Viðskipti innlent

Vill heimild til að skipta upp markaðsráðandi fyrirtækjum

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

 

Formaður Neytendasamtakanna hvetur viðskiptaráðherra til að rýmka heimildir Samkeppniseftirlitsins til að mæla fyrir um uppskiptingu fyrirtækja sem þykja misnota markaðsráðandi stöðu.

 

Það eru engin ný tíðindi að Hagar sem rekur meðal annars Hagkaup, Bónus og 10 11 séu langstærstir á íslenskum matvörumarkaði. Félagið hefur árum saman verið risinn á matvörumarkaði og selur þjóðinni um 50% af öllu því sem hún kaupir í matinn. Samtals reka Hagar 61 matvöruverslun á landinu.

 

Næst stærsta fyrirtækið er Kaupás, sem rekur meðal annars Nóatún, Krónuna, Kjarval og Ellefu ellefu verslanirnar og er með 22% af matvörumarkaðnum. En ástæða þess að umræðan kviknar nú er að Jón Gerald Sullenberger er að smeygja sér inn á þennan markað lágvöruverðsverslana og hefur gagnrýnt harðlega það umhverfi sem hér ríki á matvörumarkaði sem hann telur að hamli eðlilega samkeppni.

 

Einkum hefur hann gagnrýnt hið opinbera fyrir að hafa leyft þennan vöxt óhindrað og segir þau hafa brugðist bæði birgjum og neytendum. Jón Gerald telur nauðsynlegt að skipta upp Högum og forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði í fréttum okkar í gær að ef fengist rýmri heimild inn í samkeppnislög til að mælast til þess að fyrirtækjum yrði skipt upp sem talin eru skaðleg samkeppni með tilvist sinni á markaði - þá yrðu Hagar meðal þeirra fyrirtækja sem líklega yrðu skoðuð.

 

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna vill líka slíka heimild í lög.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×