.10.2009 00:01 Kauphöllin tekur fjármálagerninga Existu úr viðskiptum Kauphöllin hefur ákveðið að taka fjármálagerninga Exista hf. úr viðskiptum þar sem Exista hf. hefur ítrekað gerst brotlegt við reglur sem gilda fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni. Þá hefur Kauphöllin bæði áminnt félagið og beitt það févíti vegna brota á upplýsingaskyldu. 14.10.2009 17:44 Íhuga að stefna Logos AB Capital, fyrirtæki Róberts Wessmanns og Björgólfs Thors Björgólfssonar, íhugar að setja fram hundruð milljóna króna skaðabótakröfu á hendur lögmannsstofunni LOGOS, sem meðal annars sér um þrotabú Baugs. Þetta er vegna meints klúðurs við landakaup á Spáni 2005. 14.10.2009 18:39 Töluverð velta í skuldabréfum Töluverð velta var með skuldabréf í kauphöllinni í dag eða rúmlega 17 milljarðar kr. Hinsvegar var rólegt í hlutabréfaviðskiptunum. 14.10.2009 16:00 Naskar ehf. verða lánveitendur á Uppsprettu.is Töluvert af einstaklingum hefur skráð sig sem lánveitendur á vefsíðuna Uppspretta.is og nú hefur fjárfestingafélagið Naskar ehf. bæst í hópinn. Á bak við Naskar eru ellefu íslenskar athafnakonur sem ætla sér að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað hérlendis á næstu árum. 14.10.2009 15:36 Hluthafafundur Atorku fjallar um nauðasamninga Stjórn Atorku Group hf. boðar til hluthafafundar félagsins miðvikudaginn 21. október 2009 kl. 10:00 á Hótel Hilton Nordica. Þar verður m.a. fjallað um nauðasamninga sem framundan eru hjá félaginu. 14.10.2009 13:42 Hagstæðari skattar fyrir nýsköpunarfyrirtæki Stjórnvöld hyggjast styðja við þróunar- og nýsköpunarfyrirtæki í landinu með hagstæðara skattaumhverfi. Í því augnamiði kynnti fjármálaráðherra frumvarp á ríkisstjórnarfundi í gær. 14.10.2009 12:16 Vill heimild til að skipta upp markaðsráðandi fyrirtækjum Formaður Neytendasamtakanna hvetur viðskiptaráðherra til að rýmka heimildir Samkeppniseftirlitsins til að mæla fyrir um uppskiptingu fyrirtækja sem þykja misnota markaðsráðandi stöðu. 14.10.2009 12:13 Leigusamningum fjölgaði um 55% milli ára Í heild hefur leigusamningum fjölgað um 55% í ár m.v. árið í fyrra. Þessi aukning er í takt við þá þróun sem hefur verið á árinu og lýsir hún aukinni sókn í leiguhúsnæði. 14.10.2009 11:55 Afli íslenskra skipa jókst um 18,5% milli mánaða Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði, metinn á föstu verði, var 18,5% meiri en í september 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 6,9% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. 14.10.2009 09:13 Atvinnuleysi 6% á þriðja ársfjórðungi Á þriðja ársfjórðungi 2009 voru að meðaltali 10.900 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 6% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 6,5% hjá körlum og 5,4% hjá konum. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 12,3%. 14.10.2009 09:09 Sjá næstu 50 fréttir
Fyrsta létting á gjaldeyrishöftum stendur þrátt fyrir AGS töf Fyrirhuguð létting á gjaldeyrishöftunum þann 1. nóvember mun standast, það er fyrsti áfanginn sem er opnun á innstreymi fjármagns frá erlendum aðilum á markaðinn hérlendis. Þetta verður gert þótt áframhaldandi tafir á afgreiðslu Alþjóðasjóðsins (AGS) blasi þá við. 16.10.2009 14:52
Íslandsbanki og SAT fá heimild fyrir SA tryggingum Fjármálaeftirlitið hefur veitt Íslandsbanka og SAT heimild til þess að fara með virkan eignarhlut í SA tryggingum. Þetta kemur fram á vefsíðu eftirlitsins. 16.10.2009 13:34
