Viðskipti innlent

Eignir tryggingarfélaga hækka lítilsháttar

Heildareignir tryggingarfélaganna námu 121,8 milljörðum kr. í lok ágúst og hækkuðu um 56 milljónir kr. milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlbankans. Þar segir að útlán og markaðsverðbréf námu 54,6 milljörðu7m kr. og lækkuðu um 95 milljónir kr. í mánuðinum.

Aðrar eignir námu 41,5 milljarði kr. í ágústlok og lækkuðu um 384 milljónir kr. og handbært fé hækkaði um 483 milljónum kr. í mánuðinum og nam 19,3 milljarði kr. í lok ágúst.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×