Viðskipti innlent

Þjóðverjinn Daniel Gros í bankaráð Seðlabankans

Daniel Gros.
Daniel Gros.

Daniel Gros, framkvæmdastjóri hugveitunnar Centre for European Policy Studies (CEPS), var á Alþingi í dag kosinn aðalmaður í bankaráð Seðlabanka Íslands, eftir tilnefningu af hálfu þingflokks Framsóknarmanna.

Í tilkynningu segir að Daniel Gros sé doktor í hagfræði og þekktur fyrir ráðgjöf sína á sviði efnahagsmála, m.a. var hann helsti ráðgjafi ríkisstjórnar Svartfjallalands á sínum tíma við einhliða upptöku evru sem gjaldmiðils þjóðarinnar. Daniel hefur sérhæft sig í rannsóknum á sviðum sem snerta peningamálastefnur, fjármálastöðugleika og hagstjórn.

Daniel hefur haldið erindi og fyrirlestra hér á landi og verið gestur í viðtalsþáttum og veitt blaðaviðtöl hér heima.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×