Kauphöllin tekur skuldabréf Nýsis úr viðskiptum eftir gjaldþrot Kauphöllin hefur ákveðið að taka skuldabréf Nýsis hf. úr viðskiptum samanber reglur kauphallarinnar með vísan til tilkynningar frá félaginu dags. 15. október 2009 þar sem fram kemur að félagið hafið verið tekið til gjaldþrotaskipta. 16.10.2009 13:18
Þrotabú Samson stefnir Nýja Kaupþingi Fyrirtaka er í þar næstu viku í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna stefnu þrotabús Samson gegn Nýja Kaupþingi. Málið snýst um að Nýja Kaupþing tók fé, samtals 520 milljónir kr., af reikningi Samson í bankanum til að greiða inn á lán sem Björgólfsfeðgar fengu upphaflega í Búnaðarbankanum 2003 til að fjármagna þriðjung af kaupverði Landsbankans. 16.10.2009 13:00
Íslandsbanki ekki lengi í eigu kröfuhafa Glitnis Kröfuhafar Glitnis munu ekki eiga Íslandsbanka lengi, en stefnt er að því að selja bankann eftir nokkur ár. Það ræðst á næstu vikum hvort kröfuhafar gamla Kaupþings eignist nýja bankann. 16.10.2009 12:10
Góðar líkur á besta þjónustujöfnuði síðan 1990 „Af þróun kortaveltunnar má þannig ráða að talsverður afgangur muni reynast af þjónustujöfnuði á þriðja fjórðungi ársins, og teljum við ekki úr vegi að ætla að hann gæti orðið á bilinu 12-18 milljarðar kr. Ef grunur okkar reynist réttur verður afgangurinn á þriðja ársfjórðungi sá mesti síðan Seðlabankinn hóf að taka saman ársfjórðungslegar greiðslujafnaðartölur árið 1990." 16.10.2009 11:57
Verðbólgan enn langmest á Íslandi en fer lækkandi Verðbólgan á Íslandi fer úr 16,0% í ágúst í 15,3% í september og lækkar því um 0,7 prósentustig milli mánaða samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Innan evrópska efnahagssvæðisins er verðbólgan langmest hér á landi. 16.10.2009 11:30
Frekari lækkun íbúðaverðs er óhjákvæmileg Í því efnahagsástandi sem nú ríkir hér á landi er frekari lækkun á íbúðaverði óhjákvæmileg að mati greiningar Íslandsbanka. Hin mikla uppsveifla undanfarinna ára á íbúðamarkaði hefur orðið til þess að nú þegar ládeyða hefur verið á þessum markaði situr eftir mikill fjöldi nýrra óseldra íbúða á framboðshlið markaðarins sem skapar frekari þrýsting til verðlækkunar. 16.10.2009 10:48
Kreditkortaveltan minnkaði um 5,6% í september Heildarvelta kreditkorta í septembermánuði var 26,0 milljarðar kr. samanborið við 27,5 milljarða kr. á sama tíma í fyrra og er þetta 5,6% samdráttur milli ára. 16.10.2009 08:45
Magma með hlutafjárútboð til að fjármagn HS Orku kaupin Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy stendur nú fyrir lokuðu hlutafjárútboði sem ætlað er að fjármagn kaupin á 8,6% hlut fyrirtækisins í HS orku. Ganga á frá þeim kaupum fyrir lok mánaðarins. 16.10.2009 08:28
Glitnir stefnir Exista og krefst 650 milljóna Exista hefur borist stefna frá Glitni eignarhaldsfélagi ehf. þar sem gerðar eru þær dómkröfur að Exista greiði félaginu samtals rúmar 650 milljónir króna vegna ógreiddra afborgana af skuldabréfaflokknum EXISTA 07 2. 16.10.2009 08:16
Hagsjá: Spáir 8,9% ársverðbólgu í október Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga milli september og október mælist 0,4%. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka þó nokkuð og mælast 8,9% í október samanborið við 10,8% í september. Þetta yrði því í fyrsta skipti í 18 mánuði sem 12 mánaða verðbólga mælist undir 10%. 16.10.2009 08:06
