Viðskipti innlent

Erlendir bankar eignast 95 prósent í Íslandsbanka

Náðst hefur samkomulag um að Íslandsbanki verði í 95 prósenta eigu erlendra kröfuhafa Glitnis. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og segir að niðurstaðan verði kynnt á blaðamannafundi síðar í dag. Ríkið mun halda eftir fimm prósenta hlut í bankanum og fá einn mann í stjórn samkvæmt blaðinu.

Þá segir að á meðal nýrra eigenda verði bankar frá Japan, Bretlandi og Þýskalandi. Þessi ákvörðun kröfuhafanna verður til þess að eiginfjárframlag ríkisins verður mun minna en áður var áætlað og munu allt að 40 millarðar af þeim 65 sem ríkið hefur þegar lagt bankanum til renna aftur til Ríkissjóðs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×