Viðskipti innlent

Hátt í þrjá­tíu sagt upp hjá Play

Jón Þór Stefánsson skrifar
Keflavíkurflugvöllur
Keflavíkurflugvöllur

Flugfreyjum og flugþjónum hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Play í dag. Þetta staðfestir Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi Play, í samtali við fréttastofu.

Rúv greindi fyrst frá uppsögninni og segir að 27 hafi verið sagt upp. Birgir segist ekki geta sagt til um fjölda uppsagna að svo stöddu.

Hann segir uppsagnirnar lið í breytingu á rekstri félagsins, en greint hefur verið frá því að meginstarfsemi félagsins muni færast til Möltu og Litáen.

„Við ætlum að vera með fjórar vélar hér á landi og þar af leiðandi mun starfsfólki fækka um borð í vélunum. Það mun gerast ýmist náttúrulega eða eins og með uppsögnum í dag.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×