Afskráning Existu úr Kauphöllinni hefur engin áhrif á fjárfesta Engin viðskipti hafa verið með skuldabréf Exista í rúmlega eitt ár, samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hefur frá Existu. Áhrifin af afskáningu skuldabréfa félagsins úr Kauphöll Íslands sé því afar takmörkuð fyrir fjárfesta. 15.10.2009 19:08
Saxhóll óskar eftir gjaldþrotaskiptum Eigendur einkahlutafélagsins Heiðarsólar ehf, sem áður hét Saxhóll ehf, óskaði í dag eftir því að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Í tilkynningu frá Heiðarsól kemur fram að helstu eignir Heiðarsólar ehf. séu fólgnar í skuldabréfum, hlutabréfum og fasteignum, en auk þess hafi handbært fé félagsins um áramót verið umtalsvert eða á fjórða milljarð króna. 15.10.2009 18:10
Össur hækkaði í töluverðum viðskiptum Össur hf. hækkaði um 0,8% í töluverðum viðskiptum í kauphöllinni í dag. Veltan með hluti í félaginu nam um 133 milljónum kr. 15.10.2009 16:15
Vísitala íbúðaverðs í borginni lækkaði um 10,2% á ári Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 313,9 stig í september 2009 og lækkar um 0,1% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 1%, síðastliðna 6 mánuði hefur hún lækkað um 2,7% og lækkun síðastliðna 12 mánuði var 10,2%. 15.10.2009 16:09
Björgvin: Sáum tækifæri sem við ákváðum að grípa Björgvin Guðmundsson sem sagt hefur starfi sínu lausu sem ritstjóri viðskiptablaðs Morgunblaðsins mun á næstu dögum taka við stöðu aðstoðarritstjóra Viðskiptablaðsins. Með honum á Viðskiptablaðið fara tveir aðrir blaðamenn af Morgunblaðinu. „Við sáum tækifæri sem við ákváðum að grípa," segir Björgvin um þessa ákvörðun þeirra þremenninganna. 15.10.2009 15:56
EBÍ greiðir 300 milljóna arð til sveitarfélaga Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands (EBÍ) greiðir í dag samtals 300 milljónir króna í framlag til ágóðahlutar. Greiðslan rennur til þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að Sameignarsjóði EBÍ í réttu hlutfalli við eignaraðild þeirra að sjóðnum. 15.10.2009 15:36
Ísland á útsölu í Seattle Bandaríska blaðið The Seattle Times birtir frétt undir fyrirsögninni „Ísland á útsölu frá Seattle" þar sem fjallað er um mjög hagstæð kjör sem í boði eru hjá Icelandair frá Seattle til Reykjavíkur í beinu flugi. 15.10.2009 15:29
Viðskiptablaðamenn Morgunblaðsins hættir Fjórir blaðamenn af viðskiptablaði Morgunblaðsins er hættir störfum á blaðinu. Auk Björgvins Guðmundssonar fréttaritstjóra viðskiptahlutans hafa þeir Þorbjörn Þórðarson, Þórður Snær Júlíusson og Magnús Halldórsson sagt upp störfum. 15.10.2009 14:21
Tapið nam 12,7 milljörðum hjá borginni á fyrri helming ársins Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar (A og B-hluta), þar sem fyrirtæki í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar eins og Orkuveita Reykjavíkur eru talin með, var neikvæð um 12,7 milljarða kr. á fyrstu sex mánuðum ársins. 15.10.2009 14:09
Fjórðungur fyrirtækja ætlar að fækka starfsmönnum Sex af hverjum tíu aðildarfyrirtækjum Samtaka atvinnulífsins (SA) hyggjast ekki gera breytingar á starfsmannafjölda á næstu sex mánuðum, 14% áforma fjölgun starfsmanna en 26% hyggjast fækka þeim. Af þeim sem hyggjast fjölga starfsmönnum ætla tveir þriðju að fjölga um innan við fimm starfsmenn. 15.10.2009 13:02
