Viðskipti innlent

Afskráning Existu úr Kauphöllinni hefur engin áhrif á fjárfesta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Erlendur Hjaltason annar forstjóra Existu. Mynd/ GVA.
Erlendur Hjaltason annar forstjóra Existu. Mynd/ GVA.
Engin viðskipti hafa verið með skuldabréf Exista í rúmlega eitt ár, samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hefur frá Existu. Áhrifin af afskáningu skuldabréfa félagsins úr Kauphöll Íslands sé því afar takmörkuð fyrir fjárfesta.

Eins og fram kom á Vísi í gær ákvað Kauphöllin að taka skuldab réf Exista úr viðskiptum. Ástæðan var sögð sú að Exista hafi ítrekað gerst brotlegt við reglur sem gilda fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni. Þá hefur Kauphöllin bæði áminnt félagið og beitt það févíti vegna brota á upplýsingaskyldu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×