Steingrímur ánægður með samkomulagið Kröfuhafar Glitnis munu eignast 95% í Íslandsbanka. Fjármálaráðherra fagnar niðurstöðunni, en kostnaður ríkisins verður um 37 milljörðum króna minni en upphaflega var áætlað. 15.10.2009 12:50
Þjóðverjinn Daniel Gros í bankaráð Seðlabankans Daniel Gros, framkvæmdastjóri hugveitunnar Centre for European Policy Studies (CEPS), var á Alþingi í dag kosinn aðalmaður í bankaráð Seðlabanka Íslands, eftir tilnefningu af hálfu þingflokks Framsóknarmanna. 15.10.2009 12:33
Portfarma gerir samning upp á hundruð milljóna Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Portfarma hefur skrifað undir samning við Grindeks, eitt stærsta lyfjasölufyrirtæki í Eystrasaltsríkjunum, um dreifingu og sölu á lyfjum fyrirtækisins í nær öll apótek í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Verðmæti samningsins hleypur á hundruðum milljóna íslenskra króna á ári. 15.10.2009 12:25
SA: Nauðsynlegt að fjölga konum í forystu fyrirtækja Samtök atvinnulífsins (SA) telja bæði nauðsynlegt og skynsamlegt að fjölga konum í forystusveit íslensks atvinnulífs og hvetja því fyrirtæki til að nýta betur kraft kvenna. 15.10.2009 12:16
Exista greiðir ekki vexti af skuldabréfum Exista hefur ákveðið að greiða ekki vaxtagreiðslur af skuldabréfum sínum sem voru á gjalddaga í gær, 14. október. Þetta er gert með vísan í samningaviðræður sem eru í gangi við handhafa skráðra skuldabréfa og víxla félagsins um frestun á greiðslum. 15.10.2009 10:45
Langtímaatvinnuleysi hefur fjórfaldast á einu ári Langtímaatvinnuleysi hefur fjórfaldast frá því í fyrra. Á þriðja ársfjórðungi höfðu um 800 manns verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði, en á sama tímabili í fyrra voru um 200 manns sem höfðu verið atvinnulausir lengur en í 12 mánuði. 15.10.2009 10:25
Erlendir eignast 95% í Íslandsbanka, ríkið sparar 37 milljarða Skilanefnd Glitnis hefur, fyrir hönd kröfuhafa, ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi við íslenska ríkið og eignast 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Þessa ákvörðun tók skilanefnd Glitnis eftir ítarlega áreiðanleikakönnun sem framkvæmd hefur verið af hálfu ráðgjafa Glitnis á rekstri Íslandsbanka. 15.10.2009 09:45
Krafa um lengingu á fresti vegna nauðungarsölu íbúða Þann 1. nóvember n.k. lýkur þeim fresti sem veittur hefur verið varðandi nauðungarsölu íbúða. Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að fresturinn verði framlengdur um 6 mánuði þannig að reynslan af aðgerðum ríkisstjórnarinnar komi í ljós áður. 15.10.2009 09:11
Eignir tryggingarfélaga hækka lítilsháttar Heildareignir tryggingarfélaganna námu 121,8 milljörðum kr. í lok ágúst og hækkuðu um 56 milljónir kr. milli mánaða. 15.10.2009 08:44
Exista undrast ákvörðun kauphallarinnar Exista undrast ákvörðun Kauphallarinnar, um opinbera áminningu og töku skuldabréfa félagsins úr viðskiptum. Frá hruni íslenska fjármálakerfisins hefur Exista átt í samningaviðræðum við lánveitendur sína um endurskipulagningu félagsins. 15.10.2009 08:07
Erlendir bankar eignast 95 prósent í Íslandsbanka Náðst hefur samkomulag um að Íslandsbanki verði í 95 prósenta eigu erlendra kröfuhafa Glitnis. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og segir að niðurstaðan verði kynnt á blaðamannafundi síðar í dag. Ríkið mun halda eftir fimm prósenta hlut í bankanum og fá einn mann í stjórn samkvæmt blaðinu. 15.10.2009 07:21
Össur á markaði í áratug „Þetta hefur verið viðburðaríkur tími,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, en á sunnudag voru liðin tíu ár frá því að fyrirtækið var skráð á markað, þá Verðbréfaþing. 15.10.2009 06:00
Skuldabréf gamla Landsbankans lækka eftir samkomulag Virði skuldabréfa gamla Landsbankans hefur lækkað eftir að íslensk stjórnvöld, skilanefnd Landsbankans og Nýi Landsbankinn skrifuðu undir samkomulag á mánudag um að tryggja að um níutíu prósent fáist upp í forgangskröfur gamla bankans. Kröfur vegna Icesave eru fremstar í röðinni og bera aðrir kröfuhafar minna úr býtum. 15.10.2009 00:01
Kauphöllin tekur fjármálagerninga Existu úr viðskiptum Kauphöllin hefur ákveðið að taka fjármálagerninga Exista hf. úr viðskiptum þar sem Exista hf. hefur ítrekað gerst brotlegt við reglur sem gilda fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni. Þá hefur Kauphöllin bæði áminnt félagið og beitt það févíti vegna brota á upplýsingaskyldu. 14.10.2009 17:44
Íhuga að stefna Logos AB Capital, fyrirtæki Róberts Wessmanns og Björgólfs Thors Björgólfssonar, íhugar að setja fram hundruð milljóna króna skaðabótakröfu á hendur lögmannsstofunni LOGOS, sem meðal annars sér um þrotabú Baugs. Þetta er vegna meints klúðurs við landakaup á Spáni 2005. 14.10.2009 18:39
Töluverð velta í skuldabréfum Töluverð velta var með skuldabréf í kauphöllinni í dag eða rúmlega 17 milljarðar kr. Hinsvegar var rólegt í hlutabréfaviðskiptunum. 14.10.2009 16:00
Naskar ehf. verða lánveitendur á Uppsprettu.is Töluvert af einstaklingum hefur skráð sig sem lánveitendur á vefsíðuna Uppspretta.is og nú hefur fjárfestingafélagið Naskar ehf. bæst í hópinn. Á bak við Naskar eru ellefu íslenskar athafnakonur sem ætla sér að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað hérlendis á næstu árum. 14.10.2009 15:36
Hluthafafundur Atorku fjallar um nauðasamninga Stjórn Atorku Group hf. boðar til hluthafafundar félagsins miðvikudaginn 21. október 2009 kl. 10:00 á Hótel Hilton Nordica. Þar verður m.a. fjallað um nauðasamninga sem framundan eru hjá félaginu. 14.10.2009 13:42
Hagstæðari skattar fyrir nýsköpunarfyrirtæki Stjórnvöld hyggjast styðja við þróunar- og nýsköpunarfyrirtæki í landinu með hagstæðara skattaumhverfi. Í því augnamiði kynnti fjármálaráðherra frumvarp á ríkisstjórnarfundi í gær. 14.10.2009 12:16
Vill heimild til að skipta upp markaðsráðandi fyrirtækjum Formaður Neytendasamtakanna hvetur viðskiptaráðherra til að rýmka heimildir Samkeppniseftirlitsins til að mæla fyrir um uppskiptingu fyrirtækja sem þykja misnota markaðsráðandi stöðu. 14.10.2009 12:13
Leigusamningum fjölgaði um 55% milli ára Í heild hefur leigusamningum fjölgað um 55% í ár m.v. árið í fyrra. Þessi aukning er í takt við þá þróun sem hefur verið á árinu og lýsir hún aukinni sókn í leiguhúsnæði. 14.10.2009 11:55
Afli íslenskra skipa jókst um 18,5% milli mánaða Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði, metinn á föstu verði, var 18,5% meiri en í september 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 6,9% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. 14.10.2009 09:13
Atvinnuleysi 6% á þriðja ársfjórðungi Á þriðja ársfjórðungi 2009 voru að meðaltali 10.900 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 6% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 6,5% hjá körlum og 5,4% hjá konum. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 12,3%. 14.10.2009 